Sigmundur Ernir: Drakk en kenndi ekki áhrifa Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 26. ágúst 2009 14:11 Sigmundur Ernir, þingmaður Samfylkingar, í ræðustól. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, viðurkennir að hafa fengið sér léttvín með mat að loknu golfmóti sem hann tók þátt í á fimmtudaginn síðastliðinn. Síðar sama kvöld tók hann þátt í umræðum um Icesave samkomulagið. Hann segir eftir á að hyggja hafa verið mistök af sinni hálfu að hafa mætt í þingið eftir að hafa bragðað áfengi og biðst á því velvirðingar. Sigmundur var sagður hafa þvertekið fyrir að hafa smakkað áfengi áður en hann steig í ræðustól á Alþingi þetta kvöld í samtali við fréttamann RÚV í fréttum í gær. Í samtali við Vísi daginn eftir umræðurnar sagði hann galsa hafa verið í þingsalnum. Sigmundur gefur þá skýringu á þessu að hann hafi ekki kennt áhrifa vínsins við umræðurnar og því hafi hann svarað því neitandi þegar borið var upp á hann að hann hafi verið ölvaður um kvöldið. Hann segist hins vegar hafa verið þreyttur og reiður vegna linnulausra frammíkalla stjórnarandstöðu. Sigmundur mun bíða afgreiðslu forsætisnefndar á málinu áður en hann tjáir sig frekar um málið. Lesa má tilkynningu Sigmundar vegna málsins á Pressunni hér.Sjá má téðar umræður í þinginu hér. Tengdar fréttir Sagður hafa hellt í sig víni Gestir í kvöldverðarboði MP banka í síðustu viku segjast hafa orðið vitni að töluverðri áfengisneyslu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem síðar um kvöldið flutti framsögu og tók þátt í umræðum á Alþingi um Icesave málið. Þetta kemur fram í DV í dag. 26. ágúst 2009 09:53 Leiðrétting: Þingflokksformaður ræddi sérstaklega við Sigmund Þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræddi sérstaklega við Sigmund Erni Rúnarsson eftir eldræðu mikla sem hann hélt á fimmtudagskvöldinu síðasta. Samtal þeirra var í einrúmi en tilefnið var sérkennilega framganga Sigmundar í sölum Alþingis á fimmtudagskvöldinu síðasta. 25. ágúst 2009 22:20 Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36 Árni Johnsen: Sigmundur Ernir hefur bara ákveðinn stíl „Ég fann ekkert athugavert við hann,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu. 25. ágúst 2009 21:53 „Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, viðurkennir að hafa fengið sér léttvín með mat að loknu golfmóti sem hann tók þátt í á fimmtudaginn síðastliðinn. Síðar sama kvöld tók hann þátt í umræðum um Icesave samkomulagið. Hann segir eftir á að hyggja hafa verið mistök af sinni hálfu að hafa mætt í þingið eftir að hafa bragðað áfengi og biðst á því velvirðingar. Sigmundur var sagður hafa þvertekið fyrir að hafa smakkað áfengi áður en hann steig í ræðustól á Alþingi þetta kvöld í samtali við fréttamann RÚV í fréttum í gær. Í samtali við Vísi daginn eftir umræðurnar sagði hann galsa hafa verið í þingsalnum. Sigmundur gefur þá skýringu á þessu að hann hafi ekki kennt áhrifa vínsins við umræðurnar og því hafi hann svarað því neitandi þegar borið var upp á hann að hann hafi verið ölvaður um kvöldið. Hann segist hins vegar hafa verið þreyttur og reiður vegna linnulausra frammíkalla stjórnarandstöðu. Sigmundur mun bíða afgreiðslu forsætisnefndar á málinu áður en hann tjáir sig frekar um málið. Lesa má tilkynningu Sigmundar vegna málsins á Pressunni hér.Sjá má téðar umræður í þinginu hér.
Tengdar fréttir Sagður hafa hellt í sig víni Gestir í kvöldverðarboði MP banka í síðustu viku segjast hafa orðið vitni að töluverðri áfengisneyslu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem síðar um kvöldið flutti framsögu og tók þátt í umræðum á Alþingi um Icesave málið. Þetta kemur fram í DV í dag. 26. ágúst 2009 09:53 Leiðrétting: Þingflokksformaður ræddi sérstaklega við Sigmund Þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræddi sérstaklega við Sigmund Erni Rúnarsson eftir eldræðu mikla sem hann hélt á fimmtudagskvöldinu síðasta. Samtal þeirra var í einrúmi en tilefnið var sérkennilega framganga Sigmundar í sölum Alþingis á fimmtudagskvöldinu síðasta. 25. ágúst 2009 22:20 Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36 Árni Johnsen: Sigmundur Ernir hefur bara ákveðinn stíl „Ég fann ekkert athugavert við hann,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu. 25. ágúst 2009 21:53 „Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Sagður hafa hellt í sig víni Gestir í kvöldverðarboði MP banka í síðustu viku segjast hafa orðið vitni að töluverðri áfengisneyslu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem síðar um kvöldið flutti framsögu og tók þátt í umræðum á Alþingi um Icesave málið. Þetta kemur fram í DV í dag. 26. ágúst 2009 09:53
Leiðrétting: Þingflokksformaður ræddi sérstaklega við Sigmund Þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræddi sérstaklega við Sigmund Erni Rúnarsson eftir eldræðu mikla sem hann hélt á fimmtudagskvöldinu síðasta. Samtal þeirra var í einrúmi en tilefnið var sérkennilega framganga Sigmundar í sölum Alþingis á fimmtudagskvöldinu síðasta. 25. ágúst 2009 22:20
Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36
Árni Johnsen: Sigmundur Ernir hefur bara ákveðinn stíl „Ég fann ekkert athugavert við hann,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu. 25. ágúst 2009 21:53
„Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38