Varla þurrt auga í salnum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 9. desember 2015 20:15 Guðríður Kristín Þórðardóttir formaður hjúkrunarráðs segir að raun hafi allir hjúkrunarfræðingar verið fyrir rétti, og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hún hafi komist í mikla geðshræringu þegar dómurinn var kveðinn upp og brostið í grát. Það gerðu fleiri hjúkrunarfræðingar sem voru mættir til að styðja Ástu Kristínu Andrésdóttur í Héraðsdómi í morgun, það var varla þurrt auga í salnum eftir að sýknudómurinn var kveðinn upp. Það sem byrjaði sem ósköp venjulegur vinnudagur í lífi Ástu Kristínar fyrir þremur árum, snerist upp í martröð. Hún segist glöð að dómararnir hafi trúað henni, hún hafi varla þorað að vonast eftir þessari niðurstöðu enda öllu vön eftir síðustu þrjú ár. Hún segist hlakka til að fara til vinnu án þess að hafa þetta á bakinu. Dómurinn sé afar afgerandi og því varla líklegt að honum verði áfrýjað Hræðilegt mál í alla staði Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala segir að sakamálið gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landsspítalanum hafi verið hræðilegt og tekið á alla bæði starfsfólk spítalans og aðstandendur. Málið hafi allt skapað ákveðna óvissu og það þurfi að tryggja í framtíðinni rannsókn og meðferð slíkra mála til að tryggja sem best öryggi sjúklinga. Angistin ýtir undir mistök Einar Gautur Steingrímsson lögmaður Ástu Kristínar, segist fagna dómnum ákaflega. Ekki bara sem lögmaður heldur einnig sem notandi heilbrigðisþjónustu. Sú angist sem slík málaferli skapi hjá stéttinni ýti undir mistök. Hann segir dóminn staðfesta að lögreglurannsóknin hafi verið misheppnuð frá upphafi. „Allt fór úrskeiðis í rannsókninni á þessum þremur árum, sem liðin eru, en dómskerfið virkaði og það er mikið gleðiefni. Dómurinn er mjög afgerandi um sýknu,“ segir hann. Dómurinn bendir á að ekkert bendi til þess að loftleiðin í svokölluðum kraga hafi verið lokuð. „Það sem líklega gerðist var hins vegar ekki rannsakað, þar sem menn hröpuðu að niðurstöðu. Það er að mati dómsins ekkert sem bendir til þess og í raun útilokað að loftleiðin hafi verið lokuð.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Guðríður Kristín Þórðardóttir formaður hjúkrunarráðs segir að raun hafi allir hjúkrunarfræðingar verið fyrir rétti, og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hún hafi komist í mikla geðshræringu þegar dómurinn var kveðinn upp og brostið í grát. Það gerðu fleiri hjúkrunarfræðingar sem voru mættir til að styðja Ástu Kristínu Andrésdóttur í Héraðsdómi í morgun, það var varla þurrt auga í salnum eftir að sýknudómurinn var kveðinn upp. Það sem byrjaði sem ósköp venjulegur vinnudagur í lífi Ástu Kristínar fyrir þremur árum, snerist upp í martröð. Hún segist glöð að dómararnir hafi trúað henni, hún hafi varla þorað að vonast eftir þessari niðurstöðu enda öllu vön eftir síðustu þrjú ár. Hún segist hlakka til að fara til vinnu án þess að hafa þetta á bakinu. Dómurinn sé afar afgerandi og því varla líklegt að honum verði áfrýjað Hræðilegt mál í alla staði Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala segir að sakamálið gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landsspítalanum hafi verið hræðilegt og tekið á alla bæði starfsfólk spítalans og aðstandendur. Málið hafi allt skapað ákveðna óvissu og það þurfi að tryggja í framtíðinni rannsókn og meðferð slíkra mála til að tryggja sem best öryggi sjúklinga. Angistin ýtir undir mistök Einar Gautur Steingrímsson lögmaður Ástu Kristínar, segist fagna dómnum ákaflega. Ekki bara sem lögmaður heldur einnig sem notandi heilbrigðisþjónustu. Sú angist sem slík málaferli skapi hjá stéttinni ýti undir mistök. Hann segir dóminn staðfesta að lögreglurannsóknin hafi verið misheppnuð frá upphafi. „Allt fór úrskeiðis í rannsókninni á þessum þremur árum, sem liðin eru, en dómskerfið virkaði og það er mikið gleðiefni. Dómurinn er mjög afgerandi um sýknu,“ segir hann. Dómurinn bendir á að ekkert bendi til þess að loftleiðin í svokölluðum kraga hafi verið lokuð. „Það sem líklega gerðist var hins vegar ekki rannsakað, þar sem menn hröpuðu að niðurstöðu. Það er að mati dómsins ekkert sem bendir til þess og í raun útilokað að loftleiðin hafi verið lokuð.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira