Kúluvarpsmót á miðju hallargólfinu á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2015 13:00 Pétur Guðmundssion setti metin sín í nóvember 1990. Mynd/Brynjar Gauti Pétur Guðmundsson bætti bæði Íslandsmetin í kúluvarpi fyrir 25 árum síðan og hann mun standa fyrir afmælismóti Íslandsmetanna á morgun í nýju Laugardalshöllinni. Mótið kallast Afmæliskastmót PG. Pétur bætti bæði met Hreins Halldórssonar, Strandamannsins sterka, haustið 1990 en metin voru bæði orðin þrettán ára gömul þegar Pétur sló þau. Hreinn hafði kastað 20,59 metra innanhúss og 21,09 metra utanhúss árið 1977. Pétur bætt bæði metin með því að kasta 20,66 metra innanhúss og 21,26 metra utanhúss. Afmælismótið verður alþjóðlegt kúluvarpsmót og hefst klukkan 13.00 á morgun. Upphitun og kynning á keppendum hefst 12:30. Kúluvarpið verður haldið á miðju hallargólfinu og það verða stúkur í kring svo stemmning verði enn betri. Frítt er á viðburðinn og tekur mótið um klukkutíma. Enginn hefur náð metinu af Pétri á þessum aldafjórðungi og enginn hefur heldur náð að kasta lengra en Hreinn. Óðinn Björn Þorsteinsson komst næst því þegar hann kastaði 19,83 metra utanhúss árið 2011 og 20,22 metra innanhúss árið 2012. Óðinn Björn er einn af sjö keppendum sem eru skráðir til leiks á mótið en meðal þeirra eru Hollendingurinn Remco Goetheer og Írinn John Kelly. Óðinn Björn hefur kastað lengst og er því sigurstranglegastur á þessu móti. Íslensku keppendurnir eru Guðni Valur Guðnason, Orri Davíðsson, Sindri Lárusson og Kristján Viktor Kristinsson. Frétt DV um Íslandsmet Péturs Guðmundssonar í nóvember 1990. Frétt um Íslandsmet Péturs í DV í nóvember 1990. Frjálsar íþróttir Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Sjá meira
Pétur Guðmundsson bætti bæði Íslandsmetin í kúluvarpi fyrir 25 árum síðan og hann mun standa fyrir afmælismóti Íslandsmetanna á morgun í nýju Laugardalshöllinni. Mótið kallast Afmæliskastmót PG. Pétur bætti bæði met Hreins Halldórssonar, Strandamannsins sterka, haustið 1990 en metin voru bæði orðin þrettán ára gömul þegar Pétur sló þau. Hreinn hafði kastað 20,59 metra innanhúss og 21,09 metra utanhúss árið 1977. Pétur bætt bæði metin með því að kasta 20,66 metra innanhúss og 21,26 metra utanhúss. Afmælismótið verður alþjóðlegt kúluvarpsmót og hefst klukkan 13.00 á morgun. Upphitun og kynning á keppendum hefst 12:30. Kúluvarpið verður haldið á miðju hallargólfinu og það verða stúkur í kring svo stemmning verði enn betri. Frítt er á viðburðinn og tekur mótið um klukkutíma. Enginn hefur náð metinu af Pétri á þessum aldafjórðungi og enginn hefur heldur náð að kasta lengra en Hreinn. Óðinn Björn Þorsteinsson komst næst því þegar hann kastaði 19,83 metra utanhúss árið 2011 og 20,22 metra innanhúss árið 2012. Óðinn Björn er einn af sjö keppendum sem eru skráðir til leiks á mótið en meðal þeirra eru Hollendingurinn Remco Goetheer og Írinn John Kelly. Óðinn Björn hefur kastað lengst og er því sigurstranglegastur á þessu móti. Íslensku keppendurnir eru Guðni Valur Guðnason, Orri Davíðsson, Sindri Lárusson og Kristján Viktor Kristinsson. Frétt DV um Íslandsmet Péturs Guðmundssonar í nóvember 1990. Frétt um Íslandsmet Péturs í DV í nóvember 1990.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Sjá meira