Guðlaugur: Ógeðslega svekktur með að stigið hafi verið tekið af okkur Anton Ingi Leifsson í N1-höllinni að Varmá skrifar 17. desember 2015 22:05 Guðlaugur segir sínum mönnum til í leiknum í kvöld. vísir/ernir „Ég er rosalega svekktur að hafa tapað. Mér fannst við vera búnir að vinna fyrir stigi þarna í lokin og ég er ógeðslega svekktur með að það hafi verið tekið af okkur,” sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, hundsvekktur við Vísi í leikslok eftir eins marks tap gegn Aftureldingu, 22-21. „Það er ofboðslega mikill karakter hjá okkur að koma til baka. Þeir eru betri en við heilt yfir og við erum að ströggla. Þeir spiluðu góða vörn og Davíð var að verja vel í markinu.” „Við áttum í smá vandræðum með að skora, en við héldum alltaf áfram og við erum alltaf líklegir þegar við dettum í smá gír. Þetta var bara frábær karakter og það er eitthvað sem ég veit að býr í okkar hóp.” Framarar voru gífurlega ósáttir með vítakastdóminn sem tryggði Aftureldingu sigur í leiknum og var Guðlaugur súr varðandi þann dóm. „Þeir voru búnir að sleppa svona atriði fyrr í leiknum sem var nákvæmlega eins. Það er bara ekki nógu gott. Maður á að segja sem minnst um dómarana í þessu, en mér fannst þeir bara ekki að standa sig nægilega vel hér í dag. Ég segi ekki meira um það.” „Ég var ánægðastur með karakterinn í dag. Við erum ekki að spila nægilega vel og karakterinn hjá okkur að halda áfram og hafa trú á verkefninu. Við hefðum getað gefist upp fjórum til fimm mörkum undir og misst hausinn, en við héldum áfram og erum að koma okkur í færi.” „Davíð var að verja vel frá okkur. Við förum með tvö víti og örugglega sex dauðafæri, en ég er fyrst og fremst ánægðastur með karakterinn og baráttuna.” Fram er nú komið í jólafrí, að undanskildum deildarbikarnum milli jóla og nýárs, og Guðlaugur sé fríið kærkomið. „Nú hefst bara undirbúningur og við erum ánægðir með þennan fyrri hluta. Við þurfum bara að vinna vel í okkur í fríinu og það er deildarbikarinn milli jóla og nýárs sem er bara gaman að taka þátt í. Svo förum við bara inn í janúar tilbúnir að æfa og standa okkur. Okkur veitir ekkert að því til að koma okkur aftur saman og koma okkur aftur á beinu brautina,” voru lokaorð Guðlaugar í leikslok. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Fram 22-21 | Árni Bragi hetja Aftureldingar með flautumarki Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmark Aftureldingar á flautumarki þegar Afturelding vann Fram með minnsta mun, 22-21, í Olís-deildinni í kvöld. 17. desember 2015 21:45 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
„Ég er rosalega svekktur að hafa tapað. Mér fannst við vera búnir að vinna fyrir stigi þarna í lokin og ég er ógeðslega svekktur með að það hafi verið tekið af okkur,” sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, hundsvekktur við Vísi í leikslok eftir eins marks tap gegn Aftureldingu, 22-21. „Það er ofboðslega mikill karakter hjá okkur að koma til baka. Þeir eru betri en við heilt yfir og við erum að ströggla. Þeir spiluðu góða vörn og Davíð var að verja vel í markinu.” „Við áttum í smá vandræðum með að skora, en við héldum alltaf áfram og við erum alltaf líklegir þegar við dettum í smá gír. Þetta var bara frábær karakter og það er eitthvað sem ég veit að býr í okkar hóp.” Framarar voru gífurlega ósáttir með vítakastdóminn sem tryggði Aftureldingu sigur í leiknum og var Guðlaugur súr varðandi þann dóm. „Þeir voru búnir að sleppa svona atriði fyrr í leiknum sem var nákvæmlega eins. Það er bara ekki nógu gott. Maður á að segja sem minnst um dómarana í þessu, en mér fannst þeir bara ekki að standa sig nægilega vel hér í dag. Ég segi ekki meira um það.” „Ég var ánægðastur með karakterinn í dag. Við erum ekki að spila nægilega vel og karakterinn hjá okkur að halda áfram og hafa trú á verkefninu. Við hefðum getað gefist upp fjórum til fimm mörkum undir og misst hausinn, en við héldum áfram og erum að koma okkur í færi.” „Davíð var að verja vel frá okkur. Við förum með tvö víti og örugglega sex dauðafæri, en ég er fyrst og fremst ánægðastur með karakterinn og baráttuna.” Fram er nú komið í jólafrí, að undanskildum deildarbikarnum milli jóla og nýárs, og Guðlaugur sé fríið kærkomið. „Nú hefst bara undirbúningur og við erum ánægðir með þennan fyrri hluta. Við þurfum bara að vinna vel í okkur í fríinu og það er deildarbikarinn milli jóla og nýárs sem er bara gaman að taka þátt í. Svo förum við bara inn í janúar tilbúnir að æfa og standa okkur. Okkur veitir ekkert að því til að koma okkur aftur saman og koma okkur aftur á beinu brautina,” voru lokaorð Guðlaugar í leikslok.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Fram 22-21 | Árni Bragi hetja Aftureldingar með flautumarki Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmark Aftureldingar á flautumarki þegar Afturelding vann Fram með minnsta mun, 22-21, í Olís-deildinni í kvöld. 17. desember 2015 21:45 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Fram 22-21 | Árni Bragi hetja Aftureldingar með flautumarki Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmark Aftureldingar á flautumarki þegar Afturelding vann Fram með minnsta mun, 22-21, í Olís-deildinni í kvöld. 17. desember 2015 21:45
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn