ISIS lýsir yfir ábyrgð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. nóvember 2015 11:36 128 létust og minnst 200 særðust, þar af 99 alvarlega í árásunum í gær. Vísir/Getty ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á hendur sér vegna hryðjuverkaárásanna í Frakklandi í gærkvöldi. Samtökin segja að Frakkland sé helsta skotmark ISIS og að árásirnar í gær séu einungis „upphaf óveðursins.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ISIS sem birt var undir nafni samtakanna fyrir skömmu. Í henni segir að árásirnar séu svar ISIS vegna móðgana á hendur spámannsins Múhameðs og loftárása Frakka á landssvæði undir tangarhaldi ISIS. Jafnframt kemur fram að árásarstaðirnar hafi verið sérvaldir fyrirfram. Í yfirlýsingunni segir að tónleikagestir í Bataclan-tónlistarhúsinu, þar sem tæplega hundrað manns létust, og gestir á kaffi- og veitingahúsum í grennd, þar sem um þrátíu létust, hafi verið „skurðgoðadýrkendur í siðspilltri veislu“. Einnig hafi verið ákveðið hafi verið að ráðast á Stade de France-leikvanginn vegna þess að Francois Hollande Frakklandsforseti hafi verið viðstaddur landsleik Frakka og Þjóðverja sem þar fór fram. Samtökin segjast með árásunum hafa ráðist á „höfuðborg viðurstyggðar og spillingar.“ 128 létust og minnst 200 særðust, þar af 99 alvarlega, eftir samhæfðar sprengju- og skotárásir í París í gærkvöldi. Francois Hollande Frakklandsforseti sagði fyrr í dag að ISIS stæði á bak við hryðjuverkaárásirnar í París sem samtökin hafa nú lýst sig ábyrg fyrir. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París Vitni sá framan í einn árásarmanninn en var einn þeirra sem náði að flýja af vettvangi. 14. nóvember 2015 00:34 Samúðarkveðja forseta Íslands: Árás á siðmenningu okkar tíma Forseti Íslands hefur í dag sent forseta Frakklands François Hollande samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna hinnar hræðilegu hryðjuverkaárásar í París. 14. nóvember 2015 10:38 Horreur: Forsíður frönsku blaðanna Frönsk dagblöð eru á einu máli. 14. nóvember 2015 10:12 Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi. 14. nóvember 2015 10:21 Harpa böðuð frönsku fánalitunum næstu daga Reykvíkingar og aðrir gestir borgarinnar geta horft á upplýsta Hörpu innan nokkurra klukkustunda. 14. nóvember 2015 11:26 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á hendur sér vegna hryðjuverkaárásanna í Frakklandi í gærkvöldi. Samtökin segja að Frakkland sé helsta skotmark ISIS og að árásirnar í gær séu einungis „upphaf óveðursins.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ISIS sem birt var undir nafni samtakanna fyrir skömmu. Í henni segir að árásirnar séu svar ISIS vegna móðgana á hendur spámannsins Múhameðs og loftárása Frakka á landssvæði undir tangarhaldi ISIS. Jafnframt kemur fram að árásarstaðirnar hafi verið sérvaldir fyrirfram. Í yfirlýsingunni segir að tónleikagestir í Bataclan-tónlistarhúsinu, þar sem tæplega hundrað manns létust, og gestir á kaffi- og veitingahúsum í grennd, þar sem um þrátíu létust, hafi verið „skurðgoðadýrkendur í siðspilltri veislu“. Einnig hafi verið ákveðið hafi verið að ráðast á Stade de France-leikvanginn vegna þess að Francois Hollande Frakklandsforseti hafi verið viðstaddur landsleik Frakka og Þjóðverja sem þar fór fram. Samtökin segjast með árásunum hafa ráðist á „höfuðborg viðurstyggðar og spillingar.“ 128 létust og minnst 200 særðust, þar af 99 alvarlega, eftir samhæfðar sprengju- og skotárásir í París í gærkvöldi. Francois Hollande Frakklandsforseti sagði fyrr í dag að ISIS stæði á bak við hryðjuverkaárásirnar í París sem samtökin hafa nú lýst sig ábyrg fyrir.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París Vitni sá framan í einn árásarmanninn en var einn þeirra sem náði að flýja af vettvangi. 14. nóvember 2015 00:34 Samúðarkveðja forseta Íslands: Árás á siðmenningu okkar tíma Forseti Íslands hefur í dag sent forseta Frakklands François Hollande samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna hinnar hræðilegu hryðjuverkaárásar í París. 14. nóvember 2015 10:38 Horreur: Forsíður frönsku blaðanna Frönsk dagblöð eru á einu máli. 14. nóvember 2015 10:12 Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi. 14. nóvember 2015 10:21 Harpa böðuð frönsku fánalitunum næstu daga Reykvíkingar og aðrir gestir borgarinnar geta horft á upplýsta Hörpu innan nokkurra klukkustunda. 14. nóvember 2015 11:26 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París Vitni sá framan í einn árásarmanninn en var einn þeirra sem náði að flýja af vettvangi. 14. nóvember 2015 00:34
Samúðarkveðja forseta Íslands: Árás á siðmenningu okkar tíma Forseti Íslands hefur í dag sent forseta Frakklands François Hollande samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna hinnar hræðilegu hryðjuverkaárásar í París. 14. nóvember 2015 10:38
Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi. 14. nóvember 2015 10:21
Harpa böðuð frönsku fánalitunum næstu daga Reykvíkingar og aðrir gestir borgarinnar geta horft á upplýsta Hörpu innan nokkurra klukkustunda. 14. nóvember 2015 11:26