„Rooney lítur hræðilega út“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2015 08:21 Wayne Rooney í leiknum í gær. Vísir/Getty Roy Keane og Paul Scholes tóku þátt í gullaldarárum Manchester United en þeir eru ekki hrifnir af því sem þeir sjá í leikjum liðanna þessa dagana. Manchester United gerði í gær markalaust jafntefli við PSV í Meistaradeild Evrópu en úrslitin þýða að liðið þarf helst að vinna Wolfsburg á útivelli í lokaumferðinni til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Wolfsburg er efst í B-riðlinum með níu stig, United er með átta og PSV, sem á heimaleik gegn botnliði CSKA Moskvu á sama tíma, er með sjö.Sjá einnig: Ekkert mark á Old Trafford Scholes, sem er sérfræðingur hjá BT-sjónvarpsstöðinni, sagði eftir leikinn að varnarleikur United væri gegnheill en að það vantaði kraft í sóknarleikinn.Paul Scholes ræðir við Andy Cole og Ryan Giggs.Vísir/Getty„Maður sér lið eins og Bayern München og Barcelona en þar eru það sóknarmennirnir sem gera gæfumuninn,“ sagði Scholes sem bætti við að leikmenn United virtust þreyttir undir lok leiksins. „PSV var betra liðið síðustu 30 mínúturnar. Mér fannst þeir ekki í formi, United-mennirnir. Þeir virtust vera virkilega þreyttir.“ Roy Keane, sem starfar hjá ITV-sjónvarpsstöðinni, hellti sér yfir Wayne Rooney sem hefur ekki átt gott tímabil. Hann hefur skorað tvö mörk í síðustu tíu leikjum sínum.Sjá einnig: „Ef Young er United-leikmaður þá er ég Kínverji“ „Wayne mun verða goðsögn á Old Trafford og ferill hans hjá Manchester United hefur verið algjörlega frábær. En hann er fyrirliðinn og hann ber ákveðna ábyrgð. Hann verður að gera miklu meira,“ sagði Keane sem var sjálfur fyrirliði United til margra ára.Roy Keane.Vísir/Getty„Ég velti ávallt fyrir mér hvað leikmenn gera utan vallar. Í síðustu viku sá ég hann gefa glímumanni kinnhest og ég spyr mig af hverju hann er að taka þátt í svona vitleysu. Það gagnast honum ekki neitt.“Sjá einnig: Rooney sló glímukappa utan undir „Ég má fara út á kvöldin og njóta lífsins eins og hver annar en ef þú líkist ekki sjálfum þér þá verður þú að endurskoða allt og vera fyrirmynd. Hann var ekki fyrirmynd í kvöld. Hann virðist ekki skarpur og lítur hræðilega út.“ Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ekkert mark á Old Trafford Manchester United tókst ekki að skora þegar Hollandsmeistarar PSV Eindhoven komu í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 0-0. 25. nóvember 2015 21:30 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Sjá meira
Roy Keane og Paul Scholes tóku þátt í gullaldarárum Manchester United en þeir eru ekki hrifnir af því sem þeir sjá í leikjum liðanna þessa dagana. Manchester United gerði í gær markalaust jafntefli við PSV í Meistaradeild Evrópu en úrslitin þýða að liðið þarf helst að vinna Wolfsburg á útivelli í lokaumferðinni til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Wolfsburg er efst í B-riðlinum með níu stig, United er með átta og PSV, sem á heimaleik gegn botnliði CSKA Moskvu á sama tíma, er með sjö.Sjá einnig: Ekkert mark á Old Trafford Scholes, sem er sérfræðingur hjá BT-sjónvarpsstöðinni, sagði eftir leikinn að varnarleikur United væri gegnheill en að það vantaði kraft í sóknarleikinn.Paul Scholes ræðir við Andy Cole og Ryan Giggs.Vísir/Getty„Maður sér lið eins og Bayern München og Barcelona en þar eru það sóknarmennirnir sem gera gæfumuninn,“ sagði Scholes sem bætti við að leikmenn United virtust þreyttir undir lok leiksins. „PSV var betra liðið síðustu 30 mínúturnar. Mér fannst þeir ekki í formi, United-mennirnir. Þeir virtust vera virkilega þreyttir.“ Roy Keane, sem starfar hjá ITV-sjónvarpsstöðinni, hellti sér yfir Wayne Rooney sem hefur ekki átt gott tímabil. Hann hefur skorað tvö mörk í síðustu tíu leikjum sínum.Sjá einnig: „Ef Young er United-leikmaður þá er ég Kínverji“ „Wayne mun verða goðsögn á Old Trafford og ferill hans hjá Manchester United hefur verið algjörlega frábær. En hann er fyrirliðinn og hann ber ákveðna ábyrgð. Hann verður að gera miklu meira,“ sagði Keane sem var sjálfur fyrirliði United til margra ára.Roy Keane.Vísir/Getty„Ég velti ávallt fyrir mér hvað leikmenn gera utan vallar. Í síðustu viku sá ég hann gefa glímumanni kinnhest og ég spyr mig af hverju hann er að taka þátt í svona vitleysu. Það gagnast honum ekki neitt.“Sjá einnig: Rooney sló glímukappa utan undir „Ég má fara út á kvöldin og njóta lífsins eins og hver annar en ef þú líkist ekki sjálfum þér þá verður þú að endurskoða allt og vera fyrirmynd. Hann var ekki fyrirmynd í kvöld. Hann virðist ekki skarpur og lítur hræðilega út.“
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ekkert mark á Old Trafford Manchester United tókst ekki að skora þegar Hollandsmeistarar PSV Eindhoven komu í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 0-0. 25. nóvember 2015 21:30 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Sjá meira
Ekkert mark á Old Trafford Manchester United tókst ekki að skora þegar Hollandsmeistarar PSV Eindhoven komu í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 0-0. 25. nóvember 2015 21:30