Umhverfismál eru lýðheilsumál Kristín Sigurgeirsdóttir og Kristinn Pétursson skrifar 8. desember 2015 11:48 Loftslagsmál eru umhverfismál og umhverfismál efnahagsmál, en efnahagsmál snúast um það hvernig mannfólkið getur best lifað á þessari jörð. Hvernig líf er það sem mannskepnan hefur búið sér í þessum heimkynnum hennar sem eru þau einu mögulegu sem henni gefast í fyrirsjáanlegri framtíð? Það líf er æði margbreytilegt; allt frá því að vera í nokkuð góðri sátt við náttúruna - það köllum við frumstætt líf - og til þeirra lifnaðarhátta ofgnægta sem ganga svo nærri gæðum jarðar að ef allir Jarðarbúar lifðu svo dygði ekki ein Jörð heldur þyrfti margar. En við eigum bara eina Jörð - og þar liggur vandinn. Við, sem teljumst til þróaðri íbúa Jarðar, getum einfaldlega ekki haldið áfram lifnaðarháttum sóunar og mengunar. Því verður að linna. En, hvernig förum við að? Við getum gert æði margt til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar með er ekki sagt að við þurfum að draga úr lífsgæðum okkar. Við þurfum hins vegar að gera hlutina öðruvísi en hingað til. Breytingar á lífsháttunum okkar hafa ekki bara jákvæð áhrif á náttúruna heldur líka á lífsgæði okkar sjálfra. Umhverfismál eru nefnilega líka lýðheilsumál. Skoðum innkaupin okkar og verum gagnrýnin á hvað við borgum fyrir. Eru vörurnar umhverfisvænar? Hverju var kostað til við framleiðslu þeirra? Berast vörurnar til mín um langan veg eða eru þær framleiddar í mínu nærumhverfi? Eru umbúðirnar óþarflega stórar og miklar? Svona höfum við áhrif á vöruframboðið. Veljum vörur sem valda minni losun gróðurhúsalofttegunda, sem verður svo til þess að framboðið breytist til að anna breyttri eftirspurn. Komum á breytingum með buddunni. Temjum okkur nýtni, því það er ekkert nema galið að henda vörum sem búið er að kosta miklu til að framleiða, flytja með flugi/skipi til okkar, og við borgum svo fyrir með launum strits okkar. Við Íslendingar hendum víst 3200 tonnum af textíl í ruslið á ári. Það er þrisvar sinnum meira en við förum með í Rauða krossinn. Samt tekur RKÍ á móti öllum textíl, ónýtum sem nýtum. Framleiðsla á kjöti og mjólkurvörum er orkufrek og losar meira af gróðurhúsalofttegundum en grænmetisræktun. Aukum því hlutfall grænmetis í fæðuvali okkar. Það er ekki bara umhverfisvænt heldur líka hollt. Skoðum líka ferðamáta okkar. Get ég gengið eða hjólað í stað þess að nota bíl? Get ég tekið strætó eða rútu? Get ég samnýtt bíl með öðrum? Mengar bíllinn minn óþarflega mikið? Það að nota virkar samgöngur (ganga eða hjóla) hefur ekki bara mikinn fjárhagslegan sparnað í för með sér heldur líka umhverfislegan. Og síðast en ekki síst nýtur heilsan okkar góðs af því. Veljum sparneytnari bíla og vistvænni orkugjafa og stundum vistvænni akstur. Ábyrgð sveitarfélaganna í umhverfismálum er mikil. Í þeirra höndum er að auðvelda okkur íbúunum að sýna umhverfisábyrgð í verki og móta þannig umhverfisvænt samfélag. Sorphirðan stýrir því þó nokkuð hvernig við flokkum. Öll sveitarfélög ættu að hafa það að markmiði að vera með þriggja tunnu flokkunarkerfi; almennt sorp, endurvinnanlegt og svo lífrænt til moltugerðar. Og allt á að vera gert til þess að minnka hlutfall almenna sorpsins sem fer til urðunar. Og það er á ábyrgð sveitarfélaganna að þétta byggð og haga borga- og bæjaskipulagi svo að fólk geti auðveldlega nýtt sér almenningssamgöngur, hjólað í skólann á sérstökum hjólastígum, að verslun og þjónusta sé innan hverfis en ekki á bílaeyjum á jaðri byggðar. Þetta mun til lengri tíma hafa jákvæð áhrif á umhverfi, lífsgæði og lýðheilsu. Hjá okkur, einstaklingunum fyrst og fremst, liggur ábyrgðin á því hvort mannskepnan eigi sér yfirleitt hugnanlega framtíð hér á jörð; hjá okkur sem allt eigum, okkur sem mörkum dýpstu umhverfissporin. Ábyrgð, en líka böns af tækifærum. Nýtum þau! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsmál eru umhverfismál og umhverfismál efnahagsmál, en efnahagsmál snúast um það hvernig mannfólkið getur best lifað á þessari jörð. Hvernig líf er það sem mannskepnan hefur búið sér í þessum heimkynnum hennar sem eru þau einu mögulegu sem henni gefast í fyrirsjáanlegri framtíð? Það líf er æði margbreytilegt; allt frá því að vera í nokkuð góðri sátt við náttúruna - það köllum við frumstætt líf - og til þeirra lifnaðarhátta ofgnægta sem ganga svo nærri gæðum jarðar að ef allir Jarðarbúar lifðu svo dygði ekki ein Jörð heldur þyrfti margar. En við eigum bara eina Jörð - og þar liggur vandinn. Við, sem teljumst til þróaðri íbúa Jarðar, getum einfaldlega ekki haldið áfram lifnaðarháttum sóunar og mengunar. Því verður að linna. En, hvernig förum við að? Við getum gert æði margt til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar með er ekki sagt að við þurfum að draga úr lífsgæðum okkar. Við þurfum hins vegar að gera hlutina öðruvísi en hingað til. Breytingar á lífsháttunum okkar hafa ekki bara jákvæð áhrif á náttúruna heldur líka á lífsgæði okkar sjálfra. Umhverfismál eru nefnilega líka lýðheilsumál. Skoðum innkaupin okkar og verum gagnrýnin á hvað við borgum fyrir. Eru vörurnar umhverfisvænar? Hverju var kostað til við framleiðslu þeirra? Berast vörurnar til mín um langan veg eða eru þær framleiddar í mínu nærumhverfi? Eru umbúðirnar óþarflega stórar og miklar? Svona höfum við áhrif á vöruframboðið. Veljum vörur sem valda minni losun gróðurhúsalofttegunda, sem verður svo til þess að framboðið breytist til að anna breyttri eftirspurn. Komum á breytingum með buddunni. Temjum okkur nýtni, því það er ekkert nema galið að henda vörum sem búið er að kosta miklu til að framleiða, flytja með flugi/skipi til okkar, og við borgum svo fyrir með launum strits okkar. Við Íslendingar hendum víst 3200 tonnum af textíl í ruslið á ári. Það er þrisvar sinnum meira en við förum með í Rauða krossinn. Samt tekur RKÍ á móti öllum textíl, ónýtum sem nýtum. Framleiðsla á kjöti og mjólkurvörum er orkufrek og losar meira af gróðurhúsalofttegundum en grænmetisræktun. Aukum því hlutfall grænmetis í fæðuvali okkar. Það er ekki bara umhverfisvænt heldur líka hollt. Skoðum líka ferðamáta okkar. Get ég gengið eða hjólað í stað þess að nota bíl? Get ég tekið strætó eða rútu? Get ég samnýtt bíl með öðrum? Mengar bíllinn minn óþarflega mikið? Það að nota virkar samgöngur (ganga eða hjóla) hefur ekki bara mikinn fjárhagslegan sparnað í för með sér heldur líka umhverfislegan. Og síðast en ekki síst nýtur heilsan okkar góðs af því. Veljum sparneytnari bíla og vistvænni orkugjafa og stundum vistvænni akstur. Ábyrgð sveitarfélaganna í umhverfismálum er mikil. Í þeirra höndum er að auðvelda okkur íbúunum að sýna umhverfisábyrgð í verki og móta þannig umhverfisvænt samfélag. Sorphirðan stýrir því þó nokkuð hvernig við flokkum. Öll sveitarfélög ættu að hafa það að markmiði að vera með þriggja tunnu flokkunarkerfi; almennt sorp, endurvinnanlegt og svo lífrænt til moltugerðar. Og allt á að vera gert til þess að minnka hlutfall almenna sorpsins sem fer til urðunar. Og það er á ábyrgð sveitarfélaganna að þétta byggð og haga borga- og bæjaskipulagi svo að fólk geti auðveldlega nýtt sér almenningssamgöngur, hjólað í skólann á sérstökum hjólastígum, að verslun og þjónusta sé innan hverfis en ekki á bílaeyjum á jaðri byggðar. Þetta mun til lengri tíma hafa jákvæð áhrif á umhverfi, lífsgæði og lýðheilsu. Hjá okkur, einstaklingunum fyrst og fremst, liggur ábyrgðin á því hvort mannskepnan eigi sér yfirleitt hugnanlega framtíð hér á jörð; hjá okkur sem allt eigum, okkur sem mörkum dýpstu umhverfissporin. Ábyrgð, en líka böns af tækifærum. Nýtum þau!
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun