Varla þurrt auga í salnum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 9. desember 2015 20:15 Guðríður Kristín Þórðardóttir formaður hjúkrunarráðs segir að raun hafi allir hjúkrunarfræðingar verið fyrir rétti, og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hún hafi komist í mikla geðshræringu þegar dómurinn var kveðinn upp og brostið í grát. Það gerðu fleiri hjúkrunarfræðingar sem voru mættir til að styðja Ástu Kristínu Andrésdóttur í Héraðsdómi í morgun, það var varla þurrt auga í salnum eftir að sýknudómurinn var kveðinn upp. Það sem byrjaði sem ósköp venjulegur vinnudagur í lífi Ástu Kristínar fyrir þremur árum, snerist upp í martröð. Hún segist glöð að dómararnir hafi trúað henni, hún hafi varla þorað að vonast eftir þessari niðurstöðu enda öllu vön eftir síðustu þrjú ár. Hún segist hlakka til að fara til vinnu án þess að hafa þetta á bakinu. Dómurinn sé afar afgerandi og því varla líklegt að honum verði áfrýjað Hræðilegt mál í alla staði Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala segir að sakamálið gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landsspítalanum hafi verið hræðilegt og tekið á alla bæði starfsfólk spítalans og aðstandendur. Málið hafi allt skapað ákveðna óvissu og það þurfi að tryggja í framtíðinni rannsókn og meðferð slíkra mála til að tryggja sem best öryggi sjúklinga. Angistin ýtir undir mistök Einar Gautur Steingrímsson lögmaður Ástu Kristínar, segist fagna dómnum ákaflega. Ekki bara sem lögmaður heldur einnig sem notandi heilbrigðisþjónustu. Sú angist sem slík málaferli skapi hjá stéttinni ýti undir mistök. Hann segir dóminn staðfesta að lögreglurannsóknin hafi verið misheppnuð frá upphafi. „Allt fór úrskeiðis í rannsókninni á þessum þremur árum, sem liðin eru, en dómskerfið virkaði og það er mikið gleðiefni. Dómurinn er mjög afgerandi um sýknu,“ segir hann. Dómurinn bendir á að ekkert bendi til þess að loftleiðin í svokölluðum kraga hafi verið lokuð. „Það sem líklega gerðist var hins vegar ekki rannsakað, þar sem menn hröpuðu að niðurstöðu. Það er að mati dómsins ekkert sem bendir til þess og í raun útilokað að loftleiðin hafi verið lokuð.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Guðríður Kristín Þórðardóttir formaður hjúkrunarráðs segir að raun hafi allir hjúkrunarfræðingar verið fyrir rétti, og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hún hafi komist í mikla geðshræringu þegar dómurinn var kveðinn upp og brostið í grát. Það gerðu fleiri hjúkrunarfræðingar sem voru mættir til að styðja Ástu Kristínu Andrésdóttur í Héraðsdómi í morgun, það var varla þurrt auga í salnum eftir að sýknudómurinn var kveðinn upp. Það sem byrjaði sem ósköp venjulegur vinnudagur í lífi Ástu Kristínar fyrir þremur árum, snerist upp í martröð. Hún segist glöð að dómararnir hafi trúað henni, hún hafi varla þorað að vonast eftir þessari niðurstöðu enda öllu vön eftir síðustu þrjú ár. Hún segist hlakka til að fara til vinnu án þess að hafa þetta á bakinu. Dómurinn sé afar afgerandi og því varla líklegt að honum verði áfrýjað Hræðilegt mál í alla staði Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala segir að sakamálið gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landsspítalanum hafi verið hræðilegt og tekið á alla bæði starfsfólk spítalans og aðstandendur. Málið hafi allt skapað ákveðna óvissu og það þurfi að tryggja í framtíðinni rannsókn og meðferð slíkra mála til að tryggja sem best öryggi sjúklinga. Angistin ýtir undir mistök Einar Gautur Steingrímsson lögmaður Ástu Kristínar, segist fagna dómnum ákaflega. Ekki bara sem lögmaður heldur einnig sem notandi heilbrigðisþjónustu. Sú angist sem slík málaferli skapi hjá stéttinni ýti undir mistök. Hann segir dóminn staðfesta að lögreglurannsóknin hafi verið misheppnuð frá upphafi. „Allt fór úrskeiðis í rannsókninni á þessum þremur árum, sem liðin eru, en dómskerfið virkaði og það er mikið gleðiefni. Dómurinn er mjög afgerandi um sýknu,“ segir hann. Dómurinn bendir á að ekkert bendi til þess að loftleiðin í svokölluðum kraga hafi verið lokuð. „Það sem líklega gerðist var hins vegar ekki rannsakað, þar sem menn hröpuðu að niðurstöðu. Það er að mati dómsins ekkert sem bendir til þess og í raun útilokað að loftleiðin hafi verið lokuð.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira