Guðbjörg: Læknarnir stoppuðu mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2015 17:12 Guðbjörg með bikarana tvo um helgina. Mynd/Facebook.com/lskkvinner Guðbjörg Gunnarsdóttir mun ekki spila með liði sínu, Lilleström, þegar það mætir Frankfurt í Meistaradeild Evrópu á morgun. Það var ákveðið á æfingu nú síðdegis. Þetta kom fram í Akraborginni á X-inu í dag en Guðbjörg brákaði rifbein í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hún varð meistari með Lilleström í ár og var þar að auki valin besti markvörður deildarinnar.Sjá einnig: Guðbjörg fékk tvo bikara í fangið í gær „Rifbeinin hafa verið betri. Þetta gerðist fyrir rúmum tveimur vikum en það var fyrst í byrjun þessari viku sem ég hef eitthvað getað æft. Ég gerði æfingar með sjúkraþjálfara í gær og það gekk vonum framar,“ sagði Guðjbörg en henni hefur þó enn ekki verið hleypt í spil af ótta við að hún lendi í samstuði.Vísir/GettyMissi af stærsta leik sumarsins „Það sem er mest svekkjandi við þetta er að stærsti leikur sumarsins er á morgun og því er erfitt að vera ánægður út af verðlaunum þegar maður missir af honum,“ segir hún.Sjá einnig: Sætur sigur eftir erfitt tímabil „Ég var að velta því fyrir mér að láta bara reyna á það og spila. En ég verð að taka með í reikninginn að útileikurinn við Frankfurt er eftir sem og bikarúrslitaleikur. Þetta er líka ekki aðeins undir mér komið heldur verða læknarnir að samþykkja þetta líka.“ Guðbjörg segist hafa beðið um deyfingu en að læknar ytra vilji ekki gera það því að frekari meiðsli gætu orðið til þess að lungun falli saman. „Það gæti verið stórhættulegt og læknarnir stoppuðu mig í þessu,“ sagði Guðbjörg.Vísir/AFPVissi ekki hvort ég ætti að fagna Lilleström steinlá fyrir Kolbotn, 4-0, um helgina en eftir leikinn fékk liðið afhentan bikarinn fyrir norska meistaratitilinn og Guðbjörg verðlaun sín sem besti markvörðurinn. Hún segir að það hafi verið skrýtin tilfinning að horfa upp á lið sitt tapa svo stórt. „Maður vissi ekki alveg hvað maður átti að gera. Átti að maður að koma hlaupandi inn á völlinn til að fagna titlinum eða hvað? Maður vissi ekki hvað maður átti að gera,“ sagði Guðbjörg. „En við náðum að gleyma þessum leik og þetta varð skemmtilegt í lokin.“Sjá einnig: Fríða getur gleymt því að vera fyrst til að skora hjá mér Guðbjörg á raunhæfan möguleika að ná bikarúrslitaleiknum gegn Avaldsnes en hann fer fram eftir ellefu daga. Hún segir þó óvíst hvað tekur við að tímabilinu loknu. „Það er í raun engin ástæða til að fara en ég mun að sjálfsögðu skoða allt sem kemur upp. En ég ætla að einbeita mér að leikjunum sem eftir eru fyrst.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir mun ekki spila með liði sínu, Lilleström, þegar það mætir Frankfurt í Meistaradeild Evrópu á morgun. Það var ákveðið á æfingu nú síðdegis. Þetta kom fram í Akraborginni á X-inu í dag en Guðbjörg brákaði rifbein í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hún varð meistari með Lilleström í ár og var þar að auki valin besti markvörður deildarinnar.Sjá einnig: Guðbjörg fékk tvo bikara í fangið í gær „Rifbeinin hafa verið betri. Þetta gerðist fyrir rúmum tveimur vikum en það var fyrst í byrjun þessari viku sem ég hef eitthvað getað æft. Ég gerði æfingar með sjúkraþjálfara í gær og það gekk vonum framar,“ sagði Guðjbörg en henni hefur þó enn ekki verið hleypt í spil af ótta við að hún lendi í samstuði.Vísir/GettyMissi af stærsta leik sumarsins „Það sem er mest svekkjandi við þetta er að stærsti leikur sumarsins er á morgun og því er erfitt að vera ánægður út af verðlaunum þegar maður missir af honum,“ segir hún.Sjá einnig: Sætur sigur eftir erfitt tímabil „Ég var að velta því fyrir mér að láta bara reyna á það og spila. En ég verð að taka með í reikninginn að útileikurinn við Frankfurt er eftir sem og bikarúrslitaleikur. Þetta er líka ekki aðeins undir mér komið heldur verða læknarnir að samþykkja þetta líka.“ Guðbjörg segist hafa beðið um deyfingu en að læknar ytra vilji ekki gera það því að frekari meiðsli gætu orðið til þess að lungun falli saman. „Það gæti verið stórhættulegt og læknarnir stoppuðu mig í þessu,“ sagði Guðbjörg.Vísir/AFPVissi ekki hvort ég ætti að fagna Lilleström steinlá fyrir Kolbotn, 4-0, um helgina en eftir leikinn fékk liðið afhentan bikarinn fyrir norska meistaratitilinn og Guðbjörg verðlaun sín sem besti markvörðurinn. Hún segir að það hafi verið skrýtin tilfinning að horfa upp á lið sitt tapa svo stórt. „Maður vissi ekki alveg hvað maður átti að gera. Átti að maður að koma hlaupandi inn á völlinn til að fagna titlinum eða hvað? Maður vissi ekki hvað maður átti að gera,“ sagði Guðbjörg. „En við náðum að gleyma þessum leik og þetta varð skemmtilegt í lokin.“Sjá einnig: Fríða getur gleymt því að vera fyrst til að skora hjá mér Guðbjörg á raunhæfan möguleika að ná bikarúrslitaleiknum gegn Avaldsnes en hann fer fram eftir ellefu daga. Hún segir þó óvíst hvað tekur við að tímabilinu loknu. „Það er í raun engin ástæða til að fara en ég mun að sjálfsögðu skoða allt sem kemur upp. En ég ætla að einbeita mér að leikjunum sem eftir eru fyrst.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira