Fylkir þarf að greiða sekt vegna Sito: „Félagið telur sig ekki hafa brotið af sér“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2015 15:38 Sito í leik gegn Víkingi í sumar. vísir/andri marinó ÍBV vann mál sitt gegn Fylki varðandi félagaskipti Spánverjans Jose „Sito“ Enrique og þurfa Fylkismenn að greiða sekt fyrir að brjóta gegn grein 14.13 í regluverki knattspyrnusambandsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fylki, en Árbæjarfélagið er mjög ósátt við úrskurð nefndarinnar og „lýsir“ yfir vonbrigðum með hann. Forsagan er sú að Sito, sem sló í gegn með ÍBV eftir að koma á miðju sumri, sagði í viðtali við spænskan fjölmiðil að hann væri búinn að semja við Fylki.Með sannanir Félögum var heimilt að ræða við Sito eftir 16. október en forráðamenn ÍBV héldu því fram að Fylkir hefði rætt fyrr við Spánverjann sem er ólöglegt. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Vísi 20. október. Degi síðar sagði Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis að Sito væri ekki búinn að semja við Árbæjarliðið en samningur lægi á borðinu.Ekki hægt að áfrýja „Við eigum eftir að klára þetta með undirskrift en það ætti að vera formsatriði,“ sagði Ásgeir sem átti erfitt með að skilja hvers vegna ÍBV lagði fram kæru. Fylkismenn lýsa furðu á því hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins og segir aðeins getgátur það sek meur fram í úrskurðinum. „Enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli,“ segir í tilkynningu Fylkismanna. Ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum og verður Fylkir því að greiða sektina. Engu að síður er Sito þeirra og spilar Spánverjinn öflugi með Fylki á næstu leiktíð.Tilkynning Fylkis í heild sinni: „Samninga- og félagaskiptanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað í máli ÍBV gegn Fylki og er niðurstaða nefndarinnar að Fylkir hafi brotið gegn grein 14.13 í reglugerð KSÍ og felur úrskurðurinn í sér sektargreiðslu. Knattspyrnudeild Fylkis telur úrskurð nefndarinnar rangan og lýsir yfir vonbrigðum með hann. Jafnframt lýsir félagið furðu sinni á hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins sem og þær getgátur um staðreyndir sem koma fram í úrskurðinum, enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli. Fylkir er reglubundið í sambandi við umboðsmenn í Evrópu vegna leitar að leikmönnum sem geta leikið ákveðnar stöður og hafa þau gæði sem nýtast félaginu. Umboðsmenn koma með tillögur til félagsins að leikmönnum sem þeir hafa á sínum snærum. Fylkir gætir þess í hvívetna að fara að öllum reglum KSÍ og telur að svo hafi verið í þessu máli. Félagið vill íteka að það hafði aldrei samband við Sító eða ræddi við umboðmann hans um að fá Sító til liðs við sig fyrr en 16. október 2015. Fylkir getur ekki borið ábyrgð á samskiptum milli umboðsmanna og leikmanna. KSÍ hlýtur að setja kröfur á alla aðila í slíkum málum, leikmenn, umboðsmenn og félög um að fylgja reglum sambandsins. Fylkir er meðvitað um ríkar skyldur sínar í málum sem þessum. Þar sem ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum neyðist félagið til að hlíta honum. Reykjavík, 17. nóvember 2015, stjórn knattspyrnudeildar Fylkis.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Sjá meira
ÍBV vann mál sitt gegn Fylki varðandi félagaskipti Spánverjans Jose „Sito“ Enrique og þurfa Fylkismenn að greiða sekt fyrir að brjóta gegn grein 14.13 í regluverki knattspyrnusambandsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fylki, en Árbæjarfélagið er mjög ósátt við úrskurð nefndarinnar og „lýsir“ yfir vonbrigðum með hann. Forsagan er sú að Sito, sem sló í gegn með ÍBV eftir að koma á miðju sumri, sagði í viðtali við spænskan fjölmiðil að hann væri búinn að semja við Fylki.Með sannanir Félögum var heimilt að ræða við Sito eftir 16. október en forráðamenn ÍBV héldu því fram að Fylkir hefði rætt fyrr við Spánverjann sem er ólöglegt. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Vísi 20. október. Degi síðar sagði Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis að Sito væri ekki búinn að semja við Árbæjarliðið en samningur lægi á borðinu.Ekki hægt að áfrýja „Við eigum eftir að klára þetta með undirskrift en það ætti að vera formsatriði,“ sagði Ásgeir sem átti erfitt með að skilja hvers vegna ÍBV lagði fram kæru. Fylkismenn lýsa furðu á því hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins og segir aðeins getgátur það sek meur fram í úrskurðinum. „Enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli,“ segir í tilkynningu Fylkismanna. Ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum og verður Fylkir því að greiða sektina. Engu að síður er Sito þeirra og spilar Spánverjinn öflugi með Fylki á næstu leiktíð.Tilkynning Fylkis í heild sinni: „Samninga- og félagaskiptanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað í máli ÍBV gegn Fylki og er niðurstaða nefndarinnar að Fylkir hafi brotið gegn grein 14.13 í reglugerð KSÍ og felur úrskurðurinn í sér sektargreiðslu. Knattspyrnudeild Fylkis telur úrskurð nefndarinnar rangan og lýsir yfir vonbrigðum með hann. Jafnframt lýsir félagið furðu sinni á hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins sem og þær getgátur um staðreyndir sem koma fram í úrskurðinum, enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli. Fylkir er reglubundið í sambandi við umboðsmenn í Evrópu vegna leitar að leikmönnum sem geta leikið ákveðnar stöður og hafa þau gæði sem nýtast félaginu. Umboðsmenn koma með tillögur til félagsins að leikmönnum sem þeir hafa á sínum snærum. Fylkir gætir þess í hvívetna að fara að öllum reglum KSÍ og telur að svo hafi verið í þessu máli. Félagið vill íteka að það hafði aldrei samband við Sító eða ræddi við umboðmann hans um að fá Sító til liðs við sig fyrr en 16. október 2015. Fylkir getur ekki borið ábyrgð á samskiptum milli umboðsmanna og leikmanna. KSÍ hlýtur að setja kröfur á alla aðila í slíkum málum, leikmenn, umboðsmenn og félög um að fylgja reglum sambandsins. Fylkir er meðvitað um ríkar skyldur sínar í málum sem þessum. Þar sem ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum neyðist félagið til að hlíta honum. Reykjavík, 17. nóvember 2015, stjórn knattspyrnudeildar Fylkis.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Sjá meira