Páll Winkel furðar sig á reiðnámskeiðinu Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2015 12:05 Tölvupóstar milli Páls og Björns um reiðnámskeið á Kvíabryggju eru athyglisverðir. Vísir greindi frá því í morgun að til stæði af hálfu Landbúnaðarháskóla Íslands að halda reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju. Það var blásið af í gærkvöldi. Vísir hefur undir höndum tölvupóstasamskipti Páls E. Winkels fangelsismálastjóra og Björns Þorsteinssonar rektors þar sem fram kemur að Páll sér ýmsa meinbugi á fyrirhuguðu námskeiðahaldi og ekki er ofsagt að hann furði sig á þessum fyrirætlunum. Það kemur fram í tölvupóstum milli Páls og Björns sem sjá má hér neðar. Þar spyr Páll meðal annars og með öðrum orðum, hvort fyrirhugað sé að rétta af fjárhag háskóla í fjárþröng með því að gera út á stönduga fanga.Grjótharðar spurningar fangelsismálastjóra Páll skrifar Birni 28. október bréf þar sem hann spyr út í fyrirhugað námskeið. „Sæll Björn, mér hafa borist upplýsingar um beiðni refsifanga í Fangelsinu Kvíabryggju þar sem óskað er eftir leyfi til náms við Landbúnaðarháskóla Íslands, að sögn fangans. Raunar mun námið tengt fyrirtækinu Reiðmanninum en samkvæmt fullyrðingu refsifangans er námið á vegum þess skóla sem þú veitir forstöðu. Námið mun m.a. fela í sér verklega kennslu sem kennt er í alls 16 daga, allt saman um helgar, í fullbúinni reiðskemmu, á næsta bæ við fangelsið þar sem fengist hefur hesthúsapláss með fullum afnotum í sex mánuði. Fullyrt er að verknámið hefjist 7. nóvember nk. og ljúki 3. apríl nk. Í tengslum við beiðni refsifangans óska ég eftir eftirfarandi upplýsingum: 1. Er rétt að Landbúnaðarháskólinn standi fyrir þessu námi? 2. Hver er kostnaður við námið? 3. Hver greiðir kostnaðinn sem af náminu hlýst, þ.e. reiðhöll, laun kennara um helgar, hross o.s.frv.? 4. Hvers vegna ákveður Landbúnaðarháskólinn að bjóða upp á þetta nám á þessu tímapunkti við Fangelsið Kvíabryggju? 5. Má Fangelsismálastofnun gera ráð fyrir að skólinn muni framvegis bjóða upp á sambærilegt nám við Fangelsið Kvíabryggju óski sambærilegur fjöldi nemenda eftir námi? 6. Býður Landbúnaðarháskólinn upp á námið fyrir fanga í öðrum fangelsum? Ef ekki, hvers vegna? Fangelsi eru rekin í Reykjavík, Eyrarbakka og Akureyri. 7. Gerði Landbúnaðarháskólinn ráð fyrir þessu námi í rekstaráætlun skólans fyrir yfirstandandi ár? Ég er með fleiri spurningar en læt þetta duga að sinni. Fangelsismálastofnun fagnar sérstaklega að Landbúnaðarháskólinn sýni áhuga á að sinna námi fyrir refsifanga á Íslandi og gerir ráð fyrir að áframhald verði á því. Ég bendi á að verði óskað eftir upplýsingum um tilkomu þessa náms áskil ég mér rétt til að birta spurningar þessar sem og svör enda ekkert í rekstri Fangelsismálastofnunar sem ekki þoli umfjöllun ef frá eru taldar persónugreinanlegar upplýsingar. Með góðri kveðju, Páll E. Winkel Forstjóri / Director General“Engum dottið þetta í hug fyrrÞennan sama dag svarar Björn rektor, undir miðnætti, fyrirspurnum Páls og sendir afrit á Skúla Þór Gunnsteinsson og Heimi Gunnarsson. Subject: Re: Nám við Kvíabryggju Importance: High „Sæll Páll, Ég hef haft samband við umsjónarmann reiðmannsins, Heimi Gunnarsson sem er okkar starfsmaður í Endurmenntunardeild og fengið frá honum eftirfarandi svör við spurningum þínum: 1. Endurmenntunardeild LbhÍ stendur fyrir þessari námskeiðaröð. 2. Áætlaður heildarkostnaður við þessa námskeiðaröð er 2.690.000 miðað við fimm nemendur og því 538.000 á mann. Innifalið í heildarpakka hvers nemanda er hesthúspláss í 6 mánuði að Bergi og aðgangur að reiðaðstöðu, bóklegu áfangarnir Hestamennska REI1000 og Reiðmennska A REI2000 og verklegu áfangarnir Hestamennska REI1500 og Reiðmennska A REI2500. Þetta eru samtals 16,5 framhaldsskólaeiningar. 3. Nemendur greiða skólanum námskeiðsgjald. Skólinn greiðir fyrir leigu á aðstöðu yfir tímabilið og laun kennara en nemendur þurfa að útvega sér námsgögnin sjálfir, þ.e. sjálf hrossin og reiðtygi. 4. Endurmenntunardeild skólans barst fyrirspurn um hvort mögulegt væri að bjóða upp á slíkt námskeið á Bergi. Endurmenntunardeildin hefur alltaf reynt að bregðast við slíkum fyrirspurnum hvaðan sem þær koma og má til dæmis nefna að nú í haust fór af stað svipað námskeið í Hafnarfirði sem kom til vegna fyrirspurnar frá áhugasömum hópi fólks sem hafði tekið sig saman og óskað eftir námskeiði þar. 5. Svo framarlega sem námskeiðið gengur upp fjárhagslega fyrir skólann og aðstaða er fyrir hendi erum við boðin og búin að bjóða upp á slíkt hvar sem er, hvenær sem er og fyrir hverja sem er. 6. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem boðið hefur verið upp á slíkt námskeið fyrir fanga. Ástæðan er sem fyrr greinir vegna fyrirspurnar sem barst og líklega hefur bara engum dottið þetta í hug fyrr. Frá okkar bæjardyrum séð er vel mögulegt að bjóða upp á slíkt fyrir fanga í öðrum fangelsum ef áhugi er fyrir hendi. Sama gildur væntanlega um önnur námskeið á vegum Endurmenntunardeildar. Þetta voru svör umsjónarmanns. Ég bæti við svari við spurningu 7 hvað rekstraráætlun LbhÍ varðar kemur námskeiðahald af þessum toga þeirri áætlun ekki við. Endurmenntunardeild er gert að standa undir sér, en þarf þó ekki að skila hagnaði. Ef einhverjir meinbugir eru á þessu fyrirtæki af hálfu þinnar stofnunar óska ég eftir ábendingum þínum þar um svo við getum brugðist við. Með kveðju, Björn Þorsteinsson rektor“Námskeiðið mun vekja athygli Páll svarar bréfi Björns að morgni dags 30. október og það er ljóst að fangelsismálastjóri er allt annað en ánægður með þróun mála: „Sæll, sem sagt að allir fangar eru jafnir fyrir þessu ef þeir geta borgað 538.000 kr. auk þess að greiða fyrir hross og annan aukabúnað. Ekki kemur fram hvaðan fyrirspurn barst en ég legg hér með fram fyrirspurn um sambærilegt nám fyrir aðra fanga á Litla-Hrauni, Sogni og Akureyri, að skólinn auglýsi slíkt og kanni áhuga annarra fanga landsins. Þá átta ég mig ekki á hver sá um að finna reiðskemmu í nágrenni fangelsisins og skipuleggja það áður en námskeið var auglýst en það hlýtur að hafa verið skólinn. Ég geri ráð fyrir að þetta sé námskeið sem hafi verið skipulagt og auglýst eins og gengur og gerist og þið verið í góðu samráði við námsráðgjafa í fangelsum ríkisins. Það er ljóst að þetta námskeið mun vekja athygli. Ég mun vísa öllum fyrirspurnum ráðuneyta og fjölmiðla til þín enda er þetta ekki á ábyrgð né kostað af Fangelsismálastofnun. Með góðri kveðju, Páll E. Winkel Forstjóri / Director General“Fangar ekki markhópurBjörn rektor svarar Páli 2. nóvember og áréttar að þetta sé ekki liður í fjármögnun háskólans með því að benda á að fangar séu ekki markhópur. Sæll Páll, Ég vil árétta varðandi fyrirspurn þína um sambærilegt námskeiðahald fyrir fanga annarstaðar, að fangar eru í okkar huga ekki markhópur sem við erum að sinna umfram aðra í þjóðfélaginu. Við reynum að gæta jafnræðis gagnvart öllum hópum einstaklinga (þess vegna öðrum föngum í öðrum fangelsum) þannig að berist beiðni annarsstaðar að verður það erindi skoðað eins og önnur sem okkur berast. Skólinn áskilur sér auðvitað rétt til að meta hvort hægt sé að verða við beiðnum út frá forsendum aðgengilegrar aðstöðu, tiltækum kennslukröftum og öðrum þáttum sem kunna að vera afgerandi. Ég vil benda á að á heimasíðu stofnunarinnar- Endurmenntun þar sem stendur: „..þá er boðið upp á sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir og hópa eftir nánara samkomulagi" Með kveðju, Björn Þorsteinsson rektor.“ Tengdar fréttir Rándýrt reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju LbhÍ vildi standa að reiðnámskeiði fyrir fanga sem kostar 538.000 á mann auk kostnaðar vegna hesta og búnaðs. 10. nóvember 2015 09:55 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að til stæði af hálfu Landbúnaðarháskóla Íslands að halda reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju. Það var blásið af í gærkvöldi. Vísir hefur undir höndum tölvupóstasamskipti Páls E. Winkels fangelsismálastjóra og Björns Þorsteinssonar rektors þar sem fram kemur að Páll sér ýmsa meinbugi á fyrirhuguðu námskeiðahaldi og ekki er ofsagt að hann furði sig á þessum fyrirætlunum. Það kemur fram í tölvupóstum milli Páls og Björns sem sjá má hér neðar. Þar spyr Páll meðal annars og með öðrum orðum, hvort fyrirhugað sé að rétta af fjárhag háskóla í fjárþröng með því að gera út á stönduga fanga.Grjótharðar spurningar fangelsismálastjóra Páll skrifar Birni 28. október bréf þar sem hann spyr út í fyrirhugað námskeið. „Sæll Björn, mér hafa borist upplýsingar um beiðni refsifanga í Fangelsinu Kvíabryggju þar sem óskað er eftir leyfi til náms við Landbúnaðarháskóla Íslands, að sögn fangans. Raunar mun námið tengt fyrirtækinu Reiðmanninum en samkvæmt fullyrðingu refsifangans er námið á vegum þess skóla sem þú veitir forstöðu. Námið mun m.a. fela í sér verklega kennslu sem kennt er í alls 16 daga, allt saman um helgar, í fullbúinni reiðskemmu, á næsta bæ við fangelsið þar sem fengist hefur hesthúsapláss með fullum afnotum í sex mánuði. Fullyrt er að verknámið hefjist 7. nóvember nk. og ljúki 3. apríl nk. Í tengslum við beiðni refsifangans óska ég eftir eftirfarandi upplýsingum: 1. Er rétt að Landbúnaðarháskólinn standi fyrir þessu námi? 2. Hver er kostnaður við námið? 3. Hver greiðir kostnaðinn sem af náminu hlýst, þ.e. reiðhöll, laun kennara um helgar, hross o.s.frv.? 4. Hvers vegna ákveður Landbúnaðarháskólinn að bjóða upp á þetta nám á þessu tímapunkti við Fangelsið Kvíabryggju? 5. Má Fangelsismálastofnun gera ráð fyrir að skólinn muni framvegis bjóða upp á sambærilegt nám við Fangelsið Kvíabryggju óski sambærilegur fjöldi nemenda eftir námi? 6. Býður Landbúnaðarháskólinn upp á námið fyrir fanga í öðrum fangelsum? Ef ekki, hvers vegna? Fangelsi eru rekin í Reykjavík, Eyrarbakka og Akureyri. 7. Gerði Landbúnaðarháskólinn ráð fyrir þessu námi í rekstaráætlun skólans fyrir yfirstandandi ár? Ég er með fleiri spurningar en læt þetta duga að sinni. Fangelsismálastofnun fagnar sérstaklega að Landbúnaðarháskólinn sýni áhuga á að sinna námi fyrir refsifanga á Íslandi og gerir ráð fyrir að áframhald verði á því. Ég bendi á að verði óskað eftir upplýsingum um tilkomu þessa náms áskil ég mér rétt til að birta spurningar þessar sem og svör enda ekkert í rekstri Fangelsismálastofnunar sem ekki þoli umfjöllun ef frá eru taldar persónugreinanlegar upplýsingar. Með góðri kveðju, Páll E. Winkel Forstjóri / Director General“Engum dottið þetta í hug fyrrÞennan sama dag svarar Björn rektor, undir miðnætti, fyrirspurnum Páls og sendir afrit á Skúla Þór Gunnsteinsson og Heimi Gunnarsson. Subject: Re: Nám við Kvíabryggju Importance: High „Sæll Páll, Ég hef haft samband við umsjónarmann reiðmannsins, Heimi Gunnarsson sem er okkar starfsmaður í Endurmenntunardeild og fengið frá honum eftirfarandi svör við spurningum þínum: 1. Endurmenntunardeild LbhÍ stendur fyrir þessari námskeiðaröð. 2. Áætlaður heildarkostnaður við þessa námskeiðaröð er 2.690.000 miðað við fimm nemendur og því 538.000 á mann. Innifalið í heildarpakka hvers nemanda er hesthúspláss í 6 mánuði að Bergi og aðgangur að reiðaðstöðu, bóklegu áfangarnir Hestamennska REI1000 og Reiðmennska A REI2000 og verklegu áfangarnir Hestamennska REI1500 og Reiðmennska A REI2500. Þetta eru samtals 16,5 framhaldsskólaeiningar. 3. Nemendur greiða skólanum námskeiðsgjald. Skólinn greiðir fyrir leigu á aðstöðu yfir tímabilið og laun kennara en nemendur þurfa að útvega sér námsgögnin sjálfir, þ.e. sjálf hrossin og reiðtygi. 4. Endurmenntunardeild skólans barst fyrirspurn um hvort mögulegt væri að bjóða upp á slíkt námskeið á Bergi. Endurmenntunardeildin hefur alltaf reynt að bregðast við slíkum fyrirspurnum hvaðan sem þær koma og má til dæmis nefna að nú í haust fór af stað svipað námskeið í Hafnarfirði sem kom til vegna fyrirspurnar frá áhugasömum hópi fólks sem hafði tekið sig saman og óskað eftir námskeiði þar. 5. Svo framarlega sem námskeiðið gengur upp fjárhagslega fyrir skólann og aðstaða er fyrir hendi erum við boðin og búin að bjóða upp á slíkt hvar sem er, hvenær sem er og fyrir hverja sem er. 6. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem boðið hefur verið upp á slíkt námskeið fyrir fanga. Ástæðan er sem fyrr greinir vegna fyrirspurnar sem barst og líklega hefur bara engum dottið þetta í hug fyrr. Frá okkar bæjardyrum séð er vel mögulegt að bjóða upp á slíkt fyrir fanga í öðrum fangelsum ef áhugi er fyrir hendi. Sama gildur væntanlega um önnur námskeið á vegum Endurmenntunardeildar. Þetta voru svör umsjónarmanns. Ég bæti við svari við spurningu 7 hvað rekstraráætlun LbhÍ varðar kemur námskeiðahald af þessum toga þeirri áætlun ekki við. Endurmenntunardeild er gert að standa undir sér, en þarf þó ekki að skila hagnaði. Ef einhverjir meinbugir eru á þessu fyrirtæki af hálfu þinnar stofnunar óska ég eftir ábendingum þínum þar um svo við getum brugðist við. Með kveðju, Björn Þorsteinsson rektor“Námskeiðið mun vekja athygli Páll svarar bréfi Björns að morgni dags 30. október og það er ljóst að fangelsismálastjóri er allt annað en ánægður með þróun mála: „Sæll, sem sagt að allir fangar eru jafnir fyrir þessu ef þeir geta borgað 538.000 kr. auk þess að greiða fyrir hross og annan aukabúnað. Ekki kemur fram hvaðan fyrirspurn barst en ég legg hér með fram fyrirspurn um sambærilegt nám fyrir aðra fanga á Litla-Hrauni, Sogni og Akureyri, að skólinn auglýsi slíkt og kanni áhuga annarra fanga landsins. Þá átta ég mig ekki á hver sá um að finna reiðskemmu í nágrenni fangelsisins og skipuleggja það áður en námskeið var auglýst en það hlýtur að hafa verið skólinn. Ég geri ráð fyrir að þetta sé námskeið sem hafi verið skipulagt og auglýst eins og gengur og gerist og þið verið í góðu samráði við námsráðgjafa í fangelsum ríkisins. Það er ljóst að þetta námskeið mun vekja athygli. Ég mun vísa öllum fyrirspurnum ráðuneyta og fjölmiðla til þín enda er þetta ekki á ábyrgð né kostað af Fangelsismálastofnun. Með góðri kveðju, Páll E. Winkel Forstjóri / Director General“Fangar ekki markhópurBjörn rektor svarar Páli 2. nóvember og áréttar að þetta sé ekki liður í fjármögnun háskólans með því að benda á að fangar séu ekki markhópur. Sæll Páll, Ég vil árétta varðandi fyrirspurn þína um sambærilegt námskeiðahald fyrir fanga annarstaðar, að fangar eru í okkar huga ekki markhópur sem við erum að sinna umfram aðra í þjóðfélaginu. Við reynum að gæta jafnræðis gagnvart öllum hópum einstaklinga (þess vegna öðrum föngum í öðrum fangelsum) þannig að berist beiðni annarsstaðar að verður það erindi skoðað eins og önnur sem okkur berast. Skólinn áskilur sér auðvitað rétt til að meta hvort hægt sé að verða við beiðnum út frá forsendum aðgengilegrar aðstöðu, tiltækum kennslukröftum og öðrum þáttum sem kunna að vera afgerandi. Ég vil benda á að á heimasíðu stofnunarinnar- Endurmenntun þar sem stendur: „..þá er boðið upp á sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir og hópa eftir nánara samkomulagi" Með kveðju, Björn Þorsteinsson rektor.“
Tengdar fréttir Rándýrt reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju LbhÍ vildi standa að reiðnámskeiði fyrir fanga sem kostar 538.000 á mann auk kostnaðar vegna hesta og búnaðs. 10. nóvember 2015 09:55 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Rándýrt reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju LbhÍ vildi standa að reiðnámskeiði fyrir fanga sem kostar 538.000 á mann auk kostnaðar vegna hesta og búnaðs. 10. nóvember 2015 09:55