Aldrei verið jafn hissa á ævinni 31. desember 2015 07:00 Eygló Ósk með verðlaunagripinn. vísir/daníel rúnarsson Eygló Ósk Gústafsdóttir var í gærkvöldi útnefnd íþróttamaður ársins og er hún fimmta íþróttakonan sem hlýtur sæmdarheitið í 60 ára sögu kjörsins sem Samtök íþróttafréttamanna standa að. Annar í kjörinu varð knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Önnur sundkona, Hrafnhildur Lúthersdóttir, varð þriðja. „Ég á ekki til orð. Þetta er ekkert smá mikill heiður,“ sagði Eygló Ósk í viðtali við RÚV en hún var ekki viðstödd hófið.Ólympíulágmarkið var hvatning Árið 2015 var frábært fyrir Eygló Ósk. Það byrjaði á því að hún bætti Norðurlandametið í 200 m baksundi á opna danska meistaramótinu í mars en um leið varð hún fyrst Íslendinga til að vinna sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum 2016 í Ríó. „Eftir þetta hugsaði ég með mér að ég ætlaði að gera enn betur og klára árið með stæl,“ sagði hún en eftir frábæran árangur á bæði Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug og Smáþjóðaleikunum, sem fóru fram hér á landi, náði hún, ásamt Hrafnhildi, að brjóta blað í sundsögu Íslands þegar þær urðu fyrstu íslensku sundkonurnar til að komast í úrslit á HM í 50 m laug. Það gerðu þær í Kazan í Rússlandi í ágústbyrjun.Hausinn í rugli Stærsta afrekið vann hún þó í lok ársins þegar Eygló Ósk keppti á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug í Ísrael. Þar varð hún fyrsta íslenska konan til að vinna til verðlauna á stórmóti er hún vann brons í bæði 100 og 200 m baksundi. Hún segir þó að það hafi tekið tíma að ná réttu hugarfari fyrir mótið í Ísrael. „Hausinn á mér var eiginlega í rugli og gekk mér ekkert frábærlega fyrsta daginn, þó svo að ég hafi náð að bæta mig í 100 m baksundinu. Ég ætlaði mér að gera meira,“ sagði hún en næsta dag synti hún til úrslita í greininni og komst á verðlaunapall. „Ég hætti að stressa mig og ætlaði bara að hafa gaman af þessu. Ég var með frábærum sundkonum í úrslitum sem áttu allar betri tíma en ég fyrir. Því var mér sama þótt ég myndi enda í áttunda sæti. Ég ætlaði bara að njóta þess að vera í úrslitum og synda undir 58 sekúndum. Það tókst.“Fæ enn gæsahúð Eygló synti á fyrstu braut og er óvenjulegt að sundmenn á henni vinni til verðlauna. „Ég vissi í raun ekkert hvað var að gerast í sundinu og sjokkið var því mikið þegar ég kom að bakkanum. Það tók mig langan tíma að átta mig,“ sagði hún. Eygló segir að hún hafi strax gert sér væntingar um að leika afrekið eftir í 200 m baksundinu sem gekk svo eftir. En það sé árangurinn í 100 m baksundinu sem standi upp úr eftir árið enda kom hann henni á óvart. „Ég hef aldrei verið jafn hissa á ævinni. Ég var glöð með allt það sem ég gerði á árinu en fyrir þetta ákveðna sund hafði ég engar væntingar. Svo náði ég þessu – ég fæ enn gæsahúð af því að tala um þetta.“Æfa eins og brjálæðingur Árið 2016 er Ólympíuár og Eygló ætlar sér vitanlega stóra hluti á því. „Fyrst og fremst ætla ég að æfa eins og brjálæðingur og bæta allt það sem ég þarf að bæta. Ég ætla ekki að stressa mig of mikið á hlutunum og leyfa öllu að koma mér á óvart,“ segir Íþróttamaður ársins brosandi. Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir var í gærkvöldi útnefnd íþróttamaður ársins og er hún fimmta íþróttakonan sem hlýtur sæmdarheitið í 60 ára sögu kjörsins sem Samtök íþróttafréttamanna standa að. Annar í kjörinu varð knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Önnur sundkona, Hrafnhildur Lúthersdóttir, varð þriðja. „Ég á ekki til orð. Þetta er ekkert smá mikill heiður,“ sagði Eygló Ósk í viðtali við RÚV en hún var ekki viðstödd hófið.Ólympíulágmarkið var hvatning Árið 2015 var frábært fyrir Eygló Ósk. Það byrjaði á því að hún bætti Norðurlandametið í 200 m baksundi á opna danska meistaramótinu í mars en um leið varð hún fyrst Íslendinga til að vinna sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum 2016 í Ríó. „Eftir þetta hugsaði ég með mér að ég ætlaði að gera enn betur og klára árið með stæl,“ sagði hún en eftir frábæran árangur á bæði Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug og Smáþjóðaleikunum, sem fóru fram hér á landi, náði hún, ásamt Hrafnhildi, að brjóta blað í sundsögu Íslands þegar þær urðu fyrstu íslensku sundkonurnar til að komast í úrslit á HM í 50 m laug. Það gerðu þær í Kazan í Rússlandi í ágústbyrjun.Hausinn í rugli Stærsta afrekið vann hún þó í lok ársins þegar Eygló Ósk keppti á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug í Ísrael. Þar varð hún fyrsta íslenska konan til að vinna til verðlauna á stórmóti er hún vann brons í bæði 100 og 200 m baksundi. Hún segir þó að það hafi tekið tíma að ná réttu hugarfari fyrir mótið í Ísrael. „Hausinn á mér var eiginlega í rugli og gekk mér ekkert frábærlega fyrsta daginn, þó svo að ég hafi náð að bæta mig í 100 m baksundinu. Ég ætlaði mér að gera meira,“ sagði hún en næsta dag synti hún til úrslita í greininni og komst á verðlaunapall. „Ég hætti að stressa mig og ætlaði bara að hafa gaman af þessu. Ég var með frábærum sundkonum í úrslitum sem áttu allar betri tíma en ég fyrir. Því var mér sama þótt ég myndi enda í áttunda sæti. Ég ætlaði bara að njóta þess að vera í úrslitum og synda undir 58 sekúndum. Það tókst.“Fæ enn gæsahúð Eygló synti á fyrstu braut og er óvenjulegt að sundmenn á henni vinni til verðlauna. „Ég vissi í raun ekkert hvað var að gerast í sundinu og sjokkið var því mikið þegar ég kom að bakkanum. Það tók mig langan tíma að átta mig,“ sagði hún. Eygló segir að hún hafi strax gert sér væntingar um að leika afrekið eftir í 200 m baksundinu sem gekk svo eftir. En það sé árangurinn í 100 m baksundinu sem standi upp úr eftir árið enda kom hann henni á óvart. „Ég hef aldrei verið jafn hissa á ævinni. Ég var glöð með allt það sem ég gerði á árinu en fyrir þetta ákveðna sund hafði ég engar væntingar. Svo náði ég þessu – ég fæ enn gæsahúð af því að tala um þetta.“Æfa eins og brjálæðingur Árið 2016 er Ólympíuár og Eygló ætlar sér vitanlega stóra hluti á því. „Fyrst og fremst ætla ég að æfa eins og brjálæðingur og bæta allt það sem ég þarf að bæta. Ég ætla ekki að stressa mig of mikið á hlutunum og leyfa öllu að koma mér á óvart,“ segir Íþróttamaður ársins brosandi.
Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira