Rafrettur – skaðlausar eða ekki? Lára G. Sigurðardóttir og Hans Jakob Beck skrifar 19. desember 2015 07:00 Sígarettur voru taldar skaðlausar þegar þær dreifðust um heimsbyggðina í seinni heimstyrjöldinni. Nú sex og hálfum áratug síðar vitum við að tóbak dregur um helming neytenda þess til dauða.Rafrettur markaðssettar sem skaðlaus vara Söluaðilar halda margir hverjir því fram að rafrettur eigi eftir að leysa sígarettur af hólmi. Rafrettur hafa verið markaðssettar sem skaðlaus vara hér á landi og oftar en ekki settar í sælgætisbúning. Hægt er að velja á milli bragðefna eins og karamellu, súkkulaði eða annarra sætuefna sem höfða vel til barna. Ólöglegt er fyrir börn undir 18 ára aldri að kaupa rafrettur en samkvæmt nýlegum gögnum hefur fimmti hver nemandi í 10. bekk prófað rafrettu. Þessar niðurstöður eru áhyggjuefni því lungu barna eru enn að taka út þroska og þar af leiðandi viðkvæmari fyrir efnum sem finnast í rafrettum. Einnig er veruleg ástæða til að hafa áhyggjur af útbreiðslu rafrettunnar því nýleg rannsókn frá Bandaríkjunum sýnir að táningar sem hafa notað rafrettur eru líklegri en aðrir til að verða reykingamenn.Allt skaðminna en sígarettur Samanborið við sígarettureykingar er nánast allt mun skaðminna en að halda áfram að reykja. Í þessu ljósi er rafrettan jákvæð fyrir afmarkaðan hóp fólks, sem ekki hefur tekist að hætta reykingum með öðrum aðferðum. Þar með er það upptalið. Hingað til hefur árangur af því að nota rafrettur eða aðra nikótíngjafa til að hætta sígarettureykingum verið nokkuð svipaður. Af þeim sem vilja hætta að reykja hefur 7,3% tekist að hætta með rafrettum, 5,8% með nikótínplástrum og 4,2% með lyfleysu. Óvissan um heilsufarsafleiðingar notkunar rafretta er mikil, en þó er vitað að þær eru alls ekki skaðlausar. Því er enn ráðlagt að nota frekar aðra nikótíngjafa en rafrettur.Margar hættur sem fylgja rafrettum Hættur sem fylgja rafrettum eru margar, ekki síst það að viðhalda nikótínneyslunni í samfélaginu. Háskalegt er að sjá að tóbaksframleiðendur eru mættir á svæðið. Þeir stýra stórum hluta rafrettuiðnaðarins og hafa hingað til látið sig lítið varða hagsmuni neytenda vegna afleiðinga tóbaksreykinga. Afar ólíklegt er að þeir muni vara okkur við hættum tengdum rafrettum. Rafrettugufa er ertandi fyrir lungun og hefur neikvæð áhrif á öndunarstarfsemi. Efnið díasetýl er notað í bragðefni fyrir rafrettur og reyndar líka í matvælaframleiðslu. Það gefur tilefni til að hafa áhyggjur, því það getur valdið hættulegum bráðum lungnasjúkdómi hjá fólki þar sem það er notað í iðnaði (“popcorn lung” hjá starfsmönnum í örbylgjupoppsiðnaðinum) og því ástæða til að setja varnagla við það þegar fólk andar að sér þessu efni með rafrettueiminum. Eitrunartilfellum meðal barna yngri en fimm ára hefur fjölgað verulega samhliða útbreiðslu rafrettunnar. Ófrískar konur ættu ekki að nota rafrettur því nikótín er skaðlegt fóstrinu og getur aukið hættu á ungbarnadauða.Langtímaafleiðingar ekki þekktar Mikilvægt er að hafa í huga að einungis um tíu ár eru liðin síðan rafrettur komu fyrst á markað í Kína og enn styttra síðan þær urðu fáanlegar í vestrænum löndum. Það er því allt of snemmt að segja til um mögulega skaðsemi þeirra því ætla má að það taki að minnsta kosti um 15-20 ár að koma í ljós hvort þær valdi alvarlegu heilsutjóni. Vel má vera að rafrettur geti leyst sígarettur af hólmi fyrir vissa einstaklinga. Engu að síður þurfum við að vera vakandi fyrir mögulegum skaða af völdum þeirra. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur rannsakað bragðefnin og komist að því að sum innihalda formaldehýð sem er þekkt krabbameinsvaldandi efni.Hver á að gæta hagsmuna barna? Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að sala á rafrettum muni margfaldast á næstu árum. Við getum ekki ætlast til þess að börn séu upplýst um mögulega skaðsemi rafretta á sama tíma og við seljum bragðefni fyrir rafrettur innan um sælgæti. Við getum þó verið alveg viss um að framleiðendur munu ekki gæta hagsmuna okkar eða barna okkar. Það tók okkur meira en fimmtíu ár að viðurkenna skaðsemi sígarettureyks. Það mun taka að minnsta kosti næsta áratug áður en við verðum betur upplýst um heilsufarsafleiðingar rafretta. Heimildir: WHO, Key facts about tobacco. http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs339/en/Rannsóknir & greining, Háskólanum í Reykjavík. Vímuefnaneysla unglinga á Íslandi 1997 til 2015Leventhal AM et al. Association of Electronic Cigarette Use With Initiation of Combustible Tobacco Product Smoking in Early Adolescence. JAMA. 2015 Aug 18;314(7):700-7Bullen C et al. Electronic cigarettes for smoking cessation: a randomised controlled trial. Lancet. 2013 Nov 16;382(9905):1629-37Allen JG. et al. Flavoring Chemicals in E-Cigarettes: Diacetyl, 2,3-Pentanedione, and Acetoin in a Sample of 51 Products,Including Fruit-, Candy-, and Cocktail-Flavored E-Cigarettes.Environ Health Perspect.2015 Dec 8Kreiss K. et al. Clinical Bronchiolitis Obliterans in Workers at a Microwave-Popcorn Plant. N Engl J Med. 2002 Aug 1;347(5):330-8. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Rafrettur Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Sígarettur voru taldar skaðlausar þegar þær dreifðust um heimsbyggðina í seinni heimstyrjöldinni. Nú sex og hálfum áratug síðar vitum við að tóbak dregur um helming neytenda þess til dauða.Rafrettur markaðssettar sem skaðlaus vara Söluaðilar halda margir hverjir því fram að rafrettur eigi eftir að leysa sígarettur af hólmi. Rafrettur hafa verið markaðssettar sem skaðlaus vara hér á landi og oftar en ekki settar í sælgætisbúning. Hægt er að velja á milli bragðefna eins og karamellu, súkkulaði eða annarra sætuefna sem höfða vel til barna. Ólöglegt er fyrir börn undir 18 ára aldri að kaupa rafrettur en samkvæmt nýlegum gögnum hefur fimmti hver nemandi í 10. bekk prófað rafrettu. Þessar niðurstöður eru áhyggjuefni því lungu barna eru enn að taka út þroska og þar af leiðandi viðkvæmari fyrir efnum sem finnast í rafrettum. Einnig er veruleg ástæða til að hafa áhyggjur af útbreiðslu rafrettunnar því nýleg rannsókn frá Bandaríkjunum sýnir að táningar sem hafa notað rafrettur eru líklegri en aðrir til að verða reykingamenn.Allt skaðminna en sígarettur Samanborið við sígarettureykingar er nánast allt mun skaðminna en að halda áfram að reykja. Í þessu ljósi er rafrettan jákvæð fyrir afmarkaðan hóp fólks, sem ekki hefur tekist að hætta reykingum með öðrum aðferðum. Þar með er það upptalið. Hingað til hefur árangur af því að nota rafrettur eða aðra nikótíngjafa til að hætta sígarettureykingum verið nokkuð svipaður. Af þeim sem vilja hætta að reykja hefur 7,3% tekist að hætta með rafrettum, 5,8% með nikótínplástrum og 4,2% með lyfleysu. Óvissan um heilsufarsafleiðingar notkunar rafretta er mikil, en þó er vitað að þær eru alls ekki skaðlausar. Því er enn ráðlagt að nota frekar aðra nikótíngjafa en rafrettur.Margar hættur sem fylgja rafrettum Hættur sem fylgja rafrettum eru margar, ekki síst það að viðhalda nikótínneyslunni í samfélaginu. Háskalegt er að sjá að tóbaksframleiðendur eru mættir á svæðið. Þeir stýra stórum hluta rafrettuiðnaðarins og hafa hingað til látið sig lítið varða hagsmuni neytenda vegna afleiðinga tóbaksreykinga. Afar ólíklegt er að þeir muni vara okkur við hættum tengdum rafrettum. Rafrettugufa er ertandi fyrir lungun og hefur neikvæð áhrif á öndunarstarfsemi. Efnið díasetýl er notað í bragðefni fyrir rafrettur og reyndar líka í matvælaframleiðslu. Það gefur tilefni til að hafa áhyggjur, því það getur valdið hættulegum bráðum lungnasjúkdómi hjá fólki þar sem það er notað í iðnaði (“popcorn lung” hjá starfsmönnum í örbylgjupoppsiðnaðinum) og því ástæða til að setja varnagla við það þegar fólk andar að sér þessu efni með rafrettueiminum. Eitrunartilfellum meðal barna yngri en fimm ára hefur fjölgað verulega samhliða útbreiðslu rafrettunnar. Ófrískar konur ættu ekki að nota rafrettur því nikótín er skaðlegt fóstrinu og getur aukið hættu á ungbarnadauða.Langtímaafleiðingar ekki þekktar Mikilvægt er að hafa í huga að einungis um tíu ár eru liðin síðan rafrettur komu fyrst á markað í Kína og enn styttra síðan þær urðu fáanlegar í vestrænum löndum. Það er því allt of snemmt að segja til um mögulega skaðsemi þeirra því ætla má að það taki að minnsta kosti um 15-20 ár að koma í ljós hvort þær valdi alvarlegu heilsutjóni. Vel má vera að rafrettur geti leyst sígarettur af hólmi fyrir vissa einstaklinga. Engu að síður þurfum við að vera vakandi fyrir mögulegum skaða af völdum þeirra. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur rannsakað bragðefnin og komist að því að sum innihalda formaldehýð sem er þekkt krabbameinsvaldandi efni.Hver á að gæta hagsmuna barna? Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að sala á rafrettum muni margfaldast á næstu árum. Við getum ekki ætlast til þess að börn séu upplýst um mögulega skaðsemi rafretta á sama tíma og við seljum bragðefni fyrir rafrettur innan um sælgæti. Við getum þó verið alveg viss um að framleiðendur munu ekki gæta hagsmuna okkar eða barna okkar. Það tók okkur meira en fimmtíu ár að viðurkenna skaðsemi sígarettureyks. Það mun taka að minnsta kosti næsta áratug áður en við verðum betur upplýst um heilsufarsafleiðingar rafretta. Heimildir: WHO, Key facts about tobacco. http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs339/en/Rannsóknir & greining, Háskólanum í Reykjavík. Vímuefnaneysla unglinga á Íslandi 1997 til 2015Leventhal AM et al. Association of Electronic Cigarette Use With Initiation of Combustible Tobacco Product Smoking in Early Adolescence. JAMA. 2015 Aug 18;314(7):700-7Bullen C et al. Electronic cigarettes for smoking cessation: a randomised controlled trial. Lancet. 2013 Nov 16;382(9905):1629-37Allen JG. et al. Flavoring Chemicals in E-Cigarettes: Diacetyl, 2,3-Pentanedione, and Acetoin in a Sample of 51 Products,Including Fruit-, Candy-, and Cocktail-Flavored E-Cigarettes.Environ Health Perspect.2015 Dec 8Kreiss K. et al. Clinical Bronchiolitis Obliterans in Workers at a Microwave-Popcorn Plant. N Engl J Med. 2002 Aug 1;347(5):330-8.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun