Það er margt líkt með Íranum Conor McGregor og sjálfum Rocky Balboa.
Peningarnir flæða hjá McGregor, hann er að setja heimsmet í fjölda viðtala en gefur samt ekkert eftir í æfingasalnum.
„Ég var að horfa á Rocky III um daginn. Þar á hann sjö bíla, vélmenni kemur með kaffi til hans, hann er líka á fullu í auglýsingum og spjallþáttum. Hann er að missa einbeitingu á meðan mótherji hans, Clubber Lang, er að æfa eins og brjálæðingur og ég gat ekki annað en brosað þegar ég horfði á þetta," sagði McGregor.
„Það er af því ég lifi eins og Rocky. Ég á stór hús, bíla, vélmenni sem færir mér kaffi en á sama tíma er ég samt eins og Clubber Lang. Ég æfi eins og hann en lifi eins og Rocky. Ég er með hið fullkomlega jafnvægi í þessu lífi."
McGregor mætir Jose Aldo í búrinu í Las Vegas þann 12. desember en sama kvöld mætir Gunnar Nelson öðrum Brasilíumanni, Demian Maia.
Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
Ég lifi eins og Rocky Balboa en æfi eins og Clubber Lang

Tengdar fréttir

Ég mun rota Jose Aldo
Það styttist í UFC 194 og Conor McGregor-sýningin er farin á fullt.

Sjáðu hvað Conor er búinn að móðga Aldo oft
Geggjað myndband af öllum mógðunum Conor McGregor í garð Jose Aldo.

Aldo ætlar að svæfa Conor
Conor McGregor hefur hingað til séð um yfirlýsingarnar í aðdraganda bardaga hans og Jose Aldo. Nú er Brasilíumaðurinn farinn að svara fyrir sig.