Fyrrum framkvæmdastjóri rússneska lyfjaeftirlitsins viðurkennir að lyfjavandinn í Rússlandi sé mjög alvarlegur.
Það er búið að setja alla rússneska frjálsíþróttamenn í bann vegna lyfjamálanna í landinu og alls óvíst hvort þeir fái að vera með á ÓL í ágúst á næsta ári.
Á fimmtudag féllu fjórir rússneskir lyftingarmenn á lyfjaprófi á heimsmeistaramótinu.
Framkvæmdastjórinn fyrrverandi segir að ástandið sé svo slæmt að 40 prósent af lyfjabrotum í landinu séu hjá unglingum.
„Það er ekkert land með eins marga íþróttamenn á ólöglegum lyfjum og ástandið er grafalvarlegt. Það verður að taka á þessu almennilega," sagði Ramil Khabriev en hann sagði starfi sínu lausu í upphafi desembermánaðar.
Lyfjavandinn í Rússlandi er risavaxinn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti