Prófessorar ætla í verkfall í desember sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 15:06 Um helmingur prófa fellur niður, verði af verkfallinu. vísir/anton brink Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag, eða með 85 prósent atkvæða. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir verða dagana 2. til 18.desember, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Alls greiddu 246 atkvæði og var kosningaþátttaka 76 prósent. 15 prósent félagsmanna voru mótfallnir því að efnt yrði til verkfalls. „Það má kannski segja að niðurstaðan hafi verið meira afgerandi en ég reiknaði með, en ég taldi mig vissan um að það yrði mikill meirihluti sem styddi boðun verkfalls ef ekki hefði samist. Menn eru mjög óhressir með hvernig gangur viðræðna hefur verið. Við höfum endurtekið þurft að bíða eftir ýmsum ytri aðstæðum sem hafa komið upp og fallist á það, meðal annars vegna SALEK-vinnunnar, og áttum von á að það kæmi gangur í viðræðurnar í kjölfarið, en hann varð ekki nægilega mikill,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Hann bætir við að gangur viðræðna sé nú ágætur og vonar að samningar náist fljótt.Slétt ár frá síðustu verkfallsboðun Prófessorar boðuðu til verkfalls fyrir um sléttu ári síðan, eða 11. nóvember 2014. Þeir undirrituðu skammtíma kjarasamning í desember og þannig tókst að afstýra tveggja vikna verkfalli í háskólum landsins. Kjarasamningur þeirra rann út í lok febrúar og hafa viðræður staðið yfir síðan þá. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Jólapróf háskólanema í tvísýnu Prófessorar greiða atkvæði um verkfall í desember. 11. nóvember 2015 10:37 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag, eða með 85 prósent atkvæða. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir verða dagana 2. til 18.desember, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Alls greiddu 246 atkvæði og var kosningaþátttaka 76 prósent. 15 prósent félagsmanna voru mótfallnir því að efnt yrði til verkfalls. „Það má kannski segja að niðurstaðan hafi verið meira afgerandi en ég reiknaði með, en ég taldi mig vissan um að það yrði mikill meirihluti sem styddi boðun verkfalls ef ekki hefði samist. Menn eru mjög óhressir með hvernig gangur viðræðna hefur verið. Við höfum endurtekið þurft að bíða eftir ýmsum ytri aðstæðum sem hafa komið upp og fallist á það, meðal annars vegna SALEK-vinnunnar, og áttum von á að það kæmi gangur í viðræðurnar í kjölfarið, en hann varð ekki nægilega mikill,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Hann bætir við að gangur viðræðna sé nú ágætur og vonar að samningar náist fljótt.Slétt ár frá síðustu verkfallsboðun Prófessorar boðuðu til verkfalls fyrir um sléttu ári síðan, eða 11. nóvember 2014. Þeir undirrituðu skammtíma kjarasamning í desember og þannig tókst að afstýra tveggja vikna verkfalli í háskólum landsins. Kjarasamningur þeirra rann út í lok febrúar og hafa viðræður staðið yfir síðan þá. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Jólapróf háskólanema í tvísýnu Prófessorar greiða atkvæði um verkfall í desember. 11. nóvember 2015 10:37 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Jólapróf háskólanema í tvísýnu Prófessorar greiða atkvæði um verkfall í desember. 11. nóvember 2015 10:37