„Lítum á þetta sem hreingerningu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2015 18:44 Ólögleg efni. vísir/getty Eins og fram koma á Vísi fyrr í dag hafa tólf manns verið settir í keppnisbann af Alþjóðsambandi líkamsræktarmanna á Íslandi (IFBB) fyrir að selja stera, og önnur ólögleg efni, undir eigin nafni í lokuðum hópum á Facebook. Að sögn Einars Guðmanns, forsvarsmanns og yfirdómara IFBB á Íslandi, voru þessir aðilar dæmdir í tveggja ára keppnisbann. „Bannið, að því gefnu að menn brjóti ekki ítrekað af sér, er tvö ár en svo bætast fjögur við ef menn verða uppvísir af einhverju meiru,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Þeir mega alveg teljast heppnir með þetta bann. „Standard“ bann er fjögur ár, ef menn falla á lyfjaprófi. En í tilvikum sem þessum er byrjað á tveimur árum.“ En hvaða áhrif hefur þetta á fitnessheiminn á Íslandi, að mati Einars? „Svona lagað hefur aldrei gerst áður, að við höfum fengið svona sterkar vísbendingar um svona athæfi. Ég tel það gott mál að það sé ákveðin tiltekt í gangi. Það er engin eftirsjá hjá keppendum sem haga sér svona,“ sagði Einar sem segir að fyrstu ábendingarnar hafi borist fyrir um 3-4 vikum. „Fyrir svona 3-4 vikum fengum við fyrstu nöfnin. Fyrst fengum við þrjú nöfn en grunaði að það væri eitthvað meira í pottinum,“ sagði Einar en sem áður sagði voru tólf manns dæmdir í keppnisbann. Upplýsingar liggja fyrir um 30 manns sem voru að selja stera í lokuðum hópum á Facebook en tólf þeirra hafa tekið þátt í vaxtarrækt og fitness og falla því undir Alþjóðasamband líkamsræktarmanna. „Þetta er hvimleitt en ég lít á þetta sem hreingerningu,“ sagði Einar. „Það eru tólf sem varða okkur, sem hafa einhvern tímann keppt, en hinir koma okkur í rauninni ekki við. „Þetta er vandamál og það er nauðsynlegt að taka á því. Ég vona að fleiri muni höndla sín mál svona því maður verður pínu var við að aðrar íþróttagreinar setja sig á háan hest hvað þetta varðar, en við vitum að það er ekkert öðruvísi ástand annars staðar,“ sagði Einar að endingu. Aðrar íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Eins og fram koma á Vísi fyrr í dag hafa tólf manns verið settir í keppnisbann af Alþjóðsambandi líkamsræktarmanna á Íslandi (IFBB) fyrir að selja stera, og önnur ólögleg efni, undir eigin nafni í lokuðum hópum á Facebook. Að sögn Einars Guðmanns, forsvarsmanns og yfirdómara IFBB á Íslandi, voru þessir aðilar dæmdir í tveggja ára keppnisbann. „Bannið, að því gefnu að menn brjóti ekki ítrekað af sér, er tvö ár en svo bætast fjögur við ef menn verða uppvísir af einhverju meiru,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Þeir mega alveg teljast heppnir með þetta bann. „Standard“ bann er fjögur ár, ef menn falla á lyfjaprófi. En í tilvikum sem þessum er byrjað á tveimur árum.“ En hvaða áhrif hefur þetta á fitnessheiminn á Íslandi, að mati Einars? „Svona lagað hefur aldrei gerst áður, að við höfum fengið svona sterkar vísbendingar um svona athæfi. Ég tel það gott mál að það sé ákveðin tiltekt í gangi. Það er engin eftirsjá hjá keppendum sem haga sér svona,“ sagði Einar sem segir að fyrstu ábendingarnar hafi borist fyrir um 3-4 vikum. „Fyrir svona 3-4 vikum fengum við fyrstu nöfnin. Fyrst fengum við þrjú nöfn en grunaði að það væri eitthvað meira í pottinum,“ sagði Einar en sem áður sagði voru tólf manns dæmdir í keppnisbann. Upplýsingar liggja fyrir um 30 manns sem voru að selja stera í lokuðum hópum á Facebook en tólf þeirra hafa tekið þátt í vaxtarrækt og fitness og falla því undir Alþjóðasamband líkamsræktarmanna. „Þetta er hvimleitt en ég lít á þetta sem hreingerningu,“ sagði Einar. „Það eru tólf sem varða okkur, sem hafa einhvern tímann keppt, en hinir koma okkur í rauninni ekki við. „Þetta er vandamál og það er nauðsynlegt að taka á því. Ég vona að fleiri muni höndla sín mál svona því maður verður pínu var við að aðrar íþróttagreinar setja sig á háan hest hvað þetta varðar, en við vitum að það er ekkert öðruvísi ástand annars staðar,“ sagði Einar að endingu.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira