Það er rúmt ár síðan Icelandair sendi frá sér hugljúfa jólaauglýsingu en í henni komst íslenskur heilbrigðisstarfsmaður ekki heim á Frón yfir jólin. Nú virðist þýski verslunarrisinn EDEKA hafa séð auglýsingu Icelandair og hækkað um einn.
Ólíklegt þykir að það hafi verið markmiðið en óumdeilt er að auglýsing EDEKA er ekki síður hugljúf og spilar örlítið með tilfinningar manns. Án þess að gefa of mikið upp þá fjallar hún um aldraðan mann sem á í mesta basli með að fá afkomendur sína til að vera saman yfir hátíðirnar.
Sjón er sögu ríkari.
