Eiginkona skipverjans: „Þetta var mikið sjokk“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2015 15:11 Eiginkona skipverjans í Eyjum segir að hún viti lítið um hvað gerðist enn sem komið er. Mynd/Tryggvi Sigurðsson Eiginkona skipverjans sem var einn um borð í Brandi VE þegar eldur kom uppi í bátnum segir að sér hafi verið mjög brugðið þegar hún fékk fréttir af eldinum. Það var maðurinn hennar sjálfur sem hringdi í hana og sagði henni hvað hafði gerst. Drífa Þöll Arnardóttir, eiginkona Gunnlaugs Erlendssonar skipverja, segir að hún viti lítið um hvað gerðist enn sem komið er. „Ég hef ekki náð að tala við manninn minn neitt almennilega,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Gunnlaugur er enn í skýrslutökum vegna atviksins.„Mjög erfitt“ að fá fréttirnar Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í hádeginu. Báturinn er gerður út frá Vestmannaeyjum, þar sem þau Drífa og Gunnlaugur eru búsett, og var hann einn um borð þegar atvikið átti sér stað.En hvernig var þér við að fá þessar fréttir? „Þetta var náttúrulega mjög erfitt. Það er ekki hægt að segja það neitt öðruvísi,“ segir hún. „Þetta var mikið sjokk.“ Gunnlaugur komst yfir í fiskiskipið FRÁR VE um tíu mínútum eftir að útkallið barst en skipið var í grenndinni. eftir að hafa sent neyðarkall. Björgunarfélag Vestmannaeyja fór strax af stað og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang, en hún var stuttu frá vettvangi þegar neyðarkallið barst. Drífa segir það þvílíka lukku að ekki hafi farið verr.Báturinn er gjörónýtur, líkt og sést á þessari mynd.vísir/óskarSáu bara reykinn Sigurður Jóhann Ingibergsson, háseti á Frá, segir björgunaraðgerðirnar hafa gengið vel. Skipverjum hafi þó verið nokkuð brugðið, líkt og Gunnlaugi. „Við vorum að hreinsa trollið þegar skipstjórinn tók eftir reyk í smá fjarlægð. Við tókum því stefnuna þangað og komum þá auga á neyðarsól,“ segir Sigurður. Sigurður segir að þeir hafi ekki séð eldinn þegar þeir sigldu upp að trillunni. „Það var enginn sjáanlegur eldur, bara reykur. Við sigldum upp að bátnum og hífðum björgunarbátinn um borð, og þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir hann. Brandur VE er 35 ára bátur smíðaður í Noregi. Hann er úr trefjaplasti og vélin er síðan árið 2002, samkvæmt upplýsingum úr skipaskrá. HAnn er 8,7 metrar að lengd og 1,75 nettótonn að þyngd. Tengdar fréttir Trilla alelda austur af Vestmannaeyjum Einn í bátnum sem var bjargað af nærliggjandi bát. 25. nóvember 2015 12:32 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Eiginkona skipverjans sem var einn um borð í Brandi VE þegar eldur kom uppi í bátnum segir að sér hafi verið mjög brugðið þegar hún fékk fréttir af eldinum. Það var maðurinn hennar sjálfur sem hringdi í hana og sagði henni hvað hafði gerst. Drífa Þöll Arnardóttir, eiginkona Gunnlaugs Erlendssonar skipverja, segir að hún viti lítið um hvað gerðist enn sem komið er. „Ég hef ekki náð að tala við manninn minn neitt almennilega,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Gunnlaugur er enn í skýrslutökum vegna atviksins.„Mjög erfitt“ að fá fréttirnar Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í hádeginu. Báturinn er gerður út frá Vestmannaeyjum, þar sem þau Drífa og Gunnlaugur eru búsett, og var hann einn um borð þegar atvikið átti sér stað.En hvernig var þér við að fá þessar fréttir? „Þetta var náttúrulega mjög erfitt. Það er ekki hægt að segja það neitt öðruvísi,“ segir hún. „Þetta var mikið sjokk.“ Gunnlaugur komst yfir í fiskiskipið FRÁR VE um tíu mínútum eftir að útkallið barst en skipið var í grenndinni. eftir að hafa sent neyðarkall. Björgunarfélag Vestmannaeyja fór strax af stað og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang, en hún var stuttu frá vettvangi þegar neyðarkallið barst. Drífa segir það þvílíka lukku að ekki hafi farið verr.Báturinn er gjörónýtur, líkt og sést á þessari mynd.vísir/óskarSáu bara reykinn Sigurður Jóhann Ingibergsson, háseti á Frá, segir björgunaraðgerðirnar hafa gengið vel. Skipverjum hafi þó verið nokkuð brugðið, líkt og Gunnlaugi. „Við vorum að hreinsa trollið þegar skipstjórinn tók eftir reyk í smá fjarlægð. Við tókum því stefnuna þangað og komum þá auga á neyðarsól,“ segir Sigurður. Sigurður segir að þeir hafi ekki séð eldinn þegar þeir sigldu upp að trillunni. „Það var enginn sjáanlegur eldur, bara reykur. Við sigldum upp að bátnum og hífðum björgunarbátinn um borð, og þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir hann. Brandur VE er 35 ára bátur smíðaður í Noregi. Hann er úr trefjaplasti og vélin er síðan árið 2002, samkvæmt upplýsingum úr skipaskrá. HAnn er 8,7 metrar að lengd og 1,75 nettótonn að þyngd.
Tengdar fréttir Trilla alelda austur af Vestmannaeyjum Einn í bátnum sem var bjargað af nærliggjandi bát. 25. nóvember 2015 12:32 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Trilla alelda austur af Vestmannaeyjum Einn í bátnum sem var bjargað af nærliggjandi bát. 25. nóvember 2015 12:32
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent