Enski boltinn

Mourinho: Engin leikmannabylting

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Jose Mourinho segir það alrangt að leikmenn Chelsea sýni honum ekki lengur stuðning, líkt og fullyrt hefur veirð í enskum fjölmiðlum.

Englandsmeisturum Chelsea hefur ekki gengið vel í haust og er liðið í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með ellefu stig úr jafn mörgum leikjum.

Eftir 3-1 tap fyrir Liverpool um helgina vildi Mourinho ekkert tjá sig í sjónvarpsviðtali sem vakti mikla athygli.

Fjölmiðlar í Englandi hafa fullyrt að leikmaður úr liði Chelsea vilji fremur tapa en að vinna fyrir Mourinho. Nafn Cesc Fabregas kom upp í tengslum við þá umræðu en hann tók fyrir í morgun að hafa sagt nokkuð slíkt.

Sjá einnig: Fabregas stendur ekki fyrir uppreisn innan herbúða Chelsea

Mourinho var spurður á fundinum í morgun hvort að leikmenn hefðu snúist gegn honum. Því neitaði hann alfarið.

„Þetta er sorgleg ásökun því þú ert að saka einn eða marga leikmenn um óheiðarleika,“ sagði Mourinho.

„Ef ég saka þig um að vera óheiðarlegur blaðamaður þá yrðir þú í miklu uppnámi og myndir líklega leita réttar þíns. Þetta er spurning sem leikmenn verða að svara.“

Mourinho var oft afar stuttorður í svörum sínum en sagði þó að leikmenn væru að leggja sig fram á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik. Hann segist ekki efast um að hann geti snúið gengi liðsins við en að það sé nýtt fyrir hann að lenda í jafn miklu mótlæti og hann hefur gert í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×