Píratar og kirkjuheimsóknir Halldór Auðar Svansson skrifar 11. desember 2015 07:00 Sú hvatning sem stjórn Pírata í Reykjavík gaf út til skólastjórnenda í Reykjavík um að ekki yrði farið í kirkjuheimsóknir yfir jólin hefur vakið nokkra athygli og umræðu. Þar er vísað í eftirfarandi grein í reglum borgarinnar um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög: „Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum“, sem er í samræmi við grunnstefnu Pírata um verndun friðhelgi einkalífs fólks. Þetta eru auðvitað erfið mál og ekki einföld, þegar takast á mismunandi skoðanir foreldra á því hvað á að felast í skólastarfi. Skólar eru opinberar stofnanir sem börn eru skylduð til að vera í og þess vegna er stöðugt leitast við að haga starfi þeirra með þeim hætti að sem allra flestum sé gert til geðs. Auðvitað er ekki alltaf hægt að gera öllum alveg til geðs en samráð og virðing fyrir mismunandi skoðunum eru afskaplega mikilvæg þegar kemur að skólum. Það er stór hópur foreldra og barna sem finnst kirkjuheimsóknir óþægilegar, algjörlega óháð því hvort öll börn eru skylduð til að fara með eða ekki. Það má hæglega færa rök fyrir því að börn og foreldrar séu sett í þá stöðu að gera grein fyrir sínum lífsskoðunum með því að aðgreina sig frá hópnum. Lífsskoðanir og trúarskoðanir eru meðal þess sem stendur fólki hvað næst og eru því sérlega viðkvæm fyrir því að opinberir aðilar séu að hræra í þeim. Þessar skoðanir skipta miklu máli á meðan þeir foreldrar sem vilja kirkjuheimsóknirnar tapa varla svo miklu á því að skólarnir sinni ekki þessu hlutverki, þar sem hverjum og einum er eftir sem áður fullfrjálst að stunda það trúarlíf með sínum börnum sem viðkomandi sýnist. Lending Pírata í þessu er því, allavega að sinni, sú að hvetja til þess að skólar gæti hlutleysis og láti foreldrum þessi mál eftir sjálfum. Þetta er ein leið. Önnur væri mögulega að fara alla leið með að opna skólastarfið alveg fyrir því að börn væru kynnt fyrir mismunandi lífsskoðunum en það yrði þá að gera það af fullri alvöru og skipulega þannig að þetta snúist ekki leynt og ljóst í raun bara um þjóðkirkjuna og skoðanir fólks á henni. Úr takt við þjóðina? Sumir hafa brugðist við þessum rökum með því að halda því fram að með því að skólabörn fari í heimsókn í kirkju sé ekki verið að lýsa yfir trúarskoðunum þeirra í sjálfu sér heldur einungis verið að haga hlutunum í samræmi við „þjóðartrúna“. Með þessu er skoðunum þeirra sem ekki aðhyllast þessa „þjóðartrú“ sýnt gríðarlegt skeytingarleysi og með því kristallast eiginlega vandamálið sem er verið að reyna að taka á í hnotskurn. Við erum vissulega með stjórnarskrárbundna þjóðkirkju en samt með stóran hóp fólks sem kærir sig lítið eða ekkert um hana. Það er afskaplega særandi fyrir þann hóp að þurfa stöðugt að sitja undir tali um að það sé úr takti við það sem „þjóðin“ stendur fyrir. Við erum hreinlega ekki með þjóðartrú í þeim skilningi að allir aðhyllist hana og trú fólks er bara ekki það sama og einhver stofnun, alveg sama hversu stofnanavædd trúarbrögðin eru. Trú er í fólki en ekki stofnunum, það er einkalíf þess sem opinberir aðilar eiga ekkert með að seilast inn í. Í því að horfast í augu við þessa staðreynd felst í sjálfu sér enginn áfellisdómur yfir þjóðkirkjunni, kristni eða trúarbrögðum. Í þessu felst ekki heldur að fólk eigi bara að halda trúnni fyrir sig og ekki ræða hana opinberlega, líkt og sumir virðast halda. Þetta snýst um hvar á að draga mörkin þegar opinberir aðilar (ríki og ríkisstofnanir) eru annars vegar. Það er ekkert í eðli þjóðkirkju sem kallar nauðsynlega á að starf hennar sé fléttað saman við starf opinberra skóla sem öll börn eru skyldug til að stunda. Að jaðarsetja þá Íslendinga sem finnst eitthvað athugavert við þetta og vísa til þess að við séum nú „kristin þjóð“ er engin leið til að ná sáttum um þessi mál. Að gefnu tilefni er líka rétt að taka fram að það er líka léleg leið að hnýta í kristnina, að tala eins og hún sé vandamálið frekar en að þetta snúist hreinlega um mismunandi skoðanir á því hvert hlutverk þjóðkirkju á að vera, eða jafnvel á því hvort það á að vera þjóðkirkja yfirhöfuð. Að hver og einn sinni sínu trúarlífi (eða trúleysislífi) en viðurkenni jafnframt fjölbreytileikann og sýni skoðunum annarra virðingu er þá vænlegri leið. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Sú hvatning sem stjórn Pírata í Reykjavík gaf út til skólastjórnenda í Reykjavík um að ekki yrði farið í kirkjuheimsóknir yfir jólin hefur vakið nokkra athygli og umræðu. Þar er vísað í eftirfarandi grein í reglum borgarinnar um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög: „Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum“, sem er í samræmi við grunnstefnu Pírata um verndun friðhelgi einkalífs fólks. Þetta eru auðvitað erfið mál og ekki einföld, þegar takast á mismunandi skoðanir foreldra á því hvað á að felast í skólastarfi. Skólar eru opinberar stofnanir sem börn eru skylduð til að vera í og þess vegna er stöðugt leitast við að haga starfi þeirra með þeim hætti að sem allra flestum sé gert til geðs. Auðvitað er ekki alltaf hægt að gera öllum alveg til geðs en samráð og virðing fyrir mismunandi skoðunum eru afskaplega mikilvæg þegar kemur að skólum. Það er stór hópur foreldra og barna sem finnst kirkjuheimsóknir óþægilegar, algjörlega óháð því hvort öll börn eru skylduð til að fara með eða ekki. Það má hæglega færa rök fyrir því að börn og foreldrar séu sett í þá stöðu að gera grein fyrir sínum lífsskoðunum með því að aðgreina sig frá hópnum. Lífsskoðanir og trúarskoðanir eru meðal þess sem stendur fólki hvað næst og eru því sérlega viðkvæm fyrir því að opinberir aðilar séu að hræra í þeim. Þessar skoðanir skipta miklu máli á meðan þeir foreldrar sem vilja kirkjuheimsóknirnar tapa varla svo miklu á því að skólarnir sinni ekki þessu hlutverki, þar sem hverjum og einum er eftir sem áður fullfrjálst að stunda það trúarlíf með sínum börnum sem viðkomandi sýnist. Lending Pírata í þessu er því, allavega að sinni, sú að hvetja til þess að skólar gæti hlutleysis og láti foreldrum þessi mál eftir sjálfum. Þetta er ein leið. Önnur væri mögulega að fara alla leið með að opna skólastarfið alveg fyrir því að börn væru kynnt fyrir mismunandi lífsskoðunum en það yrði þá að gera það af fullri alvöru og skipulega þannig að þetta snúist ekki leynt og ljóst í raun bara um þjóðkirkjuna og skoðanir fólks á henni. Úr takt við þjóðina? Sumir hafa brugðist við þessum rökum með því að halda því fram að með því að skólabörn fari í heimsókn í kirkju sé ekki verið að lýsa yfir trúarskoðunum þeirra í sjálfu sér heldur einungis verið að haga hlutunum í samræmi við „þjóðartrúna“. Með þessu er skoðunum þeirra sem ekki aðhyllast þessa „þjóðartrú“ sýnt gríðarlegt skeytingarleysi og með því kristallast eiginlega vandamálið sem er verið að reyna að taka á í hnotskurn. Við erum vissulega með stjórnarskrárbundna þjóðkirkju en samt með stóran hóp fólks sem kærir sig lítið eða ekkert um hana. Það er afskaplega særandi fyrir þann hóp að þurfa stöðugt að sitja undir tali um að það sé úr takti við það sem „þjóðin“ stendur fyrir. Við erum hreinlega ekki með þjóðartrú í þeim skilningi að allir aðhyllist hana og trú fólks er bara ekki það sama og einhver stofnun, alveg sama hversu stofnanavædd trúarbrögðin eru. Trú er í fólki en ekki stofnunum, það er einkalíf þess sem opinberir aðilar eiga ekkert með að seilast inn í. Í því að horfast í augu við þessa staðreynd felst í sjálfu sér enginn áfellisdómur yfir þjóðkirkjunni, kristni eða trúarbrögðum. Í þessu felst ekki heldur að fólk eigi bara að halda trúnni fyrir sig og ekki ræða hana opinberlega, líkt og sumir virðast halda. Þetta snýst um hvar á að draga mörkin þegar opinberir aðilar (ríki og ríkisstofnanir) eru annars vegar. Það er ekkert í eðli þjóðkirkju sem kallar nauðsynlega á að starf hennar sé fléttað saman við starf opinberra skóla sem öll börn eru skyldug til að stunda. Að jaðarsetja þá Íslendinga sem finnst eitthvað athugavert við þetta og vísa til þess að við séum nú „kristin þjóð“ er engin leið til að ná sáttum um þessi mál. Að gefnu tilefni er líka rétt að taka fram að það er líka léleg leið að hnýta í kristnina, að tala eins og hún sé vandamálið frekar en að þetta snúist hreinlega um mismunandi skoðanir á því hvert hlutverk þjóðkirkju á að vera, eða jafnvel á því hvort það á að vera þjóðkirkja yfirhöfuð. Að hver og einn sinni sínu trúarlífi (eða trúleysislífi) en viðurkenni jafnframt fjölbreytileikann og sýni skoðunum annarra virðingu er þá vænlegri leið. Gleðileg jól.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar