Pálmi Haraldsson með réttarstöðu sakbornings: „Þú segir mér fréttir“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. nóvember 2015 10:02 Pálmi Haraldsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Vísir/Daníel Aðalmeðferð í Stím-málinu var framhaldið í morgun og var kallaður til vitnaleiðslu fjárfestirinn Pálmi Haraldsson. Áður en vitnaleiðslurnar yfir Pálma hófust fór Símon Sigvaldason dómsformaður yfir réttindi Pálma í dómsal og tilkynnti honum um leið að samkvæmt upplýsingum sem hann byggi yfir væri Pálmi með réttarstöðu sakbornings í máli sem er til rannsóknar. Þessar upplýsingar komu Pálma í opna skjöldu sem svaraði á móti: „Þú segir mér fréttir.“ Málið er sótt af Hólmsteini Gauta Sigurðssyni fyrir embætti sérstaks saksóknara. Símon spurði Hólmstein hvort það væri rétt að Pálmi væri með réttarstöðu sakbornings og svaraði Hólmsteinn því að samkvæmt hans upplýsingum væri það rétt. Var þá Pálma tilkynnt að ef svör hans við spurningum saksóknara í Stím-málinu gætu mögulega varpað á hann sök í öðrum málum mætti hann neita að svara. Vísir hafði samband við Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, sem sagðist engar upplýsingar geta veitt um málið. Svipuð atburðarás átti sér stað í í gær þegar vitnaleiðslur yfir Þorsteini Má Baldvinssyni fóru fram í Stím-málinu. Þá var Þorsteini Má tilkynnt að hann væri með réttarstöðu sakbornings í öðru máli tengt rannsókn embættis sérstaks saksóknara. Sjá hér. Í Stím-málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, ákærður ásamt þeim Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FLGroup. Mennirnir neita allir sök. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FLGroup í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í FLGroup. Stím málið Tengdar fréttir Vitni ákæruvaldsins vann matsgerðir fyrir Lárus Welding Vitnaleiðslur í Stím-málinu fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 17:36 Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag. 17. nóvember 2015 10:30 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Sagði Stím-kaupin vera óverjandi Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, segist hafa haft frumkvæði að því að hann nýtur friðhelgi í Stím-málinu hvað varðar saksókn. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 18. nóvember 2015 07:00 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Aðalmeðferð í Stím-málinu var framhaldið í morgun og var kallaður til vitnaleiðslu fjárfestirinn Pálmi Haraldsson. Áður en vitnaleiðslurnar yfir Pálma hófust fór Símon Sigvaldason dómsformaður yfir réttindi Pálma í dómsal og tilkynnti honum um leið að samkvæmt upplýsingum sem hann byggi yfir væri Pálmi með réttarstöðu sakbornings í máli sem er til rannsóknar. Þessar upplýsingar komu Pálma í opna skjöldu sem svaraði á móti: „Þú segir mér fréttir.“ Málið er sótt af Hólmsteini Gauta Sigurðssyni fyrir embætti sérstaks saksóknara. Símon spurði Hólmstein hvort það væri rétt að Pálmi væri með réttarstöðu sakbornings og svaraði Hólmsteinn því að samkvæmt hans upplýsingum væri það rétt. Var þá Pálma tilkynnt að ef svör hans við spurningum saksóknara í Stím-málinu gætu mögulega varpað á hann sök í öðrum málum mætti hann neita að svara. Vísir hafði samband við Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, sem sagðist engar upplýsingar geta veitt um málið. Svipuð atburðarás átti sér stað í í gær þegar vitnaleiðslur yfir Þorsteini Má Baldvinssyni fóru fram í Stím-málinu. Þá var Þorsteini Má tilkynnt að hann væri með réttarstöðu sakbornings í öðru máli tengt rannsókn embættis sérstaks saksóknara. Sjá hér. Í Stím-málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, ákærður ásamt þeim Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FLGroup. Mennirnir neita allir sök. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FLGroup í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í FLGroup.
Stím málið Tengdar fréttir Vitni ákæruvaldsins vann matsgerðir fyrir Lárus Welding Vitnaleiðslur í Stím-málinu fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 17:36 Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag. 17. nóvember 2015 10:30 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Sagði Stím-kaupin vera óverjandi Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, segist hafa haft frumkvæði að því að hann nýtur friðhelgi í Stím-málinu hvað varðar saksókn. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 18. nóvember 2015 07:00 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Vitni ákæruvaldsins vann matsgerðir fyrir Lárus Welding Vitnaleiðslur í Stím-málinu fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 17:36
Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag. 17. nóvember 2015 10:30
Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00
Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55
Sagði Stím-kaupin vera óverjandi Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, segist hafa haft frumkvæði að því að hann nýtur friðhelgi í Stím-málinu hvað varðar saksókn. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 18. nóvember 2015 07:00
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20