Lilja Rafney vonar að hífaði þingmaðurinn hugsi sinn gang Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. desember 2015 10:42 „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney í ræðustól Alþingis í gær. Vísir/Vilhelm „Ég held að viðkomandi hafi tekið það til sín og viti hvað lá undir. Þetta er bara algjörlega mín upplifun og ég fer ekkert ofan af því,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Lilja Rafney vakti athygli á löngum þingfundi í gær að þingmaður væri undir áhrifum. „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney í ræðustól Alþingis í gær. Viðbrögð þingforseta, Einars K. Guðfinssonar, voru stutt: „Ha?“ sagði Einar og gerði Ragnheiður Ríkharðsdóttir athugasemd við fundarstjórn forsetans. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það að sinni,“ segir Lilja Rafney í samtali við Vísi. „Ég held að það sé ekki aðalatriðið.“Ræðu Lilju Rafneyjar frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Vonandi að viðkomandi haldi áfengi utan þingsins Aðspurð hvort hún hafi fengið sterk viðbrögð á þingi og hvort kollegar hennar séu henni sammála svarar hún: „Ég ætla ekkert að tjá mig mikið meira um þetta. Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti.“ Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið fór fram í gærkvöldi og stóð í sex klukkutíma en þingfundi var frestað á miðnætti. „Það er vonandi að viðkomandi spái í því í framhaldinu, að halda slíku utan þingsins,“ segir Lilja Rafney. „Það skiptir ekki máli hvort það sé lítið eða mikið – það fer yfirleitt ekki milli mála. Ég vil annars ekki segja meira um þetta.“Fjölmörg dæmi um áfengi á Alþingi Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við Mbl.is árið 2009 að það væri vel þekkt að þingmenn væru undir áhrifum áfengis í þingsal. Það hefði hins vegar liðið undir lok með tíunda áratugnum. Þá baðst Sigmundur Ernir Rúnarsson, þá þingmaður Samfylkingar, afsökunar á því að hafa verið undir áhrifum áfengis í ræðustól Alþingis í ágúst 2009. Honum hefðu orðið á mistök en hann hefði fengið sér rauðvín með mat fyrr um kvöldið. Alþingi Tengdar fréttir Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Ég held að viðkomandi hafi tekið það til sín og viti hvað lá undir. Þetta er bara algjörlega mín upplifun og ég fer ekkert ofan af því,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Lilja Rafney vakti athygli á löngum þingfundi í gær að þingmaður væri undir áhrifum. „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney í ræðustól Alþingis í gær. Viðbrögð þingforseta, Einars K. Guðfinssonar, voru stutt: „Ha?“ sagði Einar og gerði Ragnheiður Ríkharðsdóttir athugasemd við fundarstjórn forsetans. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það að sinni,“ segir Lilja Rafney í samtali við Vísi. „Ég held að það sé ekki aðalatriðið.“Ræðu Lilju Rafneyjar frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Vonandi að viðkomandi haldi áfengi utan þingsins Aðspurð hvort hún hafi fengið sterk viðbrögð á þingi og hvort kollegar hennar séu henni sammála svarar hún: „Ég ætla ekkert að tjá mig mikið meira um þetta. Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti.“ Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið fór fram í gærkvöldi og stóð í sex klukkutíma en þingfundi var frestað á miðnætti. „Það er vonandi að viðkomandi spái í því í framhaldinu, að halda slíku utan þingsins,“ segir Lilja Rafney. „Það skiptir ekki máli hvort það sé lítið eða mikið – það fer yfirleitt ekki milli mála. Ég vil annars ekki segja meira um þetta.“Fjölmörg dæmi um áfengi á Alþingi Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við Mbl.is árið 2009 að það væri vel þekkt að þingmenn væru undir áhrifum áfengis í þingsal. Það hefði hins vegar liðið undir lok með tíunda áratugnum. Þá baðst Sigmundur Ernir Rúnarsson, þá þingmaður Samfylkingar, afsökunar á því að hafa verið undir áhrifum áfengis í ræðustól Alþingis í ágúst 2009. Honum hefðu orðið á mistök en hann hefði fengið sér rauðvín með mat fyrr um kvöldið.
Alþingi Tengdar fréttir Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51