Guðmundur Hólmar: Ein skemmtilegasta áskorun sem ég hef fengið að takast á við Anton Ingi Leifsson skrifar 15. nóvember 2015 19:00 Guðmundur Hólmar Helgason var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið í handbolta á dögunum. Það er óhætt að segja að kallið hafi komið honum í opna skjöldu. „Ég fékk símtal á þriðjudegi og klukkutíma seinna þurfti maður að búa sig undir að fara út. Svo var ein æfing og út um nóttina. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart," sagði Guðmundur Hólmar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta var rosalega gaman. Ein skemmtilegasta áskorun sem ég hef fengið að takast á við þetta. Það var rosalega gaman að fá þetta mikinn tíma því maður bjóst engan veginn við þessum," en var Guðmundur sáttur með sjálfan sig? „Já, mér fannst ég komast mjög vel frá þessu miðað við undirbúning sem var lítill og ég hafði aldrei spilað með þessum leikmönnum áður." Guðmundur er 23 ára Akureyringur, 192 sentímetrar og 100 kíló. Hann segir að það sé stórt stökk að koma úr Olís-deild karla og fara að leika gegn þeim bestu. „Ég ætla ekki að neita því að þetta voru mikil viðbrigði. Flestir leikmennirnir voru jafn þungur eða þyngri en maður sjálfur og sterkari og mikið leikreyndari. Það var mikill viðsnúningur." Hann hefur æft manna best með Afrekshópi handknattleikssambandsins og það hefur skilað sér, en afreksæfingarnar eru fyrir þá bestu sem spila hér heima. „Mér finnst það mjög sniðugt "concept" þessi afrekshópur. Þótt að þetta sé ekki oft og þótt þetta séu ekki harðar æfingar, þá er verið að kynna bæði varnar- og sóknarleik fyrir leikmönnum." „Ég hef verið heppinn og komist á flestar af þeim æfingum. Það klárlega brúaði bilið. Það var auðveldara fyrir mig að koma inn í vörnina hjá landsliðinu núna, heldur ef ég hefði ekkert verið að komast á þessar æfingar." Guðmundur Hólmar er á leið í frönsku úrvalsdeildina á næstu leiktíð, en hann hefur samið tið Cesson Rennes til ársins 2018. Guðmundur er spenntur fyrir því að fara út. „Það eru bara forréttindi að fá að fara út og fá að gera það sem manni finnst skemmtilegast; að spila handbolta. Líka eru það forréttindi að fá að taka þátt í þessu stutta verkefni með landsliðinu núna þrátt fyrir að það hafi verið leiðinleg atvik sem leiddu til þess að ég hafi tekið þátt. Ég er þakklátur fyrir það," sagði Guðmundur. Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem Guðmundur ræðir meira um afrekshópinn og einnig hver sé helsti munurinn á alþjóðlegum bolta og Olís-deildinni svo eitthvað sé nefnt. Olís-deild karla Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Guðmundur Hólmar Helgason var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið í handbolta á dögunum. Það er óhætt að segja að kallið hafi komið honum í opna skjöldu. „Ég fékk símtal á þriðjudegi og klukkutíma seinna þurfti maður að búa sig undir að fara út. Svo var ein æfing og út um nóttina. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart," sagði Guðmundur Hólmar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta var rosalega gaman. Ein skemmtilegasta áskorun sem ég hef fengið að takast á við þetta. Það var rosalega gaman að fá þetta mikinn tíma því maður bjóst engan veginn við þessum," en var Guðmundur sáttur með sjálfan sig? „Já, mér fannst ég komast mjög vel frá þessu miðað við undirbúning sem var lítill og ég hafði aldrei spilað með þessum leikmönnum áður." Guðmundur er 23 ára Akureyringur, 192 sentímetrar og 100 kíló. Hann segir að það sé stórt stökk að koma úr Olís-deild karla og fara að leika gegn þeim bestu. „Ég ætla ekki að neita því að þetta voru mikil viðbrigði. Flestir leikmennirnir voru jafn þungur eða þyngri en maður sjálfur og sterkari og mikið leikreyndari. Það var mikill viðsnúningur." Hann hefur æft manna best með Afrekshópi handknattleikssambandsins og það hefur skilað sér, en afreksæfingarnar eru fyrir þá bestu sem spila hér heima. „Mér finnst það mjög sniðugt "concept" þessi afrekshópur. Þótt að þetta sé ekki oft og þótt þetta séu ekki harðar æfingar, þá er verið að kynna bæði varnar- og sóknarleik fyrir leikmönnum." „Ég hef verið heppinn og komist á flestar af þeim æfingum. Það klárlega brúaði bilið. Það var auðveldara fyrir mig að koma inn í vörnina hjá landsliðinu núna, heldur ef ég hefði ekkert verið að komast á þessar æfingar." Guðmundur Hólmar er á leið í frönsku úrvalsdeildina á næstu leiktíð, en hann hefur samið tið Cesson Rennes til ársins 2018. Guðmundur er spenntur fyrir því að fara út. „Það eru bara forréttindi að fá að fara út og fá að gera það sem manni finnst skemmtilegast; að spila handbolta. Líka eru það forréttindi að fá að taka þátt í þessu stutta verkefni með landsliðinu núna þrátt fyrir að það hafi verið leiðinleg atvik sem leiddu til þess að ég hafi tekið þátt. Ég er þakklátur fyrir það," sagði Guðmundur. Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem Guðmundur ræðir meira um afrekshópinn og einnig hver sé helsti munurinn á alþjóðlegum bolta og Olís-deildinni svo eitthvað sé nefnt.
Olís-deild karla Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti