Hvernig tökum við mikilvægar ákvarðanir? Hörður Arnarson skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Mikil verðmæti eru fólgin í nýtingu á endurnýjanlegri orku á Íslandi, fyrir Ísland og ekki síður heimsbyggðina. Ef rétt er á haldið geta orkuauðlindir verið undirstaða bættra lífskjara íslensku þjóðarinnar um ókomna tíð. Hagsmunir alls mannkyns eru að færa sig yfir í endurnýjanlega orkugjafa til að spyrna gegn þeirri þróun sem á sér stað í loftslagsmálum. Orkuvinnsla og náttúruvernd geta átt góða samleið. Mögulegt er að auka orkuvinnslu umtalsvert og vernda um leið flest mikilvægustu svæðin. Vinnsla okkar á endurnýjanlegri orku er einnig sterkt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Stóra spurningin er: Hvernig tökum við sem þjóð mikilvægar ákvarðanir um nýtingu eða vernd auðlinda? Hvernig sköpum við sem breiðasta sátt? Auðvitað þarf að vega og meta hag af náttúruvernd á móti hag af nýtingu. Til þess höfum við komið okkur upp ítarlegu ferli – rammaáætlun. Þar fer fram faglegt mat mismunandi kosta, með ítarlegu umsagnarferli og aðkomu almennings og allra hagsmunaaðila. Þessu ferli lýkur með pólitískri ákvörðun, sem æskilegt er að um náist breið sátt. Eftir rammaáætlun tekur við umhverfismat, þar sem reynt er að lágmarka óæskileg áhrif einstakra framkvæmda. Loks er ákveðið hvort ráðist verður í framkvæmdina. Rammaáætlun er líka verndaráætlun Rammaáætlun er jafnt verndaráætlun sem nýtingaráætlun. Hún snýst um vernd eða nýtingu vatnsfalla eða háhitasvæða. Því er óhjákvæmilegt að þar sé fjallað um kosti sem fara í verndarflokk. Það er því ekki þannig að orkufyrirtækin áformi 54 virkjanir. Hið rétta er að 54 kostir eru til umfjöllunar í rammaáætlun – annaðhvort til nýtingar eða verndar. Í umræðunni hefur verið vikið að kostum sem enginn ágreiningur er um að vernda, t.d. Aldeyjarfoss, Dettifoss, Þjórsárver og Langasjó. Engar virkjanahugmyndir eru til umfjöllunar í rammaáætlun sem áhrif hefðu á Dettifoss, Langasjó eða Þjórsárver. Í umræðu um náttúruvernd hafa komið fram áhyggjur af því að skoðaður sé möguleiki á sæstreng til Bretlands. Almennt eru erlend náttúruverndarsamtök hlynnt samtengingu orkukerfa. Með henni minnkar þörf fyrir orkuver vegna bættrar nýtingar og mögulegt er að auka nýtingu á vind- og sólarorku. Samtenging orkukerfa er talin einn mikilvægasti þátturinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því hefur aldrei verið haldið fram að markmiðið með sæstreng væri að leysa alla orkuþörf Breta. Það væri enda aldrei hægt. Þær frumhugmyndir sem eru með til skoðunar miða hins vegar við að 5 teravattstundir (Twst) yrðu fluttar út um sæstreng að meðaltali, sem yrðu líklega um 20% af orkugetu íslenska raforkukerfisins. Þar af mætti vinna um 2 Twst með bættri nýtingu á núverandi orkuvinnslusvæðum. Til viðmiðunar nýtir áliðnaðurinn á Íslandi um 12,5 Twst á ári. Í þingsályktun sem var afgreidd á síðasta kjörtímabili voru um 9 Twst í nýtingarflokki rammaáætlunar. 5 Twst myndu svara til um 1,5% af raforkunotkun Bretlands. Eitt mikilvægasta velferðar- og hagsmunamál okkar snýst um að nýta náttúruauðlindir á sem ábyrgastan og hagkvæmastan hátt, þannig að komandi kynslóðir fái í senn að njóta náttúruauðæfa og bættra lífskjara. Vonandi berum við gæfu til að finna hið rétta jafnvægi og sátt sem nær þessum markmiðum á svipaðan hátt og Norðmönnum hefur tekist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Mikil verðmæti eru fólgin í nýtingu á endurnýjanlegri orku á Íslandi, fyrir Ísland og ekki síður heimsbyggðina. Ef rétt er á haldið geta orkuauðlindir verið undirstaða bættra lífskjara íslensku þjóðarinnar um ókomna tíð. Hagsmunir alls mannkyns eru að færa sig yfir í endurnýjanlega orkugjafa til að spyrna gegn þeirri þróun sem á sér stað í loftslagsmálum. Orkuvinnsla og náttúruvernd geta átt góða samleið. Mögulegt er að auka orkuvinnslu umtalsvert og vernda um leið flest mikilvægustu svæðin. Vinnsla okkar á endurnýjanlegri orku er einnig sterkt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Stóra spurningin er: Hvernig tökum við sem þjóð mikilvægar ákvarðanir um nýtingu eða vernd auðlinda? Hvernig sköpum við sem breiðasta sátt? Auðvitað þarf að vega og meta hag af náttúruvernd á móti hag af nýtingu. Til þess höfum við komið okkur upp ítarlegu ferli – rammaáætlun. Þar fer fram faglegt mat mismunandi kosta, með ítarlegu umsagnarferli og aðkomu almennings og allra hagsmunaaðila. Þessu ferli lýkur með pólitískri ákvörðun, sem æskilegt er að um náist breið sátt. Eftir rammaáætlun tekur við umhverfismat, þar sem reynt er að lágmarka óæskileg áhrif einstakra framkvæmda. Loks er ákveðið hvort ráðist verður í framkvæmdina. Rammaáætlun er líka verndaráætlun Rammaáætlun er jafnt verndaráætlun sem nýtingaráætlun. Hún snýst um vernd eða nýtingu vatnsfalla eða háhitasvæða. Því er óhjákvæmilegt að þar sé fjallað um kosti sem fara í verndarflokk. Það er því ekki þannig að orkufyrirtækin áformi 54 virkjanir. Hið rétta er að 54 kostir eru til umfjöllunar í rammaáætlun – annaðhvort til nýtingar eða verndar. Í umræðunni hefur verið vikið að kostum sem enginn ágreiningur er um að vernda, t.d. Aldeyjarfoss, Dettifoss, Þjórsárver og Langasjó. Engar virkjanahugmyndir eru til umfjöllunar í rammaáætlun sem áhrif hefðu á Dettifoss, Langasjó eða Þjórsárver. Í umræðu um náttúruvernd hafa komið fram áhyggjur af því að skoðaður sé möguleiki á sæstreng til Bretlands. Almennt eru erlend náttúruverndarsamtök hlynnt samtengingu orkukerfa. Með henni minnkar þörf fyrir orkuver vegna bættrar nýtingar og mögulegt er að auka nýtingu á vind- og sólarorku. Samtenging orkukerfa er talin einn mikilvægasti þátturinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því hefur aldrei verið haldið fram að markmiðið með sæstreng væri að leysa alla orkuþörf Breta. Það væri enda aldrei hægt. Þær frumhugmyndir sem eru með til skoðunar miða hins vegar við að 5 teravattstundir (Twst) yrðu fluttar út um sæstreng að meðaltali, sem yrðu líklega um 20% af orkugetu íslenska raforkukerfisins. Þar af mætti vinna um 2 Twst með bættri nýtingu á núverandi orkuvinnslusvæðum. Til viðmiðunar nýtir áliðnaðurinn á Íslandi um 12,5 Twst á ári. Í þingsályktun sem var afgreidd á síðasta kjörtímabili voru um 9 Twst í nýtingarflokki rammaáætlunar. 5 Twst myndu svara til um 1,5% af raforkunotkun Bretlands. Eitt mikilvægasta velferðar- og hagsmunamál okkar snýst um að nýta náttúruauðlindir á sem ábyrgastan og hagkvæmastan hátt, þannig að komandi kynslóðir fái í senn að njóta náttúruauðæfa og bættra lífskjara. Vonandi berum við gæfu til að finna hið rétta jafnvægi og sátt sem nær þessum markmiðum á svipaðan hátt og Norðmönnum hefur tekist.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun