Segir innanríkisráðherra tefja uppbyggingu nýrra íbúða sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 20:00 Heiða Kristín Helgadóttir. vísir/pjetur Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sakaði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra á Alþingi í dag um að draga lappirnar varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar. Ráðherrann hafi með því tafið framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu og þannig meðal annars stöðvað uppbyggingu 400 lítilla íbúða á sama tíma og mikill húsnæðisskortur sé ríkjandi á höfuðborgarsvæðinu. „Mig langar aðeins að varpa ljósi á þann tvískinnung sem ég upplifi í verkum ríkisstjórnarinnar við að leysa þann brýna húsnæðisvanda sem fyrir liggur, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Eina stundina tala flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar fyrir mikilvægi þess að leysa húsnæðisvandann sem upp er kominn eftir áralangt frost á húsnæðismarkaði, en aðra stundina gera þeir fátt annað en að tefja og standa í vegi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu,“ sagði Heiða Kristín og spurði hvort innanríkisráðherra hyggist standa í vegi fyrir að þessar íbúðir fái að rísa við Hlíðarenda í Reykjavík.Ábyrgð innanríkisráðherra ekki gagnvart byggingu íbúða Ólöf Nordal svaraði á þá leið að það væri á ábyrgð innanríkisráðuneytisins að halda uppi innanlandsflugi á Íslandi. Ríkið reki flugvöll í Vatnsmýri í Reykjavík og að það sé ákvörðun innanríkisráðherra hvers tíma hvernig á því máli skuli halda. Ekki sé hægt að hefja frekari framkvæmdir fyrr en tekin hefur verið ákvörðun um að loka neyðarbrautinni.Ólöf Nordal segir að byrja verði á því að tryggja öryggi innanlandsflugsins.vísir/anton brink„Það skiptir máli fyrir yfirvöld flugmála í landinu að hafa einhvern fyrirsjáanleika í því hvernig skipulagningu innanlandsflugs verður háttað. Það er ekki hægt fyrir ráðherra flugmála að taka ákvaraðnir sem eru til þess fallnar að draga svo verulega úr öryggi innanlandsflugs að því sé hætta búin,“ sagði Ólöf. Byrja þurfi á því að tryggja öryggi áður en frekari ákvarðanir séu teknar. „Ábyrgð innanríkisráðherra sem yfirmanns flugmála er fyrst og fremst sú að gæta að því að hægt sé að reka hér innanlandsflug og að það sé gert með öruggum hætti, bæði þegar litið er til almenns flugöryggis og til öryggis landsmanna í heild sinni. Þar liggur ábyrgð innanríkisráðuneytis númer eitt, tvö og þrjú. Þótt ég myndi gjarnan vilja stýra öllum húsnæðismálum í landinu þá hefur mér ekki verið falið að gera það, en fram að þeim tíma ætla ég að einbeita mér að þessu verkefni. Svona stendur það.“ Alþingi Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sakaði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra á Alþingi í dag um að draga lappirnar varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar. Ráðherrann hafi með því tafið framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu og þannig meðal annars stöðvað uppbyggingu 400 lítilla íbúða á sama tíma og mikill húsnæðisskortur sé ríkjandi á höfuðborgarsvæðinu. „Mig langar aðeins að varpa ljósi á þann tvískinnung sem ég upplifi í verkum ríkisstjórnarinnar við að leysa þann brýna húsnæðisvanda sem fyrir liggur, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Eina stundina tala flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar fyrir mikilvægi þess að leysa húsnæðisvandann sem upp er kominn eftir áralangt frost á húsnæðismarkaði, en aðra stundina gera þeir fátt annað en að tefja og standa í vegi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu,“ sagði Heiða Kristín og spurði hvort innanríkisráðherra hyggist standa í vegi fyrir að þessar íbúðir fái að rísa við Hlíðarenda í Reykjavík.Ábyrgð innanríkisráðherra ekki gagnvart byggingu íbúða Ólöf Nordal svaraði á þá leið að það væri á ábyrgð innanríkisráðuneytisins að halda uppi innanlandsflugi á Íslandi. Ríkið reki flugvöll í Vatnsmýri í Reykjavík og að það sé ákvörðun innanríkisráðherra hvers tíma hvernig á því máli skuli halda. Ekki sé hægt að hefja frekari framkvæmdir fyrr en tekin hefur verið ákvörðun um að loka neyðarbrautinni.Ólöf Nordal segir að byrja verði á því að tryggja öryggi innanlandsflugsins.vísir/anton brink„Það skiptir máli fyrir yfirvöld flugmála í landinu að hafa einhvern fyrirsjáanleika í því hvernig skipulagningu innanlandsflugs verður háttað. Það er ekki hægt fyrir ráðherra flugmála að taka ákvaraðnir sem eru til þess fallnar að draga svo verulega úr öryggi innanlandsflugs að því sé hætta búin,“ sagði Ólöf. Byrja þurfi á því að tryggja öryggi áður en frekari ákvarðanir séu teknar. „Ábyrgð innanríkisráðherra sem yfirmanns flugmála er fyrst og fremst sú að gæta að því að hægt sé að reka hér innanlandsflug og að það sé gert með öruggum hætti, bæði þegar litið er til almenns flugöryggis og til öryggis landsmanna í heild sinni. Þar liggur ábyrgð innanríkisráðuneytis númer eitt, tvö og þrjú. Þótt ég myndi gjarnan vilja stýra öllum húsnæðismálum í landinu þá hefur mér ekki verið falið að gera það, en fram að þeim tíma ætla ég að einbeita mér að þessu verkefni. Svona stendur það.“
Alþingi Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira