Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Grótta 26-31 | Nýliðarnir með frábæran sigur í Eyjum Guðmundur Tómas Sigfússon í Íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum skrifar 16. nóvember 2015 20:45 Úr leik liðanna á Nesinu. vísir/vilhelm Eyjamenn höfðu tapað þremur leikjum í röð þegar liðin áttust við í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Gróttumenn höfðu hinsvegar sigrað fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Gestirnir virkuðu sterkari á upphafsmínútum leiksins en þeir náðu fljótt þriggja marka forskoti. Guðni Ingvarsson, fyrrum leikmaður Eyjamanna, lék vel á upphafsmínútum leiksins en hann spilaði vel jafnt í vörn og sókn. Varnir liðanna voru ekki til staðar á upphafsmínútum leiksins en markverðir liðanna voru þó í stuði. Í stöðunni 7-4 fyrir gestina tóku heimamenn við sér en þar fór Einar Sverrisson fremstur í flokki. Hann skoraði þrjú mörk í röð og átti stóran þátt í að ÍBV skoraði sjö mörk á móti tveimur frá gestunum. Hann átti ekki góðan leik í síðustu umferð og virtist vera að svara gagnrýnisröddunum á jákvæðan hátt. Þá var komið að þætti Viggós Kristjánssonar, sá átti frábæran leik í hægri skyttu Gróttumanna á síðustu mínútum fyrri hálfleiks. Hann skoraði hvert markið á fætur öðru þegar gestirnir náðu að jafna metin rétt fyrir hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði eins og martröð fyrir Eyjamenn, en gestirnir skoruðu mikið úr fyrstu sóknum sínum. Þeir voru fljótlega komnir fjórum mörkum yfir en Viggó hélt áfram að raða inn mörkum. Hann gerði fjögur mörk í röð í síðari hálfleik en markverðir Eyjamanna áttu aldrei séns að verja skot Viggós. Munurinn var þó einungis eitt mark þegar korter var eftir af leiknum. Það var eins og einungis annað liðið vildi vinna leikinn, þeir voru allavega liðið sem sýndi það að þeir vildu vinna. Daði Laxdal Gautason, Viggó Kristjánsson og Guðni Ingvarsson fengu hvað eftir annað dauðafæri sem enduðu í netinu. Heimamenn höfðu engan kraft á lokamínútunum til þess að kreista eitthvað fram úr þeirri stöðu sem þeir voru komnir í. Fjögur töp í fjórum síðustu leikjum frá liðinu sem spáð var deildarmeistaratitlinum.Arnar: Tökum ákveðna sénsa fyrir mót „Ég er mjög ósáttur,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, eftir hræðilegt tap síns liðs gegn Gróttumönnum. „Mér fannst vera ýmislegt sem fór úrskeiðis, ákveðið karaktersleysi í þessu, sem kostar það að við töpum þessum leik. Það þarf að vera með smá karakter og vilja til að sigra þetta, smá pung.“ Tapið sem slíkt var slakt en frammistaðan var ömurleg. „Í fyrri hálfleik var margt gott, sóknarleikurinn var að ganga prýðilega, það segir sig sjálft að varnarleikurinn og markvarslan í fyrri hálfleik var ekki nógu góð.“ „Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að laga aðeins til í varnarleiknum og fá markvörsluna með, þá yrði þetta alvöru leikur.“ Eyjamenn hafa nú tapað fjórum leikjum í röð, það hlýtur að vera orðið áhyggjuefni. „Já, þetta er áhyggjuefni, engin spurning. Við erum í brekku sem við verðum að koma okkur út úr.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna í og rífa okkur upp úr þessu, það er markmið næstu daga.“ Aðspurður hvort þeir ætluðu að sækja sér leikmenn þegar glugginn opnar hafði hann þetta að segja. „Við erum að pæla í því, það er erfitt að vera ekki með örvhentan leikmann, við tókum ákveðna sénsa fyrir mótið að fara inn í það með tvo meistaraflokksleikmenn þarna hægra megin. Þeir eru báðir meiddir.“ „Við fengum mjög gott framlag frá Svani, sem er ungur og efnilegur í öðrum flokki. Hann var sennilega okkar besti leikmaður í dag, en við þurfum að skoða þessa stöðu, það er ekki nokkur spurning.“Gunnar: Erfitt eins og allir leikir fyrir okkur nýliðana „Ég var rosalega sáttur með þennan leik, við undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik og ég gríðarlega sáttur að landa þessum sigri á erfiðum útivelli,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, eftir sterkan sigur úti í Eyjum. Gróttumenn hafa nú sigrað fimm af síðustu sex leikjum sínum, það er varla hægt að kvarta yfir því. „Þetta er búið að vera upp og niður spilamennskan en ég var mjög ánægður í dag. Varnarlega vorum við ekki alveg að fylgja okkar concepti í fyrri hálfleik en við náðum að breyta því í seinni hálfleik þá varð þetta betra.“ „Sóknarlega yfir heildina vorum við að afgreiða þá vel, bjuggum til góð færi og slúttuðum vel.“ „Þegar leið á leikinn sóknarlega varð þetta erfitt hjá þeim, Lárus átti góðan leik í markinu en varnarlega vorum við að spila mjög vel, það verður ekki af okkur tekið. Ég er fyrst og fremst stoltur af mínu liði.“ Gróttumenn fá Valsmenn í heimsókn í næstu umferð, hvað hefur Gunnar að segja um það. „Eins og allir leikir í þessari deild, fyrir okkur nýliðina þá eru allir leikir hörkuleikir, við munum gera okkar besta og vonandi skilar það okkur einhverju.“ „Við viljum ekki vera í tveimur neðstu sætunum, það er alveg klárt, viljum vera á þeim slóðum sem við erum í dag,“ sagði Gunnar um stöðu liðsins í deildinni. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Eyjamenn höfðu tapað þremur leikjum í röð þegar liðin áttust við í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Gróttumenn höfðu hinsvegar sigrað fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Gestirnir virkuðu sterkari á upphafsmínútum leiksins en þeir náðu fljótt þriggja marka forskoti. Guðni Ingvarsson, fyrrum leikmaður Eyjamanna, lék vel á upphafsmínútum leiksins en hann spilaði vel jafnt í vörn og sókn. Varnir liðanna voru ekki til staðar á upphafsmínútum leiksins en markverðir liðanna voru þó í stuði. Í stöðunni 7-4 fyrir gestina tóku heimamenn við sér en þar fór Einar Sverrisson fremstur í flokki. Hann skoraði þrjú mörk í röð og átti stóran þátt í að ÍBV skoraði sjö mörk á móti tveimur frá gestunum. Hann átti ekki góðan leik í síðustu umferð og virtist vera að svara gagnrýnisröddunum á jákvæðan hátt. Þá var komið að þætti Viggós Kristjánssonar, sá átti frábæran leik í hægri skyttu Gróttumanna á síðustu mínútum fyrri hálfleiks. Hann skoraði hvert markið á fætur öðru þegar gestirnir náðu að jafna metin rétt fyrir hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði eins og martröð fyrir Eyjamenn, en gestirnir skoruðu mikið úr fyrstu sóknum sínum. Þeir voru fljótlega komnir fjórum mörkum yfir en Viggó hélt áfram að raða inn mörkum. Hann gerði fjögur mörk í röð í síðari hálfleik en markverðir Eyjamanna áttu aldrei séns að verja skot Viggós. Munurinn var þó einungis eitt mark þegar korter var eftir af leiknum. Það var eins og einungis annað liðið vildi vinna leikinn, þeir voru allavega liðið sem sýndi það að þeir vildu vinna. Daði Laxdal Gautason, Viggó Kristjánsson og Guðni Ingvarsson fengu hvað eftir annað dauðafæri sem enduðu í netinu. Heimamenn höfðu engan kraft á lokamínútunum til þess að kreista eitthvað fram úr þeirri stöðu sem þeir voru komnir í. Fjögur töp í fjórum síðustu leikjum frá liðinu sem spáð var deildarmeistaratitlinum.Arnar: Tökum ákveðna sénsa fyrir mót „Ég er mjög ósáttur,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, eftir hræðilegt tap síns liðs gegn Gróttumönnum. „Mér fannst vera ýmislegt sem fór úrskeiðis, ákveðið karaktersleysi í þessu, sem kostar það að við töpum þessum leik. Það þarf að vera með smá karakter og vilja til að sigra þetta, smá pung.“ Tapið sem slíkt var slakt en frammistaðan var ömurleg. „Í fyrri hálfleik var margt gott, sóknarleikurinn var að ganga prýðilega, það segir sig sjálft að varnarleikurinn og markvarslan í fyrri hálfleik var ekki nógu góð.“ „Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að laga aðeins til í varnarleiknum og fá markvörsluna með, þá yrði þetta alvöru leikur.“ Eyjamenn hafa nú tapað fjórum leikjum í röð, það hlýtur að vera orðið áhyggjuefni. „Já, þetta er áhyggjuefni, engin spurning. Við erum í brekku sem við verðum að koma okkur út úr.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna í og rífa okkur upp úr þessu, það er markmið næstu daga.“ Aðspurður hvort þeir ætluðu að sækja sér leikmenn þegar glugginn opnar hafði hann þetta að segja. „Við erum að pæla í því, það er erfitt að vera ekki með örvhentan leikmann, við tókum ákveðna sénsa fyrir mótið að fara inn í það með tvo meistaraflokksleikmenn þarna hægra megin. Þeir eru báðir meiddir.“ „Við fengum mjög gott framlag frá Svani, sem er ungur og efnilegur í öðrum flokki. Hann var sennilega okkar besti leikmaður í dag, en við þurfum að skoða þessa stöðu, það er ekki nokkur spurning.“Gunnar: Erfitt eins og allir leikir fyrir okkur nýliðana „Ég var rosalega sáttur með þennan leik, við undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik og ég gríðarlega sáttur að landa þessum sigri á erfiðum útivelli,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, eftir sterkan sigur úti í Eyjum. Gróttumenn hafa nú sigrað fimm af síðustu sex leikjum sínum, það er varla hægt að kvarta yfir því. „Þetta er búið að vera upp og niður spilamennskan en ég var mjög ánægður í dag. Varnarlega vorum við ekki alveg að fylgja okkar concepti í fyrri hálfleik en við náðum að breyta því í seinni hálfleik þá varð þetta betra.“ „Sóknarlega yfir heildina vorum við að afgreiða þá vel, bjuggum til góð færi og slúttuðum vel.“ „Þegar leið á leikinn sóknarlega varð þetta erfitt hjá þeim, Lárus átti góðan leik í markinu en varnarlega vorum við að spila mjög vel, það verður ekki af okkur tekið. Ég er fyrst og fremst stoltur af mínu liði.“ Gróttumenn fá Valsmenn í heimsókn í næstu umferð, hvað hefur Gunnar að segja um það. „Eins og allir leikir í þessari deild, fyrir okkur nýliðina þá eru allir leikir hörkuleikir, við munum gera okkar besta og vonandi skilar það okkur einhverju.“ „Við viljum ekki vera í tveimur neðstu sætunum, það er alveg klárt, viljum vera á þeim slóðum sem við erum í dag,“ sagði Gunnar um stöðu liðsins í deildinni.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn