Ekki unnið eftir tímasettri áætlun um afnám verðtryggingar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. nóvember 2015 14:47 Fjármálaráðherra segir að unnið sé með málið í ráðuneytinu á grundvelli þess að það varði heildarsýn á framtíðarskipan húsnæðismála. Vísir/Stefán Ekki er til nein tímasett áætlun um afnám verðtryggingar. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, varaþingmanns Samfylkingar, um hvenær verðtryggingin verður afnumin. Björgvin G. vildi svör um áætlun stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Varðar heildarsýn á húsnæðismálin Í svarinu kemur fram að unnið sé eftir tillögum starfshóps á vegum stjórnvalda sem skilaði skýrslu með tillögum um breytingu á lögum um verðtryggingu árið 2014. Þar er ekki lagt til afnám verðtryggingar, eða bann við henni, heldur bann við ákveðnum tegundum verðtryggðra lána. Bjarni segir í svarinu að breytingarnar sem lagðar eru til í skýrslunni varði heildarsýn á framtíðarskipan húsnæðismála og því séu þær skoðaðar á þeim grundvelli í ráðuneytinu, en ekki eftir tímasettri áætlun. Skrefin sem nefndin lagði til að verði tekin í átt að fullu afnámi verðtryggingar voru: óheimilt yrði að bjóða neytendum verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára, lágmarkstími nýrra verðtryggðra neytendalána yrði lengdur í allt að 10 ár, takmarkanir yrðu gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána, og hvati yrði aukinn til töku og veitingar óverðtryggðra lána. Elsa Lára fékk svar við sinni fyrirspurn í gærkvöldi.Vísir/Pjetur Verðtryggðar eignir eru lán heimilanna „Unnið er að áhrifamati tillagnanna og hefur í því skyni verið óskað eftir greiningum og álitum frá eftirlitsstofnunum. Þá hefur ráðuneytið lagt áherslu á að meta þær aðgerðir sem mögulegar eru til að koma til móts við tekjulægri einstaklinga og fyrstu kaupendur fasteigna,“ segir Bjarni í svarinu. Þetta er annað svarið sem Bjarni leggur fram á þingi á tveimur dögum sem snúa að verðtryggingu. Í gærkvöldi svaraði hann fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, um hlutfall verðtryggðra lána til heimila af öllum verðtryggðum eignum stóru viðskiptabankanna þriggja. Elsa Lára sagði í samtali við fréttastofu um þetta í morgun að það hefði komið henni á óvart að yfir 60 prósent verðtryggðra eigna bankanna væru lán til heimilanna. Þar af voru 57 prósent lán með veði í fasteignum. Alþingi Tengdar fréttir Stærstur hluti verðtryggðra eigna bankanna eru skuldir heimila Þolinmæði Framsóknarmanna gagnvart afnámi verðtryggingar farin að þynnast. 26. nóvember 2015 09:49 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Ekki er til nein tímasett áætlun um afnám verðtryggingar. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, varaþingmanns Samfylkingar, um hvenær verðtryggingin verður afnumin. Björgvin G. vildi svör um áætlun stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Varðar heildarsýn á húsnæðismálin Í svarinu kemur fram að unnið sé eftir tillögum starfshóps á vegum stjórnvalda sem skilaði skýrslu með tillögum um breytingu á lögum um verðtryggingu árið 2014. Þar er ekki lagt til afnám verðtryggingar, eða bann við henni, heldur bann við ákveðnum tegundum verðtryggðra lána. Bjarni segir í svarinu að breytingarnar sem lagðar eru til í skýrslunni varði heildarsýn á framtíðarskipan húsnæðismála og því séu þær skoðaðar á þeim grundvelli í ráðuneytinu, en ekki eftir tímasettri áætlun. Skrefin sem nefndin lagði til að verði tekin í átt að fullu afnámi verðtryggingar voru: óheimilt yrði að bjóða neytendum verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára, lágmarkstími nýrra verðtryggðra neytendalána yrði lengdur í allt að 10 ár, takmarkanir yrðu gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána, og hvati yrði aukinn til töku og veitingar óverðtryggðra lána. Elsa Lára fékk svar við sinni fyrirspurn í gærkvöldi.Vísir/Pjetur Verðtryggðar eignir eru lán heimilanna „Unnið er að áhrifamati tillagnanna og hefur í því skyni verið óskað eftir greiningum og álitum frá eftirlitsstofnunum. Þá hefur ráðuneytið lagt áherslu á að meta þær aðgerðir sem mögulegar eru til að koma til móts við tekjulægri einstaklinga og fyrstu kaupendur fasteigna,“ segir Bjarni í svarinu. Þetta er annað svarið sem Bjarni leggur fram á þingi á tveimur dögum sem snúa að verðtryggingu. Í gærkvöldi svaraði hann fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, um hlutfall verðtryggðra lána til heimila af öllum verðtryggðum eignum stóru viðskiptabankanna þriggja. Elsa Lára sagði í samtali við fréttastofu um þetta í morgun að það hefði komið henni á óvart að yfir 60 prósent verðtryggðra eigna bankanna væru lán til heimilanna. Þar af voru 57 prósent lán með veði í fasteignum.
Alþingi Tengdar fréttir Stærstur hluti verðtryggðra eigna bankanna eru skuldir heimila Þolinmæði Framsóknarmanna gagnvart afnámi verðtryggingar farin að þynnast. 26. nóvember 2015 09:49 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Stærstur hluti verðtryggðra eigna bankanna eru skuldir heimila Þolinmæði Framsóknarmanna gagnvart afnámi verðtryggingar farin að þynnast. 26. nóvember 2015 09:49