Aron: Ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2015 17:45 Aron gefur hér skipanir. Vísir/getty Ísland vann frábæran sigur á heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka, 25-23, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í dag. Íslensku strákarnir spiluðu virkilega vel og þá sérstaklega í vörninni en Frakkar skoruðu aðeins átta mörk í seinni hálfleiknum gegn 12 hjá Íslandi. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, var að vonum ánægður þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður að klára þetta með sigri, það er alltaf erfitt að spila við Frakka. Það er líka ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum hjá okkur og samvinnan í honum varð alltaf betri eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Aron en Ísland hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum gegn Frakklandi. Aron var skiljanlega sáttur með frammistöðu nafna síns, Rafns Eðvarðssonar, í seinni hálfleik en Hafnfirðingurinn varði þá 10 skot af 18, eða 55,6% þeirra skota sem hann fékk á sig. „Aron varði líka mjög vel í markinu í seinni hálfleiknum þar sem vörnin var mjög sterk. Þetta var fínt,“ sagði Aron sem fannst samvinna Tandra Más Konráðssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar í miðri vörn Íslands betri en í sigrinum á Noregi á fimmtudaginn. „Við áttum í erfiðleikum í byrjun leiks og það kannski smá ákefð og að öll blokkin væri að vinna betur saman en í seinni hálfleiknum var mikil vinna í vörninni og stígandi í varnarleiknum. „Það er mjög erfitt að spila á móti Frökkum því þeir eru svo líkamlega sterkir og fljótir á fótunum margir hverjir. Vinnan maður gegn manni er gríðarlega erfið en mér fannst strákarnir leysa þetta mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik.“Aron er líflegur á hliðarlínunni.Vísir/gettyFrakkar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13, en Ísland átti frábæran kafla um miðbik seinni hálfleiks þegar liðið breytti stöðunni úr 16-18 í 22-19. En hvað var það sem gekk svona vel á þessum kafla að mati landsliðsþjálfarans? „Varnarleikurinn og markvarslan virkuðu vel og svo fengum við hraðaupphlaup. Sóknarleikurinn var líka góður þar sem Aron (Pálmarsson) og Kári (Kristjánsson) unnu vel saman,“ sagði Aron en sóknarleikur íslenska liðsins hikstaði aðeins á lokakaflanum, og þá sérstaklega eftir að Thierry Omeyer kom í mark Frakka. En Rúnar Kárason var hvergi banginn og skoraði þrjú síðustu mörk Íslands sem skipti sköpum. „Þetta hefði kannski átt að vera öruggara en hann varði vel, enda frábær markvörður. Það var mjög sterkt að vinna þennan leik,“ sagði Aron. Íslenska liðið mætir Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. Aron segir að Ísland eigi erfiðan leik fyrir höndum en Danir hafa úr gríðarlegum stórum hópi góðra leikmanna að velja og dreifa álaginu vel. „Nú þurfum við aðeins að jafna okkur og endurheimtin er mikilvæg fyrir morgundaginn. Danir eru að spila á mjög mörgum leikmönnum á meðan við höfum misst menn í meiðsli. Arnar Freyr (Arnarson) meiddist á æfingu í gær og svo tognaði Theodór (Sigurbjörnsson) á nára í upphitun. „Danir spila á mörgum leikmönnum og það vantar þeim vel að spila þrjá leiki á svona stuttum tíma. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum og þá sérstaklega í varnarleiknum. Það er gríðarlega mikilvægt að við skilum okkur til baka gegn Dönum því þeir keyra grimmt í bakið á liðum,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Ísland vann frábæran sigur á heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka, 25-23, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í dag. Íslensku strákarnir spiluðu virkilega vel og þá sérstaklega í vörninni en Frakkar skoruðu aðeins átta mörk í seinni hálfleiknum gegn 12 hjá Íslandi. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, var að vonum ánægður þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður að klára þetta með sigri, það er alltaf erfitt að spila við Frakka. Það er líka ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum hjá okkur og samvinnan í honum varð alltaf betri eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Aron en Ísland hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum gegn Frakklandi. Aron var skiljanlega sáttur með frammistöðu nafna síns, Rafns Eðvarðssonar, í seinni hálfleik en Hafnfirðingurinn varði þá 10 skot af 18, eða 55,6% þeirra skota sem hann fékk á sig. „Aron varði líka mjög vel í markinu í seinni hálfleiknum þar sem vörnin var mjög sterk. Þetta var fínt,“ sagði Aron sem fannst samvinna Tandra Más Konráðssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar í miðri vörn Íslands betri en í sigrinum á Noregi á fimmtudaginