Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 24-23 | Haukar héldu út Ingvi Þór Sæmundsson í Strandgötu skrifar 27. desember 2015 20:00 Adam Haukur Baumruk, leikmaður Hauka. vísir/vilhelm Það verða Haukar sem mæta Val í úrslitum Deildarbikars HSÍ en Íslandsmeistararnir unnu nauman sigur á Aftureldingu, 24-23, í seinni undanúrslitaleiknum í dag. Haukararnir voru sterkari í fyrri hálfleik og fóru með átta marka forskot, 19-11, inn í hálfleikinn eftir að hafa unnið síðustu 11 mínútur fyrri hálfleiks 8-1. Í seinni hálfleik skoruðu Haukar hins vegar aðeins fimm mörk og voru lengst af í meiri háttar vandræðum í sókninni. En Hafnfirðingar geta þakkað markverði sínum, Grétari Ara Guðjónssyni, fyrir að Mosfellingar fóru ekki á flug fyrr en um miðjan seinni hálfleik. Grétar varði frábærlega í leiknum, alls 25 skot, eða 52% þeirra skota sem hann fékk á sig. Janus Daði Smárason var markahæstur í liði Íslandsmeistaranna með sjö mörk en Brynjólfur Snær Brynjólfsson kom næstur með sex. Birkir Benediktsson fór fyrir Mosfellingum með sex mörk. Þá átti Davíð Svansson fínan leik í markinu og varði 19 skot (44%). Marga sterka leikmenn vantaði í lið Hauka í kvöld en það virtist ekki skipta neinu máli í fyrri hálfleik þar sem Íslandsmeistararnir spiluðu frábæran sóknarleik og klúðruðu varla skoti. Mosfellingar byrjuðu leikinn reyndar ágætlega og framan af leik var jafnt á öllum tölum. Haukar hótuðu því nokkrum sinnum að stinga af en alltaf kom Afturelding til baka. En í stöðunni 11-10, þegar 11 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, breyttist allt. Haukarnir þéttu vörnina og fengu aðeins eitt mark á sig á síðustu 11 mínútum fyrri hálfleiks. Þessi sterki varnarleikur skilaði fjölmörgum hraðaupphlaupum þar sem Brynjólfur Snær fór fremstur í flokki en hann skoraði fjögur mörk í röð seinni hluta fyrri hálfleiks. Haukarnir hreinlega rúlluðu yfir varnarlausa Mosfellinga á þessum kafla sem þeir unnu 8-1. Staðan í hálfleik var 19-11 og fátt benti til þess að seinni hálfleikur yrði spennandi. Sú varð hins vegar raunin. Sóknarleikur Hauka var mjög slakur í seinni hálfleik og þeir hleyptu Aftureldingu inn í leikinn. Haukar skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu 14 mínútum seinni hálfleik en þeim til happs skoruðu Mosfellingar aðeins fimm. Í stöðunni 21-16 kom frábær kafli hjá Aftureldingu. Jóhann Gunnar Einarsson kom inn á miðjunni og við það breyttist sóknarleikurinn til batnaðar. Skytturnar, Birkir og Böðvar Páll Ásgeirsson, hitnuðu og fundu loks leiðina framhjá Grétari sem hélt Haukum inni í leiknum framan af seinni hálfleik. Árni Bragi Eyjólfsson jafnaði metin í 22-22 af vítapunktinum þegar fimm mínútur voru eftir og allt á suðupunkti í húsinu. En Haukar reyndust sterkari á lokasprettinum þrátt fyrir að þeir væru orðnir ansi bensínlausir. Adam Haukur Baumruk skoraði tvö síðustu mörk Hauka og þrátt fyrir klaufagang þeirra á lokasekúndunum tókst Aftureldingu ekki að knýja fram framlengingu. Niðurstaðan eins marks sigur Hauka, 24-23.Gunnar: Vorum orðnir bensínlausir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur Íslandsmeistaranna á Aftureldingu í undanúrslitum Deildarbikars HSÍ í kvöld. "Fyrri hálfleikur, og þá sérstaklega lokakafli hans, var frábær og hann skóp þennan sigur," sagði Gunnar en Haukar unnu síðustu 11 mínútur fyrri hálfleiks 8-1 og fóru með átta marka forskot inn í hálfleikinn, 19-11. "Við urðum fyrir áfalli í upphafi leiks þegar Leonharð (Harðarson), örvhenta skyttan okkar, stífnar í baki og þá fækkaði valmöguleikum okkar. Í seinni hálfleik vorum við orðnir bensínlausir, gerðum mikið af mistökum og vorum orðnir þreyttir. "Það gerði okkur erfitt fyrir en ég er ánægður með strákana að