„Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2015 10:09 Gylfi Ingvarsson. vísir/vilhelm Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir stöðuna sem upp sé komin ótrúverðuga. Ljóst sé að ekki sé um kjaradeilu að ræða og telur hugsanlegt að stjórnendur hyggist loka álverinu alfarið. „Við fengum staðfestingu á því að það sem þeir eru að tala um, einhver 43 störf, að fyrirtækið spari 45 milljónir á ári með því að ná þessu í gegn. Það er bara djók. Ef fyrirtæki sem veltir milljörðum stendur og fellur með 45 milljónum króna á ári, þá er eitthvað annað á bak við það,“ sagði Gylfi í Bítinu í morgun. Boðuðu verkfalli starfsmanna álversins í Straumsvík var aflýst í gærkvöldi. Kjaradeilan er þó enn óleyst, meðal annars vegna deilna um kröfu stjórnenda álversins um aukna heimild til verktöku. Gylfi segir ekki koma til greina að starfsfólk semji þannig frá sér störfin. „Það sem rætt hefur verið í kringum okkur er að tilgangur Rio Tinto í þessu er ekki þessi harða deila við okkur heldur eitthvað annað. Annað hvort að reyna að þrýsta fram lækkun á raforkuverði eða eitthvað annað sem við erum ekki aðilar að,“ segir hann. Hugsanlega sé það rétt að loka eigi álverinu innan fimm ára. „Það er hugsanlegt. En þá verða þau að gera það á sínum forsendum, en ekki á forsendum kjaradeilna við starfsmenn fyrirtækisins. Rannveig Rist og co fengu launahækkanir í ársbyrjun og eru búin að semja við alla millistjórnendur en þar hafa ekki verið neinar kröfur um það að þeirra launahækkanir séu háðar einhverjum skilyrðum,“ segir Gylfi. „Þetta er vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug.“ Þá segir hann það hafa sannast á ögurstundu að stjórnendur álversins hafi ekki ætlað sér að semja við starfsfólkið. Ákvörðun um að aflýsa verkfallinu sé ekki til þess fallin að aðstoða eigendur eða stjórnendur fyrirtækisins við að loka álverinu. Áfram verði reynt að knýja fram gerð kjarasamninga. „Við erum enn í þeirri stöðu að við erum enn þá samningslaus og áfram undir verkstjórn ríkissáttsemjara. Aðilar þurfa að halda áfram og það er alltaf mjög súrt fyrir starfsmenn að vinna í því umhverfi að viðsemjendur okkar og atvinnurekandi vilji ekki semja við á á sömu kjörum og á almennum markaði,“ segir Gylfi.Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. 1. desember 2015 11:46 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir stöðuna sem upp sé komin ótrúverðuga. Ljóst sé að ekki sé um kjaradeilu að ræða og telur hugsanlegt að stjórnendur hyggist loka álverinu alfarið. „Við fengum staðfestingu á því að það sem þeir eru að tala um, einhver 43 störf, að fyrirtækið spari 45 milljónir á ári með því að ná þessu í gegn. Það er bara djók. Ef fyrirtæki sem veltir milljörðum stendur og fellur með 45 milljónum króna á ári, þá er eitthvað annað á bak við það,“ sagði Gylfi í Bítinu í morgun. Boðuðu verkfalli starfsmanna álversins í Straumsvík var aflýst í gærkvöldi. Kjaradeilan er þó enn óleyst, meðal annars vegna deilna um kröfu stjórnenda álversins um aukna heimild til verktöku. Gylfi segir ekki koma til greina að starfsfólk semji þannig frá sér störfin. „Það sem rætt hefur verið í kringum okkur er að tilgangur Rio Tinto í þessu er ekki þessi harða deila við okkur heldur eitthvað annað. Annað hvort að reyna að þrýsta fram lækkun á raforkuverði eða eitthvað annað sem við erum ekki aðilar að,“ segir hann. Hugsanlega sé það rétt að loka eigi álverinu innan fimm ára. „Það er hugsanlegt. En þá verða þau að gera það á sínum forsendum, en ekki á forsendum kjaradeilna við starfsmenn fyrirtækisins. Rannveig Rist og co fengu launahækkanir í ársbyrjun og eru búin að semja við alla millistjórnendur en þar hafa ekki verið neinar kröfur um það að þeirra launahækkanir séu háðar einhverjum skilyrðum,“ segir Gylfi. „Þetta er vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug.“ Þá segir hann það hafa sannast á ögurstundu að stjórnendur álversins hafi ekki ætlað sér að semja við starfsfólkið. Ákvörðun um að aflýsa verkfallinu sé ekki til þess fallin að aðstoða eigendur eða stjórnendur fyrirtækisins við að loka álverinu. Áfram verði reynt að knýja fram gerð kjarasamninga. „Við erum enn í þeirri stöðu að við erum enn þá samningslaus og áfram undir verkstjórn ríkissáttsemjara. Aðilar þurfa að halda áfram og það er alltaf mjög súrt fyrir starfsmenn að vinna í því umhverfi að viðsemjendur okkar og atvinnurekandi vilji ekki semja við á á sömu kjörum og á almennum markaði,“ segir Gylfi.Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. 1. desember 2015 11:46 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. 1. desember 2015 11:46
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30