Segir karlfauska eiga erfitt með að sætta sig við ráðningu Þóru Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2015 10:06 Gunnar Smári tekur upp hanskann fyrir Þóru og sendir forsetanum kaldar kveðjur. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttatímans tekur upp hanskann fyrir Þóru Tómasdóttur, samritstjóra sinn í Facebook-færslu nú í morgunsárið. Þóra hefur mátt sæta gagnrýni manna á borð við Hannes Hólmstein Gissurarson og Andrésar Magnússonar og er meðal annars sökuð um aldursfordóma vegna orða sinna um Ólaf Ragnar Grímsson forseta í sjónvarpsþætti Björns Inga Hrafnssonar á Stöð 2 – Eyjunni; að Ísland þyrfti ekki forseta á áttræðisaldri til að leiða sig í gegnum skrýtna tíma. Lýðræðið væri svarið. Eyjan gerir sér mat úr þessari gagnrýni á orð Þóru og við þá umfjöllun tengir Gunnar Smári.Reynt að banka unga konu niðurGunnar Smári gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og telur þessi orð sprottin af þeim rótum að þeir eigi erfitt með að sætta sig við að ung kona hafi verið ráðin á ritstjórastól. „Þótt tímarnir séu blessunarlega að breytast þá lifir enn í fornum glæðum sem eiga erfitt með sætta sig við breytingarnar. Þannig eiga margir karlfauskar erfitt með að sætta sig við að ung kona sé ráðinn ritstjóri á fjölmiðil og reyna að banka hana niður og siða hana til um leið og það fréttist,“ skrifar Gunnar Smári á Facebooksíðu sína og bætir við: „Þegar minn ágæti tilvonandi meðritstjóri, Þóra Tómasdóttir, benti á það í spjallþætti (sem annars enginn hlustar á) hversu fáránleg hugmynd það væri að þjóðin kæmist ekki í gegnum óvissutíma án leiðsagnar og verndar eins manns á áttræðisaldri ruku karlarnir upp, köstuðu yfir sig ösku af hneykslan og héldu því fram að ritstjórinn tilvonandi væri að níðast á varnarlausum manni í undirsettri stöðu í mannfélaginu.“Að neðan má sjá umræddan þátt Eyjunnar þar sem Kolbrún Bergþórsdóttir og Þóra Tómasdóttir ræddu stöðu forsetans.Forsetinn gerir út á ótta sem hann elur á sjálfurGunnar Smári beinir næst spjótum sínum að forsetanum sjálfum: „Auðvitað er það fullkomin þvæla að Íslendingar þurfi á leiðsögn Ólafs Ragnars að halda í gegnum óvissuna sem framtíðin geymir. Í raun myndi það litlu breyta fyrir þjóðina þótt Ólafur Ragnar hefði aldrei fæðst. Ólafur Ragnar hefur svo lítið að gefa þjóð sinni að eina von hans til að hanga í starfi er að planta ugg í hræddar sálir og bjóða þeim síðan vernd gegn óttanum sem hann hefur sjálfur magnað upp. Það er svo aukaatriði að Ólafur Ragnar er á áttræðisaldri en hins vegar fullkomlega eðlilegt að benda á það í samhengi við það hlutverk hann Ólafur Ragnar ætlar sér sem einu vörn þjóðarinnar; eini skarpi hugur lýðveldisins og eini óbeygði vilji landsins. Hann er að sækja um starf til næstu fjögurra ára en er kominn á þann aldur að óheimilt væri að ráða hann til annarra starfa á vegum ríkisins.“Framboð Ólafs Ragnars hálfgert svindl Gunnar Smári má heita sérfróður um Ólaf Ragnar Grímsson en fljótlega eftir að hann tók við embætti árið 1996 skrifaði hann Bessastaðabækurnar, grínbók um Ólaf Ragnar á Bessastöðum. Gunnar Smári lýkur svo pistli sínum á því að undirstrika orða samritstjóra síns: „Þóra var því ekki að vísa til einkanlegra fordóma heldur almennra og viðurkenndra sanninda í samfélaginu sem markað hafa lög og reglur þess. Þar sem framboð Ólafs Ragnars gengur á svig við þessar meginreglur er sjálfsagt að benda á þessi sannindi í samhengi við þá heimskulegu óttahugmynd að þjóðin hafi þörf fyrir einn sterkan leiðtoga á óvissutímum.Þótt tímarnir séu blessunarlega að breytast þá lifir enn í fornum glæðum sem eiga erfitt með sætta sig við...Posted by Gunnar Smári Egilsson on 1. desember 2015 Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttatímans tekur upp hanskann fyrir Þóru Tómasdóttur, samritstjóra sinn í Facebook-færslu nú í morgunsárið. Þóra hefur mátt sæta gagnrýni manna á borð við Hannes Hólmstein Gissurarson og Andrésar Magnússonar og er meðal annars sökuð um aldursfordóma vegna orða sinna um Ólaf Ragnar Grímsson forseta í sjónvarpsþætti Björns Inga Hrafnssonar á Stöð 2 – Eyjunni; að Ísland þyrfti ekki forseta á áttræðisaldri til að leiða sig í gegnum skrýtna tíma. Lýðræðið væri svarið. Eyjan gerir sér mat úr þessari gagnrýni á orð Þóru og við þá umfjöllun tengir Gunnar Smári.Reynt að banka unga konu niðurGunnar Smári gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og telur þessi orð sprottin af þeim rótum að þeir eigi erfitt með að sætta sig við að ung kona hafi verið ráðin á ritstjórastól. „Þótt tímarnir séu blessunarlega að breytast þá lifir enn í fornum glæðum sem eiga erfitt með sætta sig við breytingarnar. Þannig eiga margir karlfauskar erfitt með að sætta sig við að ung kona sé ráðinn ritstjóri á fjölmiðil og reyna að banka hana niður og siða hana til um leið og það fréttist,“ skrifar Gunnar Smári á Facebooksíðu sína og bætir við: „Þegar minn ágæti tilvonandi meðritstjóri, Þóra Tómasdóttir, benti á það í spjallþætti (sem annars enginn hlustar á) hversu fáránleg hugmynd það væri að þjóðin kæmist ekki í gegnum óvissutíma án leiðsagnar og verndar eins manns á áttræðisaldri ruku karlarnir upp, köstuðu yfir sig ösku af hneykslan og héldu því fram að ritstjórinn tilvonandi væri að níðast á varnarlausum manni í undirsettri stöðu í mannfélaginu.“Að neðan má sjá umræddan þátt Eyjunnar þar sem Kolbrún Bergþórsdóttir og Þóra Tómasdóttir ræddu stöðu forsetans.Forsetinn gerir út á ótta sem hann elur á sjálfurGunnar Smári beinir næst spjótum sínum að forsetanum sjálfum: „Auðvitað er það fullkomin þvæla að Íslendingar þurfi á leiðsögn Ólafs Ragnars að halda í gegnum óvissuna sem framtíðin geymir. Í raun myndi það litlu breyta fyrir þjóðina þótt Ólafur Ragnar hefði aldrei fæðst. Ólafur Ragnar hefur svo lítið að gefa þjóð sinni að eina von hans til að hanga í starfi er að planta ugg í hræddar sálir og bjóða þeim síðan vernd gegn óttanum sem hann hefur sjálfur magnað upp. Það er svo aukaatriði að Ólafur Ragnar er á áttræðisaldri en hins vegar fullkomlega eðlilegt að benda á það í samhengi við það hlutverk hann Ólafur Ragnar ætlar sér sem einu vörn þjóðarinnar; eini skarpi hugur lýðveldisins og eini óbeygði vilji landsins. Hann er að sækja um starf til næstu fjögurra ára en er kominn á þann aldur að óheimilt væri að ráða hann til annarra starfa á vegum ríkisins.“Framboð Ólafs Ragnars hálfgert svindl Gunnar Smári má heita sérfróður um Ólaf Ragnar Grímsson en fljótlega eftir að hann tók við embætti árið 1996 skrifaði hann Bessastaðabækurnar, grínbók um Ólaf Ragnar á Bessastöðum. Gunnar Smári lýkur svo pistli sínum á því að undirstrika orða samritstjóra síns: „Þóra var því ekki að vísa til einkanlegra fordóma heldur almennra og viðurkenndra sanninda í samfélaginu sem markað hafa lög og reglur þess. Þar sem framboð Ólafs Ragnars gengur á svig við þessar meginreglur er sjálfsagt að benda á þessi sannindi í samhengi við þá heimskulegu óttahugmynd að þjóðin hafi þörf fyrir einn sterkan leiðtoga á óvissutímum.Þótt tímarnir séu blessunarlega að breytast þá lifir enn í fornum glæðum sem eiga erfitt með sætta sig við...Posted by Gunnar Smári Egilsson on 1. desember 2015
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels