Samninganefndir Skólastjórafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning í húsnæði Ríkissáttasemjara á tíunda tímanum í kvöld.
Í samtali við Vísi sagðist Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórnendafélags Íslands, ekki vilja tjá sig um samninginn að öðru leyti en að hann væri gerður á sama grundvelli og niðurstaða gerðardóms vegna kjarasamninga Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Einnig sagði hún að kjarasamningurinn væri innan marka þess samkomulags sem heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði gerðu með sér fyrir skömmu.
Fyrri samningur þessara aðila rann út 31. maí síðastliðinn. Gildistími samningsins er frá 1.júní 2015- 31. mars 2019, verði hann samþykktur. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum Skólastjórafélags Íslands á næstu dögum en atkvæðagreiðsla um hann fer fram dagana 9. til 13. nóvember.
Skólastjórnendur semja

Tengdar fréttir

Kvarta undan seinagangi ríkisins
Nokkur hópur stéttarfélaga sem enn hefur ekki verið samið við stendur fyrir utan SALEK-samkomulagið um breytta nálgun við kjarasamninga á vinnumarkaði. Leiðrétta þarf samninga á almenna markaðnum segir formaður SGS.

Ekkert samráð haft við skólastjóra
Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, er stödd á námskeiði fyrir nýja skólastjórnendur sem haldið er í Borgarnesi í dag og á morgun. Hún segir nýjar fregnir um þróun hæfnisprófa koma sér á óvart.

Heildarsamkomulag á vinnumarkaði í höfn
Helstu aðilar á vinnumarkaði hafa skrifað undir samkomulag sem tryggja á varanlega kaupmáttaraukningu á Íslandi.

Skólastjórar segja upp
Skólastjórafélag Íslands og samninganefnd sveitarfélaganna funda hjá ríkissáttasemjara í dag.