Umhverfismál eru lýðheilsumál Kristín Sigurgeirsdóttir og Kristinn Pétursson skrifar 8. desember 2015 11:48 Loftslagsmál eru umhverfismál og umhverfismál efnahagsmál, en efnahagsmál snúast um það hvernig mannfólkið getur best lifað á þessari jörð. Hvernig líf er það sem mannskepnan hefur búið sér í þessum heimkynnum hennar sem eru þau einu mögulegu sem henni gefast í fyrirsjáanlegri framtíð? Það líf er æði margbreytilegt; allt frá því að vera í nokkuð góðri sátt við náttúruna - það köllum við frumstætt líf - og til þeirra lifnaðarhátta ofgnægta sem ganga svo nærri gæðum jarðar að ef allir Jarðarbúar lifðu svo dygði ekki ein Jörð heldur þyrfti margar. En við eigum bara eina Jörð - og þar liggur vandinn. Við, sem teljumst til þróaðri íbúa Jarðar, getum einfaldlega ekki haldið áfram lifnaðarháttum sóunar og mengunar. Því verður að linna. En, hvernig förum við að? Við getum gert æði margt til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar með er ekki sagt að við þurfum að draga úr lífsgæðum okkar. Við þurfum hins vegar að gera hlutina öðruvísi en hingað til. Breytingar á lífsháttunum okkar hafa ekki bara jákvæð áhrif á náttúruna heldur líka á lífsgæði okkar sjálfra. Umhverfismál eru nefnilega líka lýðheilsumál. Skoðum innkaupin okkar og verum gagnrýnin á hvað við borgum fyrir. Eru vörurnar umhverfisvænar? Hverju var kostað til við framleiðslu þeirra? Berast vörurnar til mín um langan veg eða eru þær framleiddar í mínu nærumhverfi? Eru umbúðirnar óþarflega stórar og miklar? Svona höfum við áhrif á vöruframboðið. Veljum vörur sem valda minni losun gróðurhúsalofttegunda, sem verður svo til þess að framboðið breytist til að anna breyttri eftirspurn. Komum á breytingum með buddunni. Temjum okkur nýtni, því það er ekkert nema galið að henda vörum sem búið er að kosta miklu til að framleiða, flytja með flugi/skipi til okkar, og við borgum svo fyrir með launum strits okkar. Við Íslendingar hendum víst 3200 tonnum af textíl í ruslið á ári. Það er þrisvar sinnum meira en við förum með í Rauða krossinn. Samt tekur RKÍ á móti öllum textíl, ónýtum sem nýtum. Framleiðsla á kjöti og mjólkurvörum er orkufrek og losar meira af gróðurhúsalofttegundum en grænmetisræktun. Aukum því hlutfall grænmetis í fæðuvali okkar. Það er ekki bara umhverfisvænt heldur líka hollt. Skoðum líka ferðamáta okkar. Get ég gengið eða hjólað í stað þess að nota bíl? Get ég tekið strætó eða rútu? Get ég samnýtt bíl með öðrum? Mengar bíllinn minn óþarflega mikið? Það að nota virkar samgöngur (ganga eða hjóla) hefur ekki bara mikinn fjárhagslegan sparnað í för með sér heldur líka umhverfislegan. Og síðast en ekki síst nýtur heilsan okkar góðs af því. Veljum sparneytnari bíla og vistvænni orkugjafa og stundum vistvænni akstur. Ábyrgð sveitarfélaganna í umhverfismálum er mikil. Í þeirra höndum er að auðvelda okkur íbúunum að sýna umhverfisábyrgð í verki og móta þannig umhverfisvænt samfélag. Sorphirðan stýrir því þó nokkuð hvernig við flokkum. Öll sveitarfélög ættu að hafa það að markmiði að vera með þriggja tunnu flokkunarkerfi; almennt sorp, endurvinnanlegt og svo lífrænt til moltugerðar. Og allt á að vera gert til þess að minnka hlutfall almenna sorpsins sem fer til urðunar. Og það er á ábyrgð sveitarfélaganna að þétta byggð og haga borga- og bæjaskipulagi svo að fólk geti auðveldlega nýtt sér almenningssamgöngur, hjólað í skólann á sérstökum hjólastígum, að verslun og þjónusta sé innan hverfis en ekki á bílaeyjum á jaðri byggðar. Þetta mun til lengri tíma hafa jákvæð áhrif á umhverfi, lífsgæði og lýðheilsu. Hjá okkur, einstaklingunum fyrst og fremst, liggur ábyrgðin á því hvort mannskepnan eigi sér yfirleitt hugnanlega framtíð hér á jörð; hjá okkur sem allt eigum, okkur sem mörkum dýpstu umhverfissporin. Ábyrgð, en líka böns af tækifærum. Nýtum þau! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsmál eru umhverfismál og umhverfismál efnahagsmál, en efnahagsmál snúast um það hvernig mannfólkið getur best lifað á þessari jörð. Hvernig líf er það sem mannskepnan hefur búið sér í þessum heimkynnum hennar sem eru þau einu mögulegu sem henni gefast í fyrirsjáanlegri framtíð? Það líf er æði margbreytilegt; allt frá því að vera í nokkuð góðri sátt við náttúruna - það köllum við frumstætt líf - og til þeirra lifnaðarhátta ofgnægta sem ganga svo nærri gæðum jarðar að ef allir Jarðarbúar lifðu svo dygði ekki ein Jörð heldur þyrfti margar. En við eigum bara eina Jörð - og þar liggur vandinn. Við, sem teljumst til þróaðri íbúa Jarðar, getum einfaldlega ekki haldið áfram lifnaðarháttum sóunar og mengunar. Því verður að linna. En, hvernig förum við að? Við getum gert æði margt til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar með er ekki sagt að við þurfum að draga úr lífsgæðum okkar. Við þurfum hins vegar að gera hlutina öðruvísi en hingað til. Breytingar á lífsháttunum okkar hafa ekki bara jákvæð áhrif á náttúruna heldur líka á lífsgæði okkar sjálfra. Umhverfismál eru nefnilega líka lýðheilsumál. Skoðum innkaupin okkar og verum gagnrýnin á hvað við borgum fyrir. Eru vörurnar umhverfisvænar? Hverju var kostað til við framleiðslu þeirra? Berast vörurnar til mín um langan veg eða eru þær framleiddar í mínu nærumhverfi? Eru umbúðirnar óþarflega stórar og miklar? Svona höfum við áhrif á vöruframboðið. Veljum vörur sem valda minni losun gróðurhúsalofttegunda, sem verður svo til þess að framboðið breytist til að anna breyttri eftirspurn. Komum á breytingum með buddunni. Temjum okkur nýtni, því það er ekkert nema galið að henda vörum sem búið er að kosta miklu til að framleiða, flytja með flugi/skipi til okkar, og við borgum svo fyrir með launum strits okkar. Við Íslendingar hendum víst 3200 tonnum af textíl í ruslið á ári. Það er þrisvar sinnum meira en við förum með í Rauða krossinn. Samt tekur RKÍ á móti öllum textíl, ónýtum sem nýtum. Framleiðsla á kjöti og mjólkurvörum er orkufrek og losar meira af gróðurhúsalofttegundum en grænmetisræktun. Aukum því hlutfall grænmetis í fæðuvali okkar. Það er ekki bara umhverfisvænt heldur líka hollt. Skoðum líka ferðamáta okkar. Get ég gengið eða hjólað í stað þess að nota bíl? Get ég tekið strætó eða rútu? Get ég samnýtt bíl með öðrum? Mengar bíllinn minn óþarflega mikið? Það að nota virkar samgöngur (ganga eða hjóla) hefur ekki bara mikinn fjárhagslegan sparnað í för með sér heldur líka umhverfislegan. Og síðast en ekki síst nýtur heilsan okkar góðs af því. Veljum sparneytnari bíla og vistvænni orkugjafa og stundum vistvænni akstur. Ábyrgð sveitarfélaganna í umhverfismálum er mikil. Í þeirra höndum er að auðvelda okkur íbúunum að sýna umhverfisábyrgð í verki og móta þannig umhverfisvænt samfélag. Sorphirðan stýrir því þó nokkuð hvernig við flokkum. Öll sveitarfélög ættu að hafa það að markmiði að vera með þriggja tunnu flokkunarkerfi; almennt sorp, endurvinnanlegt og svo lífrænt til moltugerðar. Og allt á að vera gert til þess að minnka hlutfall almenna sorpsins sem fer til urðunar. Og það er á ábyrgð sveitarfélaganna að þétta byggð og haga borga- og bæjaskipulagi svo að fólk geti auðveldlega nýtt sér almenningssamgöngur, hjólað í skólann á sérstökum hjólastígum, að verslun og þjónusta sé innan hverfis en ekki á bílaeyjum á jaðri byggðar. Þetta mun til lengri tíma hafa jákvæð áhrif á umhverfi, lífsgæði og lýðheilsu. Hjá okkur, einstaklingunum fyrst og fremst, liggur ábyrgðin á því hvort mannskepnan eigi sér yfirleitt hugnanlega framtíð hér á jörð; hjá okkur sem allt eigum, okkur sem mörkum dýpstu umhverfissporin. Ábyrgð, en líka böns af tækifærum. Nýtum þau!
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun