Segir spítalalekann ótrúlegt óhæfuverk Snærós Sindradóttir skrifar 3. nóvember 2015 08:00 Birgitta Jónsdóttir vill svör um lekann á Landspítalanum. vísir/valli „Maður hefði haldið að enginn trúnaður væri eins mikilvægur og trúnaður á milli þeirra sem sækja þjónustu hjá Landspítalanum eða öðrum stofnunum sem halda utan um heilbrigði landsmanna og þessara stofnana,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, í óundirbúinni fyrirspurn til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær. Fyrirspurnin vísar til umfjöllunar Fréttablaðsins um víetnömsk hjón sem hafa kært leka Landspítalans á trúnaðarupplýsingum til Persónuverndar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það félagsráðgjafi á Landspítalanum sem gaf Útlendingastofnun upplýsingarnar. „Ég held að viðbrögð við þessu ótrúlega óhæfuverki hefðu verið allt önnur ef um Íslendinga hefði verið að ræða, ef ung alíslensk hjón hefðu þurft að fara í gegnum ástarlögregluna og trúnaðarupplýsingum hefði verið lekið frá félagsráðgjafa á Landspítalanum,“ sagði Birgitta jafnframt. Kristján Þór sagði lekann ekki í lagi. Ekkert í mannlegu valdi geti þó komið í veg fyrir slíkt slys ef einbeittur brotavilji sé til staðar. Hann fer fram á að niðurstaða á rannsókn spítalans á lekanum verði kynnt honum og ráðuneytinu. „Ég vil af þessu tilefni upplýsa að ég geri ráð fyrir því og ætlast raunar til þess að stjórnendur spítalans, þegar rannsókn máls sem þessa lýkur, nýti þau úrræði allra laga og reglna sem um þessi mál fjalla og beiti þeim ef ástæða er til,“ sagði Kristján Þór. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Maður hefði haldið að enginn trúnaður væri eins mikilvægur og trúnaður á milli þeirra sem sækja þjónustu hjá Landspítalanum eða öðrum stofnunum sem halda utan um heilbrigði landsmanna og þessara stofnana,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, í óundirbúinni fyrirspurn til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær. Fyrirspurnin vísar til umfjöllunar Fréttablaðsins um víetnömsk hjón sem hafa kært leka Landspítalans á trúnaðarupplýsingum til Persónuverndar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það félagsráðgjafi á Landspítalanum sem gaf Útlendingastofnun upplýsingarnar. „Ég held að viðbrögð við þessu ótrúlega óhæfuverki hefðu verið allt önnur ef um Íslendinga hefði verið að ræða, ef ung alíslensk hjón hefðu þurft að fara í gegnum ástarlögregluna og trúnaðarupplýsingum hefði verið lekið frá félagsráðgjafa á Landspítalanum,“ sagði Birgitta jafnframt. Kristján Þór sagði lekann ekki í lagi. Ekkert í mannlegu valdi geti þó komið í veg fyrir slíkt slys ef einbeittur brotavilji sé til staðar. Hann fer fram á að niðurstaða á rannsókn spítalans á lekanum verði kynnt honum og ráðuneytinu. „Ég vil af þessu tilefni upplýsa að ég geri ráð fyrir því og ætlast raunar til þess að stjórnendur spítalans, þegar rannsókn máls sem þessa lýkur, nýti þau úrræði allra laga og reglna sem um þessi mál fjalla og beiti þeim ef ástæða er til,“ sagði Kristján Þór.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira