Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. desember 2015 10:00 Vísir/Getty Nú eru aðeins nokkrir dagar í að Gunnar Nelson stígi í búrið aftur. Á laugardaginn mætir Gunnar hinum reynda Demian Maia í sínum erfiðasta bardaga á ferlinum. Demian Maia er 38 ára Brasilíumaður sem hefur unnið 21 bardaga og tapað sex. Hann er einn besti gólfglímumaður sögunnar og er til að mynda þrefaldur heimsmeistari svartbeltinga í brasilísku jiu-jitsu. Þá sigraði hann ADCC (sterkasta uppgjafarglímumót heims) árið 2007 og hafnaði í 2. sæti tveimur árum áður. Maia hefur sýnt frábær tilþrif í MMA og sigrað tíu bardaga með uppgjafartökum. Hann barðist áður í millivigt en færði sig niður í veltivigt árið 2012. Í veltivigtinni hefur honum vegnað afar vel og sigrað sex bardaga og tapað tveimur. Síðan hann færði sig niður í veltivigtina hefur hann verið með nánast sömu leikáætlun í öllum bardögum sínum. Um leið og bjallan glymur pressar hann andstæðinginn og hefur nánast alltaf klárað fyrstu felluna eftir 20 sekúndur eða minna. Hann er virkilega góður að tengja fellurnar sínar og fer úr einni fellu yfir í aðra tiltölulega áreynslulaust. Maia notar „single leg“ felluna mjög mikið og þá sérstaklega í fyrstu lotu. Maia er með mjög góðar fellur upp við búrið og hefur tekið sterka glímumenn á borð við Rick Story, Dong Hyun Kim, Chael Sonnen, Jon Fitch og Jake Shields niður við búrið. Upp við búrið krækir hann um aðra löpp andstæðingsins og dregur hann þannig niður eins og sjá má hér. Í gólfinu hefur Maia yfirburði gegn nánast öllum sínum andstæðingum. Það hefur reynst ómögulegt fyrir sterka glímumenn á borð við Jon Fitch og Ryan LaFlare að standa upp eftir að Maia tekur þá niður. Standandi er Maia ekki eins sterkur og í gólfinu. Hann hefur samt aðeins einu sinni verið rotaður (gegn Nate Marquardt) og er nánast aldrei vankaður eða kýldur niður. Þrátt fyrir að hafa mætt sterkum sparkboxurum eiga margir þeirra erfitt með að koma góðum höggum á hann af einhverjum ástæðum. Maia er með óhefðbundinn stíl og það getur ruglað marga. Einnig eru allir andstæðingar hans alltaf með áhyggjur af fellunum hans og eiga þeir því erfitt með að finna taktinn standandi.Nokkrir hlutir til að hafa í huga fyrir bardagann:Getur hann stjórnað Gunnari í gólfinu? Maia hefur náð að stjórna nánast öllum sínum andstæðingum í gólfinu og hefur þeim reynst gífurlega erfitt að komast undan Maia í gólfinu. Gunnar er þó mjög fær í gólfinu líka, tekst honum að standa upp lendi hann undir Maia?Þreytist þegar líður á bardagann: Maia er ekkert unglamb lengur og á það til að þreytast þegar líður á bardagann og þá sérstaklega ef hann er ekki að stjórna bardaganum. Rory MacDonald lét Maia vinna og hafa fyrir hlutunum og var Maia orðinn vel þreyttur um miðbik 2. lotu.Aldrei tapað eftir uppgjafartak: Gunnar Nelson hefur sigrað tíu bardaga með uppgjafartaki en það verður afar erfitt að ná Maia í eitt slíkt. Maia hefur aldrei tapað eftir uppgjafartak í MMA.Tapar bara gegn topp andstæðingum: Af þeim sex bardagamönnum sem hafa unnið Maia hafa fimm af þeim barist um titil. Sigur á Maia gæti sagt okkur ýmislegt um okkar mann.Leið til sigurs: Það er ekkert leyndarmál hvað Maia vill gera. Það er ólíklegt að Maia ætli sér að standa gegn Gunnari lengi. Hann mun pressa Gunnar strax, reyna að ná fellu á fyrstu sekúndunum og vinna þaðan. Þetta gæti hann gert allar þrjár loturnar og sigrað eftir dómaraákvörðun. Áhugasamir geta lesið um leið Gunnars til sigurs á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn Gunnar Nelson heyr sinn sjöunda UFC-bardaga á ferlinum aðfaranótt sunnudags þegar hann glímir við Demian Maia. Stokkhólmur er eini staðurinn þar sem honum hefur ekki tekist að vinna sigur í UFC. 9. desember 2015 07:00 Svona slökkva Gunnar og Conor á kertum | Myndband Strákarnir sýna snerpu sína með því að slökkva á kertum á óvenjulegan hátt. 6. desember 2015 23:00 Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson mætir Demian Maia í Las Vegas Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 194 og mæta Demian Maia. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann vann Brandon Thatch í Las Vegas í júlí. 7. desember 2015 17:23 Gunnar kýlir miklu fastar en Conor | Sjáðu fyrstu dagbókina Gunnar Nelson og Conor McGregor æfðu mjúkar hreyfingar og mældu höggþunga með appi sem undirbúning fyrir bardagakvöldið á laugardaginn. 8. desember 2015 10:00 Minn stærsti bardagi á ferlinum Gunnar Nelson sat fyrir svörum á veitingastað í Los Angeles í nótt. 3. desember 2015 10:45 Ítarlegur upphitunarþáttur um bardaga Aldo og McGregor Það eru aðeins nokkrir dagar í bardaga Jose Aldo og Conor McGregor í Las Vegas og UFC-heimurinn titrar af spennu. 7. desember 2015 14:45 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Nú eru aðeins nokkrir dagar í að Gunnar Nelson stígi í búrið aftur. Á laugardaginn mætir Gunnar hinum reynda Demian Maia í sínum erfiðasta bardaga á ferlinum. Demian Maia er 38 ára Brasilíumaður sem hefur unnið 21 bardaga og tapað sex. Hann er einn besti gólfglímumaður sögunnar og er til að mynda þrefaldur heimsmeistari svartbeltinga í brasilísku jiu-jitsu. Þá sigraði hann ADCC (sterkasta uppgjafarglímumót heims) árið 2007 og hafnaði í 2. sæti tveimur árum áður. Maia hefur sýnt frábær tilþrif í MMA og sigrað tíu bardaga með uppgjafartökum. Hann barðist áður í millivigt en færði sig niður í veltivigt árið 2012. Í veltivigtinni hefur honum vegnað afar vel og sigrað sex bardaga og tapað tveimur. Síðan hann færði sig niður í veltivigtina hefur hann verið með nánast sömu leikáætlun í öllum bardögum sínum. Um leið og bjallan glymur pressar hann andstæðinginn og hefur nánast alltaf klárað fyrstu felluna eftir 20 sekúndur eða minna. Hann er virkilega góður að tengja fellurnar sínar og fer úr einni fellu yfir í aðra tiltölulega áreynslulaust. Maia notar „single leg“ felluna mjög mikið og þá sérstaklega í fyrstu lotu. Maia er með mjög góðar fellur upp við búrið og hefur tekið sterka glímumenn á borð við Rick Story, Dong Hyun Kim, Chael Sonnen, Jon Fitch og Jake Shields niður við búrið. Upp við búrið krækir hann um aðra löpp andstæðingsins og dregur hann þannig niður eins og sjá má hér. Í gólfinu hefur Maia yfirburði gegn nánast öllum sínum andstæðingum. Það hefur reynst ómögulegt fyrir sterka glímumenn á borð við Jon Fitch og Ryan LaFlare að standa upp eftir að Maia tekur þá niður. Standandi er Maia ekki eins sterkur og í gólfinu. Hann hefur samt aðeins einu sinni verið rotaður (gegn Nate Marquardt) og er nánast aldrei vankaður eða kýldur niður. Þrátt fyrir að hafa mætt sterkum sparkboxurum eiga margir þeirra erfitt með að koma góðum höggum á hann af einhverjum ástæðum. Maia er með óhefðbundinn stíl og það getur ruglað marga. Einnig eru allir andstæðingar hans alltaf með áhyggjur af fellunum hans og eiga þeir því erfitt með að finna taktinn standandi.Nokkrir hlutir til að hafa í huga fyrir bardagann:Getur hann stjórnað Gunnari í gólfinu? Maia hefur náð að stjórna nánast öllum sínum andstæðingum í gólfinu og hefur þeim reynst gífurlega erfitt að komast undan Maia í gólfinu. Gunnar er þó mjög fær í gólfinu líka, tekst honum að standa upp lendi hann undir Maia?Þreytist þegar líður á bardagann: Maia er ekkert unglamb lengur og á það til að þreytast þegar líður á bardagann og þá sérstaklega ef hann er ekki að stjórna bardaganum. Rory MacDonald lét Maia vinna og hafa fyrir hlutunum og var Maia orðinn vel þreyttur um miðbik 2. lotu.Aldrei tapað eftir uppgjafartak: Gunnar Nelson hefur sigrað tíu bardaga með uppgjafartaki en það verður afar erfitt að ná Maia í eitt slíkt. Maia hefur aldrei tapað eftir uppgjafartak í MMA.Tapar bara gegn topp andstæðingum: Af þeim sex bardagamönnum sem hafa unnið Maia hafa fimm af þeim barist um titil. Sigur á Maia gæti sagt okkur ýmislegt um okkar mann.Leið til sigurs: Það er ekkert leyndarmál hvað Maia vill gera. Það er ólíklegt að Maia ætli sér að standa gegn Gunnari lengi. Hann mun pressa Gunnar strax, reyna að ná fellu á fyrstu sekúndunum og vinna þaðan. Þetta gæti hann gert allar þrjár loturnar og sigrað eftir dómaraákvörðun. Áhugasamir geta lesið um leið Gunnars til sigurs á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn Gunnar Nelson heyr sinn sjöunda UFC-bardaga á ferlinum aðfaranótt sunnudags þegar hann glímir við Demian Maia. Stokkhólmur er eini staðurinn þar sem honum hefur ekki tekist að vinna sigur í UFC. 9. desember 2015 07:00 Svona slökkva Gunnar og Conor á kertum | Myndband Strákarnir sýna snerpu sína með því að slökkva á kertum á óvenjulegan hátt. 6. desember 2015 23:00 Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson mætir Demian Maia í Las Vegas Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 194 og mæta Demian Maia. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann vann Brandon Thatch í Las Vegas í júlí. 7. desember 2015 17:23 Gunnar kýlir miklu fastar en Conor | Sjáðu fyrstu dagbókina Gunnar Nelson og Conor McGregor æfðu mjúkar hreyfingar og mældu höggþunga með appi sem undirbúning fyrir bardagakvöldið á laugardaginn. 8. desember 2015 10:00 Minn stærsti bardagi á ferlinum Gunnar Nelson sat fyrir svörum á veitingastað í Los Angeles í nótt. 3. desember 2015 10:45 Ítarlegur upphitunarþáttur um bardaga Aldo og McGregor Það eru aðeins nokkrir dagar í bardaga Jose Aldo og Conor McGregor í Las Vegas og UFC-heimurinn titrar af spennu. 7. desember 2015 14:45 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn Gunnar Nelson heyr sinn sjöunda UFC-bardaga á ferlinum aðfaranótt sunnudags þegar hann glímir við Demian Maia. Stokkhólmur er eini staðurinn þar sem honum hefur ekki tekist að vinna sigur í UFC. 9. desember 2015 07:00
Svona slökkva Gunnar og Conor á kertum | Myndband Strákarnir sýna snerpu sína með því að slökkva á kertum á óvenjulegan hátt. 6. desember 2015 23:00
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson mætir Demian Maia í Las Vegas Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 194 og mæta Demian Maia. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann vann Brandon Thatch í Las Vegas í júlí. 7. desember 2015 17:23
Gunnar kýlir miklu fastar en Conor | Sjáðu fyrstu dagbókina Gunnar Nelson og Conor McGregor æfðu mjúkar hreyfingar og mældu höggþunga með appi sem undirbúning fyrir bardagakvöldið á laugardaginn. 8. desember 2015 10:00
Minn stærsti bardagi á ferlinum Gunnar Nelson sat fyrir svörum á veitingastað í Los Angeles í nótt. 3. desember 2015 10:45
Ítarlegur upphitunarþáttur um bardaga Aldo og McGregor Það eru aðeins nokkrir dagar í bardaga Jose Aldo og Conor McGregor í Las Vegas og UFC-heimurinn titrar af spennu. 7. desember 2015 14:45