klára þetta." Þrátt fyrir erfiðan seinni hálfleik var Gunnar ánægður með varnarleik Hauka undir lokin. "Vörnin var góð mestallan tímann og Grétar (Ari Guðjónsson) frábær fyrir aftan. Það var lykilinn að sigrinum," sagði Gunnar sem var ánægður með strákana sem komu inn í liðið og spiluðu stór hlutverk í fjarveru lykilmanna. "Þetta er gríðarlega mikilvægt og frábært fyrir þá að fá sénsinn og nýta hann. Þetta sýnir að breiddin er góð hjá okkur," sagði Gunnar en meðal leikmanna sem vantaði í lið Hauka í kvöld má nefna Giedrius Morkunas, Heimi Óla Heimisson, Tjörva Þorgeirsson, Elías Má Halldórsson, Matthías Árna Ingimarsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson.Einar Andri: Vörnin var hörmuleg í fyrri hálfleik Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sagði slakan fyrri hálfleik hafa orðið sínum mönnum að falli gegn Haukum í kvöld. "Fyrri hálfleikurinn var slakur, fyrir utan fyrstu mínúturnar. Sóknin var þokkaleg en vörnin hörmuleg og það var enginn hugur sem fylgdi þessu. "Menn voru ekki klárir," sagði Einar sem var þó ánægður með seinni hálfleikinn þar sem Mosfellingar komu til baka og náðu að jafna metin eftir að hafa verið átta mörkum undir í hálfleik, 19-11. "Seinni hálfleikurinn var frábær og hefði kannski átt að duga til sigurs. Við fórum með fullt af dauðafærum í byrjun seinni hálfleiks og ef við hefðum nýtt þau hefðum við sett pressu fyrr á þá. "Þeir voru stressaðir undir lokin og ef við hefðum náð að setja pressu á þá fyrr hefðum við hugsanlega getað náð þessu." Einar bryddaði upp á þeirri nýjung í seinni hálfleik að nota Jóhann Gunnar Einarsson á miðjunni. Hann var ánægður með hvernig til tókst. "Ég var mjög ánægður með það. Við erum búnir að velta þessu fyrir okkur eftir að hann kom til baka. Hann getur ekki enn beitt sér að fullu í skotunum og hann kemur sterklega til greina á miðjunni eftir áramót," sagði Einar að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Sjá meira
Það verða Haukar sem mæta Val í úrslitum Deildarbikars HSÍ en Íslandsmeistararnir unnu nauman sigur á Aftureldingu, 24-23, í seinni undanúrslitaleiknum í dag. Haukararnir voru sterkari í fyrri hálfleik og fóru með átta marka forskot, 19-11, inn í hálfleikinn eftir að hafa unnið síðustu 11 mínútur fyrri hálfleiks 8-1. Í seinni hálfleik skoruðu Haukar hins vegar aðeins fimm mörk og voru lengst af í meiri háttar vandræðum í sókninni. En Hafnfirðingar geta þakkað markverði sínum, Grétari Ara Guðjónssyni, fyrir að Mosfellingar fóru ekki á flug fyrr en um miðjan seinni hálfleik. Grétar varði frábærlega í leiknum, alls 25 skot, eða 52% þeirra skota sem hann fékk á sig. Janus Daði Smárason var markahæstur í liði Íslandsmeistaranna með sjö mörk en Brynjólfur Snær Brynjólfsson kom næstur með sex. Birkir Benediktsson fór fyrir Mosfellingum með sex mörk. Þá átti Davíð Svansson fínan leik í markinu og varði 19 skot (44%). Marga sterka leikmenn vantaði í lið Hauka í kvöld en það virtist ekki skipta neinu máli í fyrri hálfleik þar sem Íslandsmeistararnir spiluðu frábæran sóknarleik og klúðruðu varla skoti. Mosfellingar byrjuðu leikinn reyndar ágætlega og framan af leik var jafnt á öllum tölum. Haukar hótuðu því nokkrum sinnum að stinga af en alltaf kom Afturelding til baka. En í stöðunni 11-10, þegar 11 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, breyttist allt. Haukarnir þéttu vörnina og fengu aðeins eitt mark á sig á síðustu 11 mínútum fyrri hálfleiks. Þessi sterki varnarleikur skilaði fjölmörgum hraðaupphlaupum þar sem Brynjólfur Snær fór fremstur í flokki en hann skoraði fjögur mörk í röð seinni hluta fyrri hálfleiks. Haukarnir hreinlega rúlluðu yfir varnarlausa Mosfellinga á þessum kafla sem þeir unnu 8-1. Staðan í hálfleik var 19-11 og fátt benti til þess að seinni hálfleikur yrði spennandi. Sú varð hins vegar raunin. Sóknarleikur Hauka var mjög slakur í seinni hálfleik og þeir hleyptu Aftureldingu inn í leikinn. Haukar skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu 14 mínútum seinni hálfleik en þeim til happs skoruðu Mosfellingar aðeins fimm. Í stöðunni 21-16 kom frábær kafli hjá Aftureldingu. Jóhann Gunnar Einarsson kom inn á miðjunni og við það breyttist sóknarleikurinn til batnaðar. Skytturnar, Birkir og Böðvar Páll Ásgeirsson, hitnuðu og fundu loks leiðina framhjá Grétari sem hélt Haukum inni í leiknum framan af seinni hálfleik. Árni Bragi Eyjólfsson jafnaði metin í 22-22 af vítapunktinum þegar fimm mínútur voru eftir og allt á suðupunkti í húsinu. En Haukar reyndust sterkari á lokasprettinum þrátt fyrir að þeir væru orðnir ansi bensínlausir. Adam Haukur Baumruk skoraði tvö síðustu mörk Hauka og þrátt fyrir klaufagang þeirra á lokasekúndunum tókst Aftureldingu ekki að knýja fram framlengingu. Niðurstaðan eins marks sigur Hauka, 24-23.Gunnar: Vorum orðnir bensínlausir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur Íslandsmeistaranna á Aftureldingu í undanúrslitum Deildarbikars HSÍ í kvöld. "Fyrri hálfleikur, og þá sérstaklega lokakafli hans, var frábær og hann skóp þennan sigur," sagði Gunnar en Haukar unnu síðustu 11 mínútur fyrri hálfleiks 8-1 og fóru með átta marka forskot inn í hálfleikinn, 19-11. "Við urðum fyrir áfalli í upphafi leiks þegar Leonharð (Harðarson), örvhenta skyttan okkar, stífnar í baki og þá fækkaði valmöguleikum okkar. Í seinni hálfleik vorum við orðnir bensínlausir, gerðum mikið af mistökum og vorum orðnir þreyttir. "Það gerði okkur erfitt fyrir en ég er ánægður með strákana að klára þetta." Þrátt fyrir erfiðan seinni hálfleik var Gunnar ánægður með varnarleik Hauka undir lokin. "Vörnin var góð mestallan tímann og Grétar (Ari Guðjónsson) frábær fyrir aftan. Það var lykilinn að sigrinum," sagði Gunnar sem var ánægður með strákana sem komu inn í liðið og spiluðu stór hlutverk í fjarveru lykilmanna. "Þetta er gríðarlega mikilvægt og frábært fyrir þá að fá sénsinn og nýta hann. Þetta sýnir að breiddin er góð hjá okkur," sagði Gunnar en meðal leikmanna sem vantaði í lið Hauka í kvöld má nefna Giedrius Morkunas, Heimi Óla Heimisson, Tjörva Þorgeirsson, Elías Má Halldórsson, Matthías Árna Ingimarsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson.Einar Andri: Vörnin var hörmuleg í fyrri hálfleik Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sagði slakan fyrri hálfleik hafa orðið sínum mönnum að falli gegn Haukum í kvöld. "Fyrri hálfleikurinn var slakur, fyrir utan fyrstu mínúturnar. Sóknin var þokkaleg en vörnin hörmuleg og það var enginn hugur sem fylgdi þessu. "Menn voru ekki klárir," sagði Einar sem var þó ánægður með seinni hálfleikinn þar sem Mosfellingar komu til baka og náðu að jafna metin eftir að hafa verið átta mörkum undir í hálfleik, 19-11. "Seinni hálfleikurinn var frábær og hefði kannski átt að duga til sigurs. Við fórum með fullt af dauðafærum í byrjun seinni hálfleiks og ef við hefðum nýtt þau hefðum við sett pressu fyrr á þá. "Þeir voru stressaðir undir lokin og ef við hefðum náð að setja pressu á þá fyrr hefðum við hugsanlega getað náð þessu." Einar bryddaði upp á þeirri nýjung í seinni hálfleik að nota Jóhann Gunnar Einarsson á miðjunni. Hann var ánægður með hvernig til tókst. "Ég var mjög ánægður með það. Við erum búnir að velta þessu fyrir okkur eftir að hann kom til baka. Hann getur ekki enn beitt sér að fullu í skotunum og hann kemur sterklega til greina á miðjunni eftir áramót," sagði Einar að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Sjá meira