Umhverfismál og byggingariðnaður Sigríður Björk Jónsdóttir skrifar 9. desember 2015 10:24 Á heimsvísu er talið að byggingariðnaðurinn sé ábyrgur fyrir um 30% af losun gróðurhúsalofttegunda og noti um 40% af framleiddri orku í heiminum. Af þessu má sjá að í umræðunni sem nú fer fram í tengslum við loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í París, þá er aukin umhverfisvitund í byggingariðnaði mikilvægur þáttur sem þjóðir heims þurfa að huga að þótt ekki hafi hann fengið mikla umfjöllun hér á landi í þessu sambandi. Það má ef til vill skýra með lægð í greininni undanfarin ár, og svo því að byggingariðnaðurinn er gjarnan flokkaður með almennum iðnaði þegar verið er að mæla loftslagsáhrif og jafnvel orkunotkun. Áhrif hans eru til dæmis ekki tekinn sérstaklega út í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar um það hvernig draga megi úr kolefnismengun hér á landi. En nú er farið að rofa til á byggingarmarkaði eins og sjá mátti á kynningarfundi Reykjavíkurborgar um uppbyggingaráform fyrir skömmu, og er það ekki síst vegna vegna síaukinnar og vaxandi eftirspurnar á hentugu húsnæði fyrir ungt fólk . En það skiptir máli hvernig byggt er. Bæði almenningur og fyrirtæki eru smám saman að verða æ meðvitaðri um samfélagslega ábyrgð og mikilvægi þess að lágmarka eins og kostur er umhverfisáhrif framkvæmda og gildir þá einu hvort um er að ræða stórar opinberar framkvæmdir, hefðbundnar húsbyggingar fyrir einstaklinga eða jafnvel endurbætur á eldra húsnæði. Þá vakna upp spurningar eins og þær hvort það hafi raunveruleg áhrif á endingu mannvirkis og kostnað framkvæmdar ef við veljum vistvænar og vottaðar byggingavörur umfram aðrar og hvort að aðferðafræði vistvænnar hönnunar hafi áhrif á gæði innilofts og þar með heilsu okkar og vellíðan.Ný tækifæri fylgja breyttum viðmiðumÍ nágrannalöndum okkar hafa þessi mál verið í mikilli þróun undanfarin ár, einkum í þeim löndum þar sem notkun svokallaðra vistvottunarkerfa fyrir bæði byggingar og skipulag er orðinn nokkuð algeng, eins og til dæmis í Noregi og Svíþjóð. Það er óhætt að fullyrða að notkun vistvottunarkerfa fyrir byggingarþar sem þess er krafist að gerð sé grein fyrir bæði uppruna byggingavöru og sett fram vottorð um lífsferilsgreiningu þeirra efna sem notuð eru auk ýmissa annarra þátta eins og lágmörkun orkunotkunarhafi á tiltölulega skömmum tíma stóraukið þekkingu bæði fagfólks og almennings á umhverfisáhrifum bygginga og leiðum til að draga úr þeim. Þessi þróun er að eiga sér stað hér á landi einkum þó þegar kemur að stærri framkvæmdum og má til dæmis nefna verkefni eins og vistvottað fangelsi á Hólmsheiði og nýjan framhaldsskóla í Mosfellsbæ sem dæmi um vistvottaðar byggingar þar sem þessari aðferðarfræði er beitt. Ef vilji er fyrir hendi þá eru ýmsar leiðir færar til að hafa áhrif á þessa þróun, umfram það að gera kröfu um notkun vistvottunarkerfa við stærri framkvæmdir. Fjárhagslegir hvatar geta verið mjög öflug leið til að stýra neyslu samanber lækkun vörugjalda og tolla á bifreiðar sem nota vistvæna orkugjafa. Síðustu áramót voru felld niður vörugjöld af byggingavörum sem er vel, en það mætti í kjölfarið skoða það að lækka virðisaukaskatt á byggingavörum sem eru umhverfisvottaðar með alþjóðlegum merkjum og í samræmi við viðurkennda staðla. Það myndi án efa auka eftirspurn og þar með hafa áhrif á framboð á vistvænum byggingavörum hér á landi. Þá gætu sveitarfélög skoðað möguleika á annars konar ívilnunum í formi lægri gjalda á vistvottað húsnæði auk þess að fjárfestar, bankar og tryggingafélög geta endurskoðað áhættumat fjárfestinga sem eru með umhverfisvottun og til dæmis lækkað vexti og markvisst veitt auknu fjármagni í grænar fjárfestingar. Vistbyggðarráð sem er samstarfsvettvangur um vistvæna þróun manngerðs umhverfis á Íslandi er tilbúið að leggja sitt af mörkunum við að skoða hvers konar ívilnanir verið er að vinna að í nágrannalöndum okkar og í kjölfarið að leggja til leiðir sem hafa jákvæð áhrif til lengri tíma í samvinnu við stjórnvöld og lykilaðila á markaði.Visferilshugsun og vönduð hönnun er nefnilega ekki bara æskileg út frá umhverfissjónarmiði. Ávinningurinn kemur einnig fram í aukinni hagkvæmni framkvæmda, gæðum húsnæðis og þar með virði þeirra verðmæta sem felast í okkar byggða umhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Á heimsvísu er talið að byggingariðnaðurinn sé ábyrgur fyrir um 30% af losun gróðurhúsalofttegunda og noti um 40% af framleiddri orku í heiminum. Af þessu má sjá að í umræðunni sem nú fer fram í tengslum við loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í París, þá er aukin umhverfisvitund í byggingariðnaði mikilvægur þáttur sem þjóðir heims þurfa að huga að þótt ekki hafi hann fengið mikla umfjöllun hér á landi í þessu sambandi. Það má ef til vill skýra með lægð í greininni undanfarin ár, og svo því að byggingariðnaðurinn er gjarnan flokkaður með almennum iðnaði þegar verið er að mæla loftslagsáhrif og jafnvel orkunotkun. Áhrif hans eru til dæmis ekki tekinn sérstaklega út í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar um það hvernig draga megi úr kolefnismengun hér á landi. En nú er farið að rofa til á byggingarmarkaði eins og sjá mátti á kynningarfundi Reykjavíkurborgar um uppbyggingaráform fyrir skömmu, og er það ekki síst vegna vegna síaukinnar og vaxandi eftirspurnar á hentugu húsnæði fyrir ungt fólk . En það skiptir máli hvernig byggt er. Bæði almenningur og fyrirtæki eru smám saman að verða æ meðvitaðri um samfélagslega ábyrgð og mikilvægi þess að lágmarka eins og kostur er umhverfisáhrif framkvæmda og gildir þá einu hvort um er að ræða stórar opinberar framkvæmdir, hefðbundnar húsbyggingar fyrir einstaklinga eða jafnvel endurbætur á eldra húsnæði. Þá vakna upp spurningar eins og þær hvort það hafi raunveruleg áhrif á endingu mannvirkis og kostnað framkvæmdar ef við veljum vistvænar og vottaðar byggingavörur umfram aðrar og hvort að aðferðafræði vistvænnar hönnunar hafi áhrif á gæði innilofts og þar með heilsu okkar og vellíðan.Ný tækifæri fylgja breyttum viðmiðumÍ nágrannalöndum okkar hafa þessi mál verið í mikilli þróun undanfarin ár, einkum í þeim löndum þar sem notkun svokallaðra vistvottunarkerfa fyrir bæði byggingar og skipulag er orðinn nokkuð algeng, eins og til dæmis í Noregi og Svíþjóð. Það er óhætt að fullyrða að notkun vistvottunarkerfa fyrir byggingarþar sem þess er krafist að gerð sé grein fyrir bæði uppruna byggingavöru og sett fram vottorð um lífsferilsgreiningu þeirra efna sem notuð eru auk ýmissa annarra þátta eins og lágmörkun orkunotkunarhafi á tiltölulega skömmum tíma stóraukið þekkingu bæði fagfólks og almennings á umhverfisáhrifum bygginga og leiðum til að draga úr þeim. Þessi þróun er að eiga sér stað hér á landi einkum þó þegar kemur að stærri framkvæmdum og má til dæmis nefna verkefni eins og vistvottað fangelsi á Hólmsheiði og nýjan framhaldsskóla í Mosfellsbæ sem dæmi um vistvottaðar byggingar þar sem þessari aðferðarfræði er beitt. Ef vilji er fyrir hendi þá eru ýmsar leiðir færar til að hafa áhrif á þessa þróun, umfram það að gera kröfu um notkun vistvottunarkerfa við stærri framkvæmdir. Fjárhagslegir hvatar geta verið mjög öflug leið til að stýra neyslu samanber lækkun vörugjalda og tolla á bifreiðar sem nota vistvæna orkugjafa. Síðustu áramót voru felld niður vörugjöld af byggingavörum sem er vel, en það mætti í kjölfarið skoða það að lækka virðisaukaskatt á byggingavörum sem eru umhverfisvottaðar með alþjóðlegum merkjum og í samræmi við viðurkennda staðla. Það myndi án efa auka eftirspurn og þar með hafa áhrif á framboð á vistvænum byggingavörum hér á landi. Þá gætu sveitarfélög skoðað möguleika á annars konar ívilnunum í formi lægri gjalda á vistvottað húsnæði auk þess að fjárfestar, bankar og tryggingafélög geta endurskoðað áhættumat fjárfestinga sem eru með umhverfisvottun og til dæmis lækkað vexti og markvisst veitt auknu fjármagni í grænar fjárfestingar. Vistbyggðarráð sem er samstarfsvettvangur um vistvæna þróun manngerðs umhverfis á Íslandi er tilbúið að leggja sitt af mörkunum við að skoða hvers konar ívilnanir verið er að vinna að í nágrannalöndum okkar og í kjölfarið að leggja til leiðir sem hafa jákvæð áhrif til lengri tíma í samvinnu við stjórnvöld og lykilaðila á markaði.Visferilshugsun og vönduð hönnun er nefnilega ekki bara æskileg út frá umhverfissjónarmiði. Ávinningurinn kemur einnig fram í aukinni hagkvæmni framkvæmda, gæðum húsnæðis og þar með virði þeirra verðmæta sem felast í okkar byggða umhverfi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun