Kærur um rangar sakargiftir í Hlíðamálinu felldar niður Snærós Sindradóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 4. desember 2015 18:45 Kærur um rangar sakargiftir á hendur tveggja kvenna sem koma við sögu í nauðgunarmálinu í Hlíðunum hafa verið felldar niður hjá lögreglu. Þá hefur kæra um nauðgun á karlmanni í sama máli einnig verið felld niður. Þetta staðfestir Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kærurnar bárust í kjölfar þess að tvær konur lögðu fram nauðgunarkærur á hendur samnemanda sínum í Háskólanum í Reykjavík eftir aðskildar bekkjarskemmtanir í október. Annar maður á fertugsaldri var einnig kærður fyrir seinna atvikið sem átti sér stað í íbúð þess eldri við Miklubraut í Hlíðahverfi. Rannsókn lögreglu á nauðgunarkærum kvennanna tveggja er lokið og hafa þær verið sendar til ríkissaksóknara. Fréttablaðið greindi frá því í nóvember að í íbúðinni hefðu fundist tól sem notuð voru við ofbeldið, svo sem keðjur og svipur. Málið vakti mikinn óhug í samfélaginu og varð til þess að hópur fólks kom saman fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu til að mótmæla því að mennirnir tveir hefðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Nöfn mannanna voru birt á samfélagsmiðlum og í kjölfarið var staðfest að þeir hefðu farið úr landi. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málið kærði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi annars mannsins, konurnar tvær fyrir rangar sakargiftir og aðra þeirra fyrir nauðgun. Í nauðgunarkærunni sagði að konan hefði lagst hjá öðrum manninum, samnemanda sínum, á dýnu á gólfi íbúðarinnar og haft við hann munnmök í nokkrar sekúndur. Maðurinn hefði beðið konuna að hætta sem hún hefði gert. Þessi kæra hefur nú verið felld niður hjá lögreglunni og rannsókn hætt. Kærur á konurnar tvær um rangar sakargiftir hafa sömuleiðis verið felldar niður. Hlíðamálið Tengdar fréttir Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill að gripið verði til aðgerða til að bæta meðferð kynferðisbrota í kerfinu. 28. nóvember 2015 07:00 Skynsamleg viðbrögð? Nýlega voru fimm piltar sýknaðir af ákæru um að nauðga skólasystur sinni. Ekki leikur vafi á að kynmök hafi átt sér stað heldur hvort stúlkan hafi verið þeim samþykk. Stúlkan kærir ofbeldi en piltarnir lýsa hversu gröð hún hafi verið í þá alla, helst sem flesta í einu. 3. desember 2015 07:00 Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Algengara er að þolandi og gerandi þekkist ekki í nauðgunarmálum á Íslandi. 4. desember 2015 06:00 Hlíðamálin komin til saksóknara Fréttablaðið greindi frá rannsókn málanna í síðasta mánuði. 4. desember 2015 13:34 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Sjá meira
Kærur um rangar sakargiftir á hendur tveggja kvenna sem koma við sögu í nauðgunarmálinu í Hlíðunum hafa verið felldar niður hjá lögreglu. Þá hefur kæra um nauðgun á karlmanni í sama máli einnig verið felld niður. Þetta staðfestir Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kærurnar bárust í kjölfar þess að tvær konur lögðu fram nauðgunarkærur á hendur samnemanda sínum í Háskólanum í Reykjavík eftir aðskildar bekkjarskemmtanir í október. Annar maður á fertugsaldri var einnig kærður fyrir seinna atvikið sem átti sér stað í íbúð þess eldri við Miklubraut í Hlíðahverfi. Rannsókn lögreglu á nauðgunarkærum kvennanna tveggja er lokið og hafa þær verið sendar til ríkissaksóknara. Fréttablaðið greindi frá því í nóvember að í íbúðinni hefðu fundist tól sem notuð voru við ofbeldið, svo sem keðjur og svipur. Málið vakti mikinn óhug í samfélaginu og varð til þess að hópur fólks kom saman fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu til að mótmæla því að mennirnir tveir hefðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Nöfn mannanna voru birt á samfélagsmiðlum og í kjölfarið var staðfest að þeir hefðu farið úr landi. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málið kærði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi annars mannsins, konurnar tvær fyrir rangar sakargiftir og aðra þeirra fyrir nauðgun. Í nauðgunarkærunni sagði að konan hefði lagst hjá öðrum manninum, samnemanda sínum, á dýnu á gólfi íbúðarinnar og haft við hann munnmök í nokkrar sekúndur. Maðurinn hefði beðið konuna að hætta sem hún hefði gert. Þessi kæra hefur nú verið felld niður hjá lögreglunni og rannsókn hætt. Kærur á konurnar tvær um rangar sakargiftir hafa sömuleiðis verið felldar niður.
Hlíðamálið Tengdar fréttir Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill að gripið verði til aðgerða til að bæta meðferð kynferðisbrota í kerfinu. 28. nóvember 2015 07:00 Skynsamleg viðbrögð? Nýlega voru fimm piltar sýknaðir af ákæru um að nauðga skólasystur sinni. Ekki leikur vafi á að kynmök hafi átt sér stað heldur hvort stúlkan hafi verið þeim samþykk. Stúlkan kærir ofbeldi en piltarnir lýsa hversu gröð hún hafi verið í þá alla, helst sem flesta í einu. 3. desember 2015 07:00 Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Algengara er að þolandi og gerandi þekkist ekki í nauðgunarmálum á Íslandi. 4. desember 2015 06:00 Hlíðamálin komin til saksóknara Fréttablaðið greindi frá rannsókn málanna í síðasta mánuði. 4. desember 2015 13:34 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Sjá meira
Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill að gripið verði til aðgerða til að bæta meðferð kynferðisbrota í kerfinu. 28. nóvember 2015 07:00
Skynsamleg viðbrögð? Nýlega voru fimm piltar sýknaðir af ákæru um að nauðga skólasystur sinni. Ekki leikur vafi á að kynmök hafi átt sér stað heldur hvort stúlkan hafi verið þeim samþykk. Stúlkan kærir ofbeldi en piltarnir lýsa hversu gröð hún hafi verið í þá alla, helst sem flesta í einu. 3. desember 2015 07:00
Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Algengara er að þolandi og gerandi þekkist ekki í nauðgunarmálum á Íslandi. 4. desember 2015 06:00
Hlíðamálin komin til saksóknara Fréttablaðið greindi frá rannsókn málanna í síðasta mánuði. 4. desember 2015 13:34
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði