Einar um lyfjahneykslið: „Þetta er dapurt og sorglegt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2015 10:30 Einar Vilhjálmsson er margverðlaunaður spjótkastari. vísir/gva „Fréttirnar eru daprar en þetta kemur mér ekki á óvart,“ segir Einar Vilhjálmsson, formaður Frjálsíþróttsambands Íslands og fyrrverandi afreksmaður í frjálsum, við Vísi um lyfjahneykslið í Rússlandi sem skekur frjálsíþróttaheiminn. Rússar eru ásakaðir í nýrri skýrslu, sem gerð er af Alþjóðalyfjaeftirlitinu, að hafa kerfisbundið dælt lyfjum í íþróttamenn sína og sjálfir svo hylmt yfir glæpina með aðstoð æðstu manna Alþjóðafrjálsíþróttsambandsins.Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg „Þarna gerir mennskan vart við sig í sinni ódrengilegustu mynd og sýnir hvar mannskepnan er í raun stödd í sínu þróunarferli. Ég tek þetta ekkert til mín sem frjálsíþróttamanns heldur er þetta bara mennskan og sýnir hvernig maðurinn getur verið breyskur. Þetta er dapurt og sorglegt,“ segir Einar.Mariya Savinova fagnar sigri í 800m hlaupi á ÓL í London 2012.vísir/gettyMenn eiga að berjast um ábyrðarstöður Einar segir gott að vita til þess að eftirlitskerfið sé að minnsta kosti það gott innan frjálsíþróttanna að sannleikurinn komi í ljós fyrr en seinna. Hann vill þó að bætt verði í eftirlitið fyrst svona risamál er komið upp. „Þetta slær mann því þetta er inn í því umhverfi sem maður er sjálfur að berjast fyrir og hlúa að með ungu fólki. Þetta er ekkert nýtt undir sólinni en svona tilfelli kallar á viðbrögð og vinnubrögð með skilvirkari hætti en áður,“ segir Einar.Sjá einnig:Jónas vill ekki setja Rússa í bann Senegalinn Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, er sakaður um að hafa hylmt yfir með Rússunum og þegið mútugreiðslur fyrir. Hann var handtekinn í Frakklandi í síðustu viku en sleppt gegn tryggingu. Hann lét af forsetaembættinu á þessu ári þegar Bretinn Lord Sebastian Coe var kosinn til starfa. „Eitt af því sem Alþjóðasambandið gerði nýtt á þessu ári var að láta kjósa um þjónustuhlutverk innan hreyfingarinnar sem var í fyrsta sinn í sögunni. Þetta minnir á að gott er að láta lýðræðið njóta sín,“ segir Einar. „Það er gott að láta menn berjast um ábyrgðarstöður en færa þær ekki á milli tengslanets sem hugsanlega getur farið út í allar áttir,“ segir Einar Vilhjálmsson. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15 Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Sjá meira
„Fréttirnar eru daprar en þetta kemur mér ekki á óvart,“ segir Einar Vilhjálmsson, formaður Frjálsíþróttsambands Íslands og fyrrverandi afreksmaður í frjálsum, við Vísi um lyfjahneykslið í Rússlandi sem skekur frjálsíþróttaheiminn. Rússar eru ásakaðir í nýrri skýrslu, sem gerð er af Alþjóðalyfjaeftirlitinu, að hafa kerfisbundið dælt lyfjum í íþróttamenn sína og sjálfir svo hylmt yfir glæpina með aðstoð æðstu manna Alþjóðafrjálsíþróttsambandsins.Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg „Þarna gerir mennskan vart við sig í sinni ódrengilegustu mynd og sýnir hvar mannskepnan er í raun stödd í sínu þróunarferli. Ég tek þetta ekkert til mín sem frjálsíþróttamanns heldur er þetta bara mennskan og sýnir hvernig maðurinn getur verið breyskur. Þetta er dapurt og sorglegt,“ segir Einar.Mariya Savinova fagnar sigri í 800m hlaupi á ÓL í London 2012.vísir/gettyMenn eiga að berjast um ábyrðarstöður Einar segir gott að vita til þess að eftirlitskerfið sé að minnsta kosti það gott innan frjálsíþróttanna að sannleikurinn komi í ljós fyrr en seinna. Hann vill þó að bætt verði í eftirlitið fyrst svona risamál er komið upp. „Þetta slær mann því þetta er inn í því umhverfi sem maður er sjálfur að berjast fyrir og hlúa að með ungu fólki. Þetta er ekkert nýtt undir sólinni en svona tilfelli kallar á viðbrögð og vinnubrögð með skilvirkari hætti en áður,“ segir Einar.Sjá einnig:Jónas vill ekki setja Rússa í bann Senegalinn Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, er sakaður um að hafa hylmt yfir með Rússunum og þegið mútugreiðslur fyrir. Hann var handtekinn í Frakklandi í síðustu viku en sleppt gegn tryggingu. Hann lét af forsetaembættinu á þessu ári þegar Bretinn Lord Sebastian Coe var kosinn til starfa. „Eitt af því sem Alþjóðasambandið gerði nýtt á þessu ári var að láta kjósa um þjónustuhlutverk innan hreyfingarinnar sem var í fyrsta sinn í sögunni. Þetta minnir á að gott er að láta lýðræðið njóta sín,“ segir Einar. „Það er gott að láta menn berjast um ábyrgðarstöður en færa þær ekki á milli tengslanets sem hugsanlega getur farið út í allar áttir,“ segir Einar Vilhjálmsson.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15 Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Sjá meira
Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15
Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11