Dæmdur fyrir frelsissviptingu í síðustu viku og fær 19 milljónir í bætur í þessari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2015 15:54 Sigurþór rúmlega tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í maí 1998 fyrir aðild að líkamsárás á veitingastaðnum Vegas á horni Frakkastígs og Laugavegs í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór var upphaflega sýknaður í héraðsdómi en Hæstiréttur sneri dómnum við. Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Sigurþóri Arnarssyni tæplega nítján milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna rúmlega tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í maí 1998 fyrir aðild að líkamsárás á veitingastaðnum Vegas á horni Frakkastígs og Laugavegs í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór var upphaflega sýknaður í héraðsdómi en Hæstiréttur sneri dómnum við.Sigurþór leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu og kærði málsmeðferðina hér á landi á þeim forsendum að Hæstiréttur hefði byggt á endurmati á munnlegum yfirheyrslum úr héraðsdómi án þess að hafa sjálfur yfirheyrt vitni eða Sigurþór sjálfan. Slík málsmeðferð bryti í bága við lagagreinar mannréttindasáttamála Evrópu. Sigurþór vann málið. Sigurþór fór í kjölfarið fram á endurupptöku málsins í Hæstarétti haustið 2011 og með dómi Hæstaréttar í desember 2012 var hann sýknaður af sök í málinu. Stefndi hann því íslenska ríkinu vegna málsins og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í desember 2012 þegar Hæstiréttur sýknaði Sigurþór.Sat inni í 477 daga Í dómnum segir að við ákvörðun miskabót verði að nokkru leyti að endurspegla viðhorf réttaríksins til þeirra alvarlegu og stórfelldu brotalama sem voru á meðferð máls hans í réttarkerfinu og urðu til þess að hann afplánaði saklaus fangelsisdóm í 477 daga fyrir afar alvarlegt brot. Hins vegar var héraðsdómur í þeirri erfiðu stöðu að engin fordæmi eru fyrir málinu hér á landi, það sé algjört einsdæmi í íslenskri réttarframkvæmd. Þóttu tvær milljónir króna hæfilegar miskabætur vegna sakfellingarinnar og 14,3 milljónir króna fyrir að hafa afplánað 477 daga refsivist í fangelsi á grundvelli dómsins. Þá þótti rétt að ríkið greiddi honum 2,4 milljónir króna fyrir það fjárhagslega tjón sem hann hefði orðið fyrir vegna fangelsisvistarinnar sem hafi gert honum ómögulegt að afla sér tekna, hvort sem er með vinnu eða atvinnurekstri. Í heildina þarf ríkið því að greiða Sigurþóri 18,7 milljónir króna. Óskar Thorarensen, lögmaður ríkisins í málinu, sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort dómnum yrði áfrýjað. Hann væri nýfallinn og yrði tekinn til skoðunar í ráðuneytinu.Dæmdur fyrir frelsissviptingu Sigurþór Arnarsson var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir að svipta konu frelsi sínu í Hvalfjarðarsveit í nóvember 2012. Maki Sigurþórs hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir sinn þátt í málinu. Voru þau dæmd til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur en fjallað var um málið á Vísi í síðustu viku. Tengdar fréttir Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. 6. desember 2012 18:38 Par dæmt fyrir að svipta konu frelsi í Hvalfjarðarsveit Sannað að konan þurfti að sæta nauðung og frelsissviptingu. 19. nóvember 2015 11:44 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Sigurþóri Arnarssyni tæplega nítján milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna rúmlega tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í maí 1998 fyrir aðild að líkamsárás á veitingastaðnum Vegas á horni Frakkastígs og Laugavegs í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór var upphaflega sýknaður í héraðsdómi en Hæstiréttur sneri dómnum við.Sigurþór leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu og kærði málsmeðferðina hér á landi á þeim forsendum að Hæstiréttur hefði byggt á endurmati á munnlegum yfirheyrslum úr héraðsdómi án þess að hafa sjálfur yfirheyrt vitni eða Sigurþór sjálfan. Slík málsmeðferð bryti í bága við lagagreinar mannréttindasáttamála Evrópu. Sigurþór vann málið. Sigurþór fór í kjölfarið fram á endurupptöku málsins í Hæstarétti haustið 2011 og með dómi Hæstaréttar í desember 2012 var hann sýknaður af sök í málinu. Stefndi hann því íslenska ríkinu vegna málsins og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í desember 2012 þegar Hæstiréttur sýknaði Sigurþór.Sat inni í 477 daga Í dómnum segir að við ákvörðun miskabót verði að nokkru leyti að endurspegla viðhorf réttaríksins til þeirra alvarlegu og stórfelldu brotalama sem voru á meðferð máls hans í réttarkerfinu og urðu til þess að hann afplánaði saklaus fangelsisdóm í 477 daga fyrir afar alvarlegt brot. Hins vegar var héraðsdómur í þeirri erfiðu stöðu að engin fordæmi eru fyrir málinu hér á landi, það sé algjört einsdæmi í íslenskri réttarframkvæmd. Þóttu tvær milljónir króna hæfilegar miskabætur vegna sakfellingarinnar og 14,3 milljónir króna fyrir að hafa afplánað 477 daga refsivist í fangelsi á grundvelli dómsins. Þá þótti rétt að ríkið greiddi honum 2,4 milljónir króna fyrir það fjárhagslega tjón sem hann hefði orðið fyrir vegna fangelsisvistarinnar sem hafi gert honum ómögulegt að afla sér tekna, hvort sem er með vinnu eða atvinnurekstri. Í heildina þarf ríkið því að greiða Sigurþóri 18,7 milljónir króna. Óskar Thorarensen, lögmaður ríkisins í málinu, sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort dómnum yrði áfrýjað. Hann væri nýfallinn og yrði tekinn til skoðunar í ráðuneytinu.Dæmdur fyrir frelsissviptingu Sigurþór Arnarsson var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir að svipta konu frelsi sínu í Hvalfjarðarsveit í nóvember 2012. Maki Sigurþórs hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir sinn þátt í málinu. Voru þau dæmd til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur en fjallað var um málið á Vísi í síðustu viku.
Tengdar fréttir Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. 6. desember 2012 18:38 Par dæmt fyrir að svipta konu frelsi í Hvalfjarðarsveit Sannað að konan þurfti að sæta nauðung og frelsissviptingu. 19. nóvember 2015 11:44 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. 6. desember 2012 18:38
Par dæmt fyrir að svipta konu frelsi í Hvalfjarðarsveit Sannað að konan þurfti að sæta nauðung og frelsissviptingu. 19. nóvember 2015 11:44