Útgerðarmenn segja til greina koma að draga einhverjar kröfur í land sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. desember 2015 16:00 Ljóst er að báðir aðilar þurfa að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum, að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra SFS. vísir/vilhelm Lítið hefur miðað í samningsátt í kjaraviðræðum sjómanna við útgerðina, og íhuga sjómenn nú að grípa til verkfallsaðgerða á næsta ári. Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir ljóst að báðir aðilar þurfi að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum. „Við erum tilbúin til að setjast niður og halda áfram að ræða málin með það að markmiði að ná samkomulagi. Til þess held ég að aðilar verði að vera tilbúnir til að ræða saman á yfirvegaðan hátt um þessi atriði sem standa út af. Þannig að við vonumst auðvitað til þess að ekki komi til verkfalla, bara að samningaleiðin nái fram að ganga. En þeir hafa finnst mér verið yfirlýsingaglaðir á síðustu dögum. Við höfum sannarlega tekið eftir því,“ segir Haukur.Staðan stirð Sjómenn hafa verið samningslausir í um fimm ár. Deiluaðilar hafa reglulega sest við samningaborðið á þeim tíma en viðræður hófust fyrir alvöru nú í haust. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði í samtali við Vísi í gær að erfiðlega hafi gengið að ræða við samninganefndina. Kröfur SFS væru með öllu óásættanlegar, en úr viðræðunum slitnaði í byrjun desembermánaðar. „Okkur hefur að sama skapi fundist skorta það að vilji sé til að ræða á yfirvegaðan hátt um efnisatriði málsins. Þetta er klárlega stirt eins og staðan er núna en við verðum bara að bíða og sjá, ræða þetta okkar á milli og sjá hvernig rétt er að bregðast við og haga framhaldinu,“ segir Haukur.Sjá einnig: Sjómenn vilja láta sverfa til stálsÞurfa að mætast á miðri leið Aðspurður segir hann koma til greina að draga einhverjar kröfur í land – en að sjómenn þurfi að gera slíkt hið sama. „Eins og í öllum samningum held ég að hvorugur aðili fái allar sínar kröfur í gegn og við áttum okkur aleg á því. En við nálgumst málið bara með þeim hætti þegar báðir aðilar eru tilbúnir til að ræða það að hittast einhvers staðar á miðri leið í ákveðnum málum til að ná einhverjum fleti. Þá erum við tilbúin til að skoða það allt saman. Það er erfitt að ná samningum ef hvorugur aðili ætlar að gefa tommu eftir.“ Gert er ráð fyrir að afstaða sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða liggi fyrir um miðjan janúar og gætu þeir þá gripið til aðgerða í mars. Haukur segist binda vonir við að málin leysist sem fyrst. „Ef það er niðurstaða manna að grípa til slíkra aðgerða þá verður maður auðvitað bara að spila eftir því eða bregðast við ef svo liggur fyrir. En auðvitað vonum við að ekki komi til þess og teljum að það sé hægt að leysa málin án þess að fara út í slíkar aðgerðir, en það er auðvitað þeirra að ákveða það.“ Tengdar fréttir Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Gætu fyrst gripið til verkfallsaðgerða í mars Kúrsinn varðandi mögulegar aðgerðir í kjarabaráttu sjómanna verður ljós upp úr miðjum næsta mánuði. Stemning er talin fyrir því að taka slaginn við útgerðarmenn. Nokkrar vikur tekur bæði að kjósa um aðgerðir og koma þeim á. 29. desember 2015 07:00 Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Lítið hefur miðað í samningsátt í kjaraviðræðum sjómanna við útgerðina, og íhuga sjómenn nú að grípa til verkfallsaðgerða á næsta ári. Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir ljóst að báðir aðilar þurfi að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum. „Við erum tilbúin til að setjast niður og halda áfram að ræða málin með það að markmiði að ná samkomulagi. Til þess held ég að aðilar verði að vera tilbúnir til að ræða saman á yfirvegaðan hátt um þessi atriði sem standa út af. Þannig að við vonumst auðvitað til þess að ekki komi til verkfalla, bara að samningaleiðin nái fram að ganga. En þeir hafa finnst mér verið yfirlýsingaglaðir á síðustu dögum. Við höfum sannarlega tekið eftir því,“ segir Haukur.Staðan stirð Sjómenn hafa verið samningslausir í um fimm ár. Deiluaðilar hafa reglulega sest við samningaborðið á þeim tíma en viðræður hófust fyrir alvöru nú í haust. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði í samtali við Vísi í gær að erfiðlega hafi gengið að ræða við samninganefndina. Kröfur SFS væru með öllu óásættanlegar, en úr viðræðunum slitnaði í byrjun desembermánaðar. „Okkur hefur að sama skapi fundist skorta það að vilji sé til að ræða á yfirvegaðan hátt um efnisatriði málsins. Þetta er klárlega stirt eins og staðan er núna en við verðum bara að bíða og sjá, ræða þetta okkar á milli og sjá hvernig rétt er að bregðast við og haga framhaldinu,“ segir Haukur.Sjá einnig: Sjómenn vilja láta sverfa til stálsÞurfa að mætast á miðri leið Aðspurður segir hann koma til greina að draga einhverjar kröfur í land – en að sjómenn þurfi að gera slíkt hið sama. „Eins og í öllum samningum held ég að hvorugur aðili fái allar sínar kröfur í gegn og við áttum okkur aleg á því. En við nálgumst málið bara með þeim hætti þegar báðir aðilar eru tilbúnir til að ræða það að hittast einhvers staðar á miðri leið í ákveðnum málum til að ná einhverjum fleti. Þá erum við tilbúin til að skoða það allt saman. Það er erfitt að ná samningum ef hvorugur aðili ætlar að gefa tommu eftir.“ Gert er ráð fyrir að afstaða sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða liggi fyrir um miðjan janúar og gætu þeir þá gripið til aðgerða í mars. Haukur segist binda vonir við að málin leysist sem fyrst. „Ef það er niðurstaða manna að grípa til slíkra aðgerða þá verður maður auðvitað bara að spila eftir því eða bregðast við ef svo liggur fyrir. En auðvitað vonum við að ekki komi til þess og teljum að það sé hægt að leysa málin án þess að fara út í slíkar aðgerðir, en það er auðvitað þeirra að ákveða það.“
Tengdar fréttir Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Gætu fyrst gripið til verkfallsaðgerða í mars Kúrsinn varðandi mögulegar aðgerðir í kjarabaráttu sjómanna verður ljós upp úr miðjum næsta mánuði. Stemning er talin fyrir því að taka slaginn við útgerðarmenn. Nokkrar vikur tekur bæði að kjósa um aðgerðir og koma þeim á. 29. desember 2015 07:00 Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58
Gætu fyrst gripið til verkfallsaðgerða í mars Kúrsinn varðandi mögulegar aðgerðir í kjarabaráttu sjómanna verður ljós upp úr miðjum næsta mánuði. Stemning er talin fyrir því að taka slaginn við útgerðarmenn. Nokkrar vikur tekur bæði að kjósa um aðgerðir og koma þeim á. 29. desember 2015 07:00
Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49