Enski boltinn

Zidane: Hazard er mitt uppáhald á eftir Ronaldo og Messi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eden Hazard.
Eden Hazard. vísir/getty
Zinedine Zidane, fótboltagoðið sem nú þjálfar varalið Real Madrid, heldur mest upp á Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eins og svo margir aðrir, en í þriðja sæti hjá honum er Belginn Eden Hazard.

Hazard, sem var kjörinn besti leikmaður síðasta tímabils á Englandi, hefur verið orðaður við Real Madrid undanfarna mánuði, en hann hefur ekki náð sér á strik með Chelsea í vetur.

„Hazard er uppáhaldsleikmaðurinn minn á eftir Ronaldo og Messi. Það er stórkostlegt að horfa á hann spila,“ segir Zidane.

Belginn var keyptur til Chelsea fyrir 32 milljónir punda sumarið 2012 og hefur verið frábær fyrir Lundúnarliðið síðan.

Hann átti stóran þátt í að tryggja liðinu Englandsmeistaratitilinn í vor, en hann var nánast óstöðvandi í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

„Væri ég til í að sjá hann í Real Madrid? Eina sem ég segi er að ég elska hann sem leikmann. Ég er viss um að hann mun koma sér upp úr þessari lægð,“ segir Zinedine Zidane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×