Ísland og norðurslóðir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Breytingarnar á norðurskautinu eru mun örari en nokkurn óraði fyrir að gæti orðið fyrir einungis fáum árum. Bráðnun heimskautaíssins og sú stóraukna skipaumferð sem af hefur hlotist um norðurpól, auðlindir sem stórþjóðir hafa augastað á undir hafsbotni og í jörðu – að ekki sé minnst á afdrif lífstofna í hafinu sem strandríkin byggja afkomu sína á – allt hefur þetta gert mönnum æ betur ljóst hve mikið er í húfi fyrir vistkerfi og efnahag Norðurslóðaríkja. Ágirnd á auðæfum Norðurslóða Æ fleiri ríki, stofnanir og samtök ásælast hlut í gæðum og möguleikum norðurslóða, ekki síst með auðlindanýtingu fyrir augum. Samhliða eru valdastjórnmál farin að yfirskyggja samvinnu ríkja, eftir því sem stórveldin gera sig meira gildandi í norðurslóðamálefnum. Stórþjóðir hafa skilgreint norðurskautið sem hernaðarlega mikilvægt og hernaðarleg viðvera hefur færst þar í aukana. Að sama skapi hafa æ fleiri þjóðir séð ástæðu til þess að árétta fullveldi sitt og hagsmuni tengda nýtingu. Við svo búið verða Norðurlöndin að taka sér stöðu og gæta hagsmuna sinna og samningsstöðu gagnvart umheiminum. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að efla og bæta samstarf Norðurlanda í umhverfis- og öryggismálum á norðurslóðum. 5 ríkja samstarf eða Norðurskautsráð? Hið svokallaða 5 ríkja samstarf um norðurskautsmálefnin er eitt dæmi um það hvernig valdastjórnmál eru að verða ógn við ríkjasamvinnu í málefnum norðurslóða. Kanada, Banaríkin, Rússland, Danmörk og Noregur hafa myndað með sér samráðsvettvang, en undanskilið Íslendinga, Svía, Finna og frumbyggjasamtökin. Til hliðar við þennan vettvang starfar svo Norðurskautsráðið, en í því eru öll norðurslóðaríkin átta: Ísland, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Bandaríkin, Kanada og Rússland. Þar eiga frumbyggjasamtök norðurskautsins einnig sína fulltrúa og ýmsir fleiri. Meðal aðildar- og áheyrnaraðila Norðurskautsráðsins eru 10 af 11 stærstu hagkerfum heims, 6 af 15 stærstu olíuframleiðsluríkjum heims og 9 af 20 stærstu fiskveiðiþjóðum heims. Norðurskautsráðið er þess vegna vettvangurinn þar sem samráð þjóðanna á að eiga sér stað um málefni norðurslóða. Það er mikilvægt fyrir hagsmuni Norðurlanda að styrkja Norðurskautsráðið. Augljóst er að strandríkin, ekki síst Íslendingar og frumbyggjaþjóðirnar, eiga mikið undir því hvernig mál þróast á norðurslóðum. Hagsmunir Íslands eru nátengdir samgöngum til og frá landinu og auðlindanýtingu á borð við fiskveiðar. Ísland er til dæmis 17da stærsta fiskveiðiþjóð heims. Ísland á kröfu til land- og hafsvæða norðan heimskautsbaugs, enda er efnahagslögsaga okkar innan norðurskautsvæðisins og nær til Grænlandshafs við Norður-Íshaf. Rannsóknir og samstarf – ekki valdastjórnmál 5-ríkja samstarfið hefur verið okkur þyrnir í augum af tveim ástæðum. Sú fyrsta er augljós, við eigum þar enga aðkomu. Hin ástæðan er að það hefur aukið spennu og tortryggni í samskiptum landa. Framkoma Rússa í austanverðri Evrópu hefur ekki bætt úr þeirri skák, og undirstrikar einnig nauðsyn þess að Norðurlönd og Vesturlönd standi saman á öllum sviðum. Er nú svo komið að jafnvel Bandaríkjamenn hafa látið í ljósi áhyggjur af því að kannski sé 5-ríkja samráðsvettvangurinn full ráðríkur með tilliti til minni þjóðanna sem eiga mikið undir. Það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að valdastjórnmálum sé vikið til hliðar í málefnum norðurslóða, þar sem svo geigvænlegar umhverfisbreytingar eru að eiga sér stað. Á móti þarf að efla milliríkjasamstarf um rannsóknir og vöktun á svæðinu svo ákvarðanir framtíðar byggist á vísindalegri þekkingu. Um þetta ættu Íslendingar að hafa forgöngu, því við eigum að vera leiðandi í málefnum norðurslóða á grundvelli fagmennsku, þekkingar og ábyrgrar umhverfisstefnu. Afkoma okkar og framtíð getur oltið á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Breytingarnar á norðurskautinu eru mun örari en nokkurn óraði fyrir að gæti orðið fyrir einungis fáum árum. Bráðnun heimskautaíssins og sú stóraukna skipaumferð sem af hefur hlotist um norðurpól, auðlindir sem stórþjóðir hafa augastað á undir hafsbotni og í jörðu – að ekki sé minnst á afdrif lífstofna í hafinu sem strandríkin byggja afkomu sína á – allt hefur þetta gert mönnum æ betur ljóst hve mikið er í húfi fyrir vistkerfi og efnahag Norðurslóðaríkja. Ágirnd á auðæfum Norðurslóða Æ fleiri ríki, stofnanir og samtök ásælast hlut í gæðum og möguleikum norðurslóða, ekki síst með auðlindanýtingu fyrir augum. Samhliða eru valdastjórnmál farin að yfirskyggja samvinnu ríkja, eftir því sem stórveldin gera sig meira gildandi í norðurslóðamálefnum. Stórþjóðir hafa skilgreint norðurskautið sem hernaðarlega mikilvægt og hernaðarleg viðvera hefur færst þar í aukana. Að sama skapi hafa æ fleiri þjóðir séð ástæðu til þess að árétta fullveldi sitt og hagsmuni tengda nýtingu. Við svo búið verða Norðurlöndin að taka sér stöðu og gæta hagsmuna sinna og samningsstöðu gagnvart umheiminum. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að efla og bæta samstarf Norðurlanda í umhverfis- og öryggismálum á norðurslóðum. 5 ríkja samstarf eða Norðurskautsráð? Hið svokallaða 5 ríkja samstarf um norðurskautsmálefnin er eitt dæmi um það hvernig valdastjórnmál eru að verða ógn við ríkjasamvinnu í málefnum norðurslóða. Kanada, Banaríkin, Rússland, Danmörk og Noregur hafa myndað með sér samráðsvettvang, en undanskilið Íslendinga, Svía, Finna og frumbyggjasamtökin. Til hliðar við þennan vettvang starfar svo Norðurskautsráðið, en í því eru öll norðurslóðaríkin átta: Ísland, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Bandaríkin, Kanada og Rússland. Þar eiga frumbyggjasamtök norðurskautsins einnig sína fulltrúa og ýmsir fleiri. Meðal aðildar- og áheyrnaraðila Norðurskautsráðsins eru 10 af 11 stærstu hagkerfum heims, 6 af 15 stærstu olíuframleiðsluríkjum heims og 9 af 20 stærstu fiskveiðiþjóðum heims. Norðurskautsráðið er þess vegna vettvangurinn þar sem samráð þjóðanna á að eiga sér stað um málefni norðurslóða. Það er mikilvægt fyrir hagsmuni Norðurlanda að styrkja Norðurskautsráðið. Augljóst er að strandríkin, ekki síst Íslendingar og frumbyggjaþjóðirnar, eiga mikið undir því hvernig mál þróast á norðurslóðum. Hagsmunir Íslands eru nátengdir samgöngum til og frá landinu og auðlindanýtingu á borð við fiskveiðar. Ísland er til dæmis 17da stærsta fiskveiðiþjóð heims. Ísland á kröfu til land- og hafsvæða norðan heimskautsbaugs, enda er efnahagslögsaga okkar innan norðurskautsvæðisins og nær til Grænlandshafs við Norður-Íshaf. Rannsóknir og samstarf – ekki valdastjórnmál 5-ríkja samstarfið hefur verið okkur þyrnir í augum af tveim ástæðum. Sú fyrsta er augljós, við eigum þar enga aðkomu. Hin ástæðan er að það hefur aukið spennu og tortryggni í samskiptum landa. Framkoma Rússa í austanverðri Evrópu hefur ekki bætt úr þeirri skák, og undirstrikar einnig nauðsyn þess að Norðurlönd og Vesturlönd standi saman á öllum sviðum. Er nú svo komið að jafnvel Bandaríkjamenn hafa látið í ljósi áhyggjur af því að kannski sé 5-ríkja samráðsvettvangurinn full ráðríkur með tilliti til minni þjóðanna sem eiga mikið undir. Það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að valdastjórnmálum sé vikið til hliðar í málefnum norðurslóða, þar sem svo geigvænlegar umhverfisbreytingar eru að eiga sér stað. Á móti þarf að efla milliríkjasamstarf um rannsóknir og vöktun á svæðinu svo ákvarðanir framtíðar byggist á vísindalegri þekkingu. Um þetta ættu Íslendingar að hafa forgöngu, því við eigum að vera leiðandi í málefnum norðurslóða á grundvelli fagmennsku, þekkingar og ábyrgrar umhverfisstefnu. Afkoma okkar og framtíð getur oltið á því.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar