Karlar eru í miklu meirihluta félagsmanna, eða um 67 prósent, á meðan konur eru aðeins 29 prósent félagsmanna. Félagið er í raun að stærstum hluta samsett karlmönnum á þrítugs og fertugsaldri, samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Karlmenn fæddir á árunum 1976-1995 eru 54 prósent félagsmanna.
Zúistum fjölgaði um 6.620 prósent frá því í októberbyrjun og, eins og fjallað er um í Fréttablaðinu í dag, eru um þriðjungur zúista fyrrverandi sóknarbörn þjóðkirkjunnar, eða 1.025 einstaklingar. Þá eru 1.638 einstaklingar sem áður voru skráðir utan trúfélaga nú skráðir í Zuism.