Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2015 09:05 Ríkissaksóknari hefur ákært parið. Vísir Ríkissaksóknari hefur ákært hollenskt par fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa þriðjudaginn 8. september síðastliðinn staðið saman að innflutningi til Íslands á samtals 209.473 MDMA töflum, 10 kílóum af MDMA mulningi og 34,55 grömmum af amfetamíni ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Í ákærunni er parið sakað um að hafa flutt fíkniefnin frá Belgíu falin í varadekki, tveimur gaskútum og 14 niðursuðudósum í húsbíl af tegundinni Fiat um Holland, Þýskaland, til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar þar sem fíkniefnin fundust við leit. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Síðastliðinn þriðjudag staðfesti Hæstiréttur Íslands farbannsúrskurð yfir konunni. Samkvæmt honum verður hún í farbanni þar til dómur í máli hennar fellur en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 30. desember.Maðurinn játaði en konan neitar sök Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er að finna greinargerð ríkissaksóknara í málinu. Þar kemur fram að maðurinn játaði frá upphafi að hafa vitað af efnunum og sagðist vera burðardýr. Hann sagði konuna hins vegar ekki hafa vitað af efnunum. Konan neitaði sök frá upphafi. Í greinargerð ríkissaksóknara kemur fram að framburður parsins um þátt konunnar í málinu sé ótrúverðugur og sé á því byggt að konan hafi tekið þátt í innflutningi fíkniefnanna.Skýrsla tekin af dóttur og nágranna Tók hollenska lögreglan skýrslu af dóttur konunnar og nágranna hennar. Báðar beri um að konan hafi sagt að hún og maðurinn væru á leið til Suður-Spánar í frí. Þá hafi ferðatilhögun verið með sérstökum hætti en fyrir liggi að parið hafi ekið um 500 kílómetra af leið í upphafi ferðar og hafi konan að mati ákæruvalds ekki gefið trúverðugar skýringar á því.Í fjárhagserfiðleikum en samt í dýra ferð til Íslands Loks hafi konan borið um að þau hafi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en ekki getað gefið skýringar á því hvernig þau gátu farið í dýrt ferðalag til Íslands. Konan sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 9. september til 13. október 2015 en farbanni frá þeim degi. Er maðurinn enn í gæsluvarðhaldi. Tengdar fréttir Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært hollenskt par fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa þriðjudaginn 8. september síðastliðinn staðið saman að innflutningi til Íslands á samtals 209.473 MDMA töflum, 10 kílóum af MDMA mulningi og 34,55 grömmum af amfetamíni ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Í ákærunni er parið sakað um að hafa flutt fíkniefnin frá Belgíu falin í varadekki, tveimur gaskútum og 14 niðursuðudósum í húsbíl af tegundinni Fiat um Holland, Þýskaland, til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar þar sem fíkniefnin fundust við leit. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Síðastliðinn þriðjudag staðfesti Hæstiréttur Íslands farbannsúrskurð yfir konunni. Samkvæmt honum verður hún í farbanni þar til dómur í máli hennar fellur en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 30. desember.Maðurinn játaði en konan neitar sök Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er að finna greinargerð ríkissaksóknara í málinu. Þar kemur fram að maðurinn játaði frá upphafi að hafa vitað af efnunum og sagðist vera burðardýr. Hann sagði konuna hins vegar ekki hafa vitað af efnunum. Konan neitaði sök frá upphafi. Í greinargerð ríkissaksóknara kemur fram að framburður parsins um þátt konunnar í málinu sé ótrúverðugur og sé á því byggt að konan hafi tekið þátt í innflutningi fíkniefnanna.Skýrsla tekin af dóttur og nágranna Tók hollenska lögreglan skýrslu af dóttur konunnar og nágranna hennar. Báðar beri um að konan hafi sagt að hún og maðurinn væru á leið til Suður-Spánar í frí. Þá hafi ferðatilhögun verið með sérstökum hætti en fyrir liggi að parið hafi ekið um 500 kílómetra af leið í upphafi ferðar og hafi konan að mati ákæruvalds ekki gefið trúverðugar skýringar á því.Í fjárhagserfiðleikum en samt í dýra ferð til Íslands Loks hafi konan borið um að þau hafi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en ekki getað gefið skýringar á því hvernig þau gátu farið í dýrt ferðalag til Íslands. Konan sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 9. september til 13. október 2015 en farbanni frá þeim degi. Er maðurinn enn í gæsluvarðhaldi.
Tengdar fréttir Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17
Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31