Tinna Helgadóttir, margfaldur Íslandsmeistari í badminton, hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari Íslands og tekur hún við starfinu nú um mánaðamótin.
Tinna hefur verið í hópi bestu badmintonspilara Íslands undanfarin ár og spilar nú með Værlöse 2 í fyrstu deild í Danmörku, þar sem hún er búsett. Hún er menntaður íþróttafræðingur og badmintonþjálfari.
Hún hefur starfað sem þjálfari afreks- og ungmennahópa hjá dönskum liðum en fram kemur í tilkynningu Badmintonsambands Íslands að höfuðhersla verði á uppbyggingu og ákveðið hafi verið að setja saman afrekshóp spilara sem fái verkefni við hæfi.
Meðal annars hefur verið ákveðið að senda ekki lið á Evrópukeppni karla og kvenna í ár vegna þessa.
Helgi Jóhannesson verður aðstoðarþjálfari Tinnu og Frímann Ari Ferdinandsson, fráfarandi landsliðsþjálfari, verður formaður afreks- og landsliðsnefndar sambandsins.
Tinna nýr landsliðsþjálfari
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
