Maður gerir kröfur til þess að lykilleikmenn ÍR séu í betra standi Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. desember 2015 13:30 Bjarni, spilandi þjálfari ÍR, í leik með liðinu í vor. Vísir/Andri Marinó Handboltasérfræðingarnir Guðjón Guðmundsson og Einar Jónsson ræddu spilamennsku ÍR undanfarnar vikur í Olís-deild karla í Akraborginni í gær en þeir ræddu hvort lykilleikmenn liðsins væru einfaldlega ekki í nægilega góðu formi. „Þetta ÍR lið er alveg heillum horfið. Þeir voru að fá inn Jón Heiðar og Daníel Berg og það kemur til með að hjálpa þeim. Þeir gerðu vel í leiknum gegn Val og kannski var þessi leikur gegn Haukum bara bónusleikur fyrir þá,“ sagði Einar en Guðjón var óánægður með líkamsástand lykilleikmanna liðsins. „Frábærir leikmenn eins og Sturla og Bjarni sem eru að spila í efstu deild, maður gerir kröfu til þessarra manna að þeir séu í standi og þeir eru einfaldlega ekki í nægilega góðu standi. Ef þeir væru í betra standi myndi liðið bætast um 20% að ég tel,“ sagði Gaupi og bætti við: „Þeir eru auðvitað komnir til ára sinna en þetta eru frábærir strákar sem hljóta að geta komið sér í þokkalegt stand til að hjálpa liðinu yfir þá þröskulda sem eru framundan á þessu Íslandsmóti,“ sagði Gaupi og Einar tók undir orð hans. „Í upphafi tímabilsins fannst mér ÍR vera það lið sem virtist vera í besta leikforminu. Þeir voru að spila á 8-9 leikmönnum og á miklum hraða og litu vel út. Ég held að Sturla og Bjarni séu búnir að vera að glíma við meiðsli og það sé verið að tjasla þeim saman milli leikja en maður veit ekki hvað gengur á bak við tjöldin. Ef að lykilmennirnir eru ekki í lagi verður þetta erfitt fyrir þá.“ Guðjón telur að það verði erfitt fyrir ÍR að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. „Þetta verður barátta á milli ÍR, FH og Víkings um að halda sæti sínu í deildinni. Víkingur stendur verst að en ég væri ekki tilbúinn að setja pening á FH né ÍR. Víkingarnir eru á uppleið og þeir eru að mínu mati ekki með verra lið en þessi tvö,“ Olís-deild karla Tengdar fréttir ÍR-ingum skellt aftur á jörðina Haukar halda tveggja stiga forystu á toppi Olísdeildar karla. 3. desember 2015 21:49 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Handboltasérfræðingarnir Guðjón Guðmundsson og Einar Jónsson ræddu spilamennsku ÍR undanfarnar vikur í Olís-deild karla í Akraborginni í gær en þeir ræddu hvort lykilleikmenn liðsins væru einfaldlega ekki í nægilega góðu formi. „Þetta ÍR lið er alveg heillum horfið. Þeir voru að fá inn Jón Heiðar og Daníel Berg og það kemur til með að hjálpa þeim. Þeir gerðu vel í leiknum gegn Val og kannski var þessi leikur gegn Haukum bara bónusleikur fyrir þá,“ sagði Einar en Guðjón var óánægður með líkamsástand lykilleikmanna liðsins. „Frábærir leikmenn eins og Sturla og Bjarni sem eru að spila í efstu deild, maður gerir kröfu til þessarra manna að þeir séu í standi og þeir eru einfaldlega ekki í nægilega góðu standi. Ef þeir væru í betra standi myndi liðið bætast um 20% að ég tel,“ sagði Gaupi og bætti við: „Þeir eru auðvitað komnir til ára sinna en þetta eru frábærir strákar sem hljóta að geta komið sér í þokkalegt stand til að hjálpa liðinu yfir þá þröskulda sem eru framundan á þessu Íslandsmóti,“ sagði Gaupi og Einar tók undir orð hans. „Í upphafi tímabilsins fannst mér ÍR vera það lið sem virtist vera í besta leikforminu. Þeir voru að spila á 8-9 leikmönnum og á miklum hraða og litu vel út. Ég held að Sturla og Bjarni séu búnir að vera að glíma við meiðsli og það sé verið að tjasla þeim saman milli leikja en maður veit ekki hvað gengur á bak við tjöldin. Ef að lykilmennirnir eru ekki í lagi verður þetta erfitt fyrir þá.“ Guðjón telur að það verði erfitt fyrir ÍR að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. „Þetta verður barátta á milli ÍR, FH og Víkings um að halda sæti sínu í deildinni. Víkingur stendur verst að en ég væri ekki tilbúinn að setja pening á FH né ÍR. Víkingarnir eru á uppleið og þeir eru að mínu mati ekki með verra lið en þessi tvö,“
Olís-deild karla Tengdar fréttir ÍR-ingum skellt aftur á jörðina Haukar halda tveggja stiga forystu á toppi Olísdeildar karla. 3. desember 2015 21:49 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
ÍR-ingum skellt aftur á jörðina Haukar halda tveggja stiga forystu á toppi Olísdeildar karla. 3. desember 2015 21:49