Peningana eða lífið Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 1. desember 2015 07:00 Hvers konar heilbrigðiskerfi er það sem hættir að gefa sjúku fólki lyfið sem það þarf, daginn eftir að áætlaður lyfjakvóti – eða öllu heldur sjúklingakvóti – hefur verið uppfylltur? Hvernig líður þeim sem tekið hefur slíka ákvörðun? Að ekki sé minnst á þá sem þurfa að útskýra fyrir sjúklingi, kannski ungum krabbameinssjúklingi, að hann fái ekki nauðsynlegt lyf af því hann hafi orðið „of seinn“? Hann hafi nefnilega greinst eftir að „kvóti ársins“ var uppfylltur, til dæmis eftir 15. apríl á þessu ári. Þetta er engu að síður veruleikinn á Íslandi, eftir að tekinn var upp sá háttur að binda greiðsluþátttökuheimild frá lyfjagreiðslunefnd fyrir tiltekin lyf við ákveðinn fjölda sjúklinga. Áður en þessi tilhögun var tekin upp var miðað við að sjúklingur með staðfestan sjúkdóm sem upfyllti ákveðin læknisfræðileg skilyrði fékk lyfið sem hann þurfti óháð því hversu margir aðrir sjúklingar voru að taka það. Afleiðingin af breytingunni er hins vegar sú, að daginn eftir að „kvótinn“ er uppfylltur, getur nýr sjúklingur ekki fengið besta fáanlega lyfið við sínum veikindum. Þannig er staðan í dag, séu læknar að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðuneytið setur, sem maður skyldi ætla. Strax í apríl síðastliðnum var heilbrigðisráðherra gerð grein fyrir því, með bréfi frá formanni lyfjanefndar LSH (dags. 15. apríl 2015), að þá þegar væru fullnýttar allar heimildir fyrir krabbameinslyfin Jevtana og Kadcyla, gigtarlyfið Benlysta og augnlyfin Ozurdex og Eylea, og að nýir sjúklingar sem þyrftu á lyfjunum að halda fengju þau ekki lengur. Bréf lyfjanefndar er grafalvarlegur vitnisburður um hve þungbært það er fyrir lækna að fara eftir þessum reglum. Þar er bent á að það misrétti sem felst í því að setja kvóta á fjölda sjúklinga sé óásættanlegt, auk þess setji það lækna „í þá erfiðu stöðu að útskýra fyrir sjúklingi sínum að nauðsynlegt lyf standi honum ekki til boða vegna þess að ákveðnum fjölda sjúklinga hafi þegar verið náð“. Er því næst skorað á ráðherra að afnema fjöldatakmörkun sjúklinga varðandi ákveðin lyf hið fyrsta. Bréf ráðherra ömurleg lesning Svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við þessu ákalli (dags. 21. apríl 2015) er ömurleg lesning. Ráðherrann vísar til fjárheimilda sem ákveðnar séu af Alþingi á fjárlögum hvers árs og þess vegna sé „nauðsynlegt að forgangsraða“ og „gæta aðhalds“. Í 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu (40/2007) er kveðið á um rétt fólks til þess að njóta „fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði“. Réttur fólks að þessu leyti byggir á 76. gr. stjórnarskrárinnar og birtist einnig í félagsmálasáttmála Evrópu og alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland er aðili að. Það er þess vegna snautleg afgreiðsla – en segir auðvitað sína sögu – að heilbrigðisráðherra skuli vísa til fjárlaga, en ekki heilbrigðislaga, þegar málið snýst um rétt fólks til lífs og lækninga. Hvers konar samfélag er það sem virðir ekki sín eigin grunngildi, sína eigin löggjöf og stjórnarskrá, gagnvart veikum samborgurum sínum? Hvers konar stjórnvöld eru það sem setja fjárveitingar ofar réttinum til lífs og lækninga? Það er auðvitað með öllu óásættanlegt að læknum sé gert að neita sjúklingum sem standa frammi fyrir hættulegum sjúkdómum um þá lyfjagjöf sem væri þeim fyrir bestu vegna þess að of margir hafi fengið lyfið á undan viðkomandi. Einn af hornsteinum siðaðra samfélaga er heilbrigðiskerfið og sú samfélagssátt sem aldrei fyrr hefur verið rofin á Íslandi að hlúð skuli að veiku fólki án þess að því sé mismunað. Með öðrum orðum: Það er forgangsmál að heilbrigði og heilsa séu í fyrirrúmi, og að sá réttur gangi ofar fjárlögum. Líf er líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers konar heilbrigðiskerfi er það sem hættir að gefa sjúku fólki lyfið sem það þarf, daginn eftir að áætlaður lyfjakvóti – eða öllu heldur sjúklingakvóti – hefur verið uppfylltur? Hvernig líður þeim sem tekið hefur slíka ákvörðun? Að ekki sé minnst á þá sem þurfa að útskýra fyrir sjúklingi, kannski ungum krabbameinssjúklingi, að hann fái ekki nauðsynlegt lyf af því hann hafi orðið „of seinn“? Hann hafi nefnilega greinst eftir að „kvóti ársins“ var uppfylltur, til dæmis eftir 15. apríl á þessu ári. Þetta er engu að síður veruleikinn á Íslandi, eftir að tekinn var upp sá háttur að binda greiðsluþátttökuheimild frá lyfjagreiðslunefnd fyrir tiltekin lyf við ákveðinn fjölda sjúklinga. Áður en þessi tilhögun var tekin upp var miðað við að sjúklingur með staðfestan sjúkdóm sem upfyllti ákveðin læknisfræðileg skilyrði fékk lyfið sem hann þurfti óháð því hversu margir aðrir sjúklingar voru að taka það. Afleiðingin af breytingunni er hins vegar sú, að daginn eftir að „kvótinn“ er uppfylltur, getur nýr sjúklingur ekki fengið besta fáanlega lyfið við sínum veikindum. Þannig er staðan í dag, séu læknar að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðuneytið setur, sem maður skyldi ætla. Strax í apríl síðastliðnum var heilbrigðisráðherra gerð grein fyrir því, með bréfi frá formanni lyfjanefndar LSH (dags. 15. apríl 2015), að þá þegar væru fullnýttar allar heimildir fyrir krabbameinslyfin Jevtana og Kadcyla, gigtarlyfið Benlysta og augnlyfin Ozurdex og Eylea, og að nýir sjúklingar sem þyrftu á lyfjunum að halda fengju þau ekki lengur. Bréf lyfjanefndar er grafalvarlegur vitnisburður um hve þungbært það er fyrir lækna að fara eftir þessum reglum. Þar er bent á að það misrétti sem felst í því að setja kvóta á fjölda sjúklinga sé óásættanlegt, auk þess setji það lækna „í þá erfiðu stöðu að útskýra fyrir sjúklingi sínum að nauðsynlegt lyf standi honum ekki til boða vegna þess að ákveðnum fjölda sjúklinga hafi þegar verið náð“. Er því næst skorað á ráðherra að afnema fjöldatakmörkun sjúklinga varðandi ákveðin lyf hið fyrsta. Bréf ráðherra ömurleg lesning Svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við þessu ákalli (dags. 21. apríl 2015) er ömurleg lesning. Ráðherrann vísar til fjárheimilda sem ákveðnar séu af Alþingi á fjárlögum hvers árs og þess vegna sé „nauðsynlegt að forgangsraða“ og „gæta aðhalds“. Í 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu (40/2007) er kveðið á um rétt fólks til þess að njóta „fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði“. Réttur fólks að þessu leyti byggir á 76. gr. stjórnarskrárinnar og birtist einnig í félagsmálasáttmála Evrópu og alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland er aðili að. Það er þess vegna snautleg afgreiðsla – en segir auðvitað sína sögu – að heilbrigðisráðherra skuli vísa til fjárlaga, en ekki heilbrigðislaga, þegar málið snýst um rétt fólks til lífs og lækninga. Hvers konar samfélag er það sem virðir ekki sín eigin grunngildi, sína eigin löggjöf og stjórnarskrá, gagnvart veikum samborgurum sínum? Hvers konar stjórnvöld eru það sem setja fjárveitingar ofar réttinum til lífs og lækninga? Það er auðvitað með öllu óásættanlegt að læknum sé gert að neita sjúklingum sem standa frammi fyrir hættulegum sjúkdómum um þá lyfjagjöf sem væri þeim fyrir bestu vegna þess að of margir hafi fengið lyfið á undan viðkomandi. Einn af hornsteinum siðaðra samfélaga er heilbrigðiskerfið og sú samfélagssátt sem aldrei fyrr hefur verið rofin á Íslandi að hlúð skuli að veiku fólki án þess að því sé mismunað. Með öðrum orðum: Það er forgangsmál að heilbrigði og heilsa séu í fyrirrúmi, og að sá réttur gangi ofar fjárlögum. Líf er líf.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun