Óvíst er hvort Snorri Steinn Guðjónsson geti spilað með handboltalandsliðinu á móti í Noregi um helgina.
Það var brotist inn á heimili hans í Frakklandi um síðustu helgi og hann þurfti því að fara aftur út til þess að sinna því máli.
„Ég heyrði í honum í gær og það var allt í rústi heima hjá honum. Hann þarf að afgreiða ýmis mál áður en hann getur komið til okkar. Meðal annars að gefa aftur skýrslu á lögreglustöðinni. Ég heyri í honum á morgun og þá vonandi skýrist þetta," segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann kallaði á Haukamanninn Janus Daða Smárason í stað Snorra.
Strákarnir halda út til Osló á morgun en þeir spila á fjögurra þjóða móti gegn heimamönnum, Dönum og Frökkum. Leikið verður á fimmtudag, laugardag og sunnudag.
„Hann gæti kannski komið í leikina á laugardag og sunnudag. Þetta skýrist allt saman."
Annars er ekkert sérstakt ástand á liðinu því allir aðalvarnarmenn liðsins gátu ekki æft með liðinu í dag vegna meiðsla eða veikinda.
„Bjarki Már er fastur í baki, Vignir er slæmur í rifbeinunum og svo er Tandri með ælupest. Það er smá ástand. Það getur verið að við köllum á mann síðar í dag."
Brotist inn heima hjá Snorra Steini
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti


„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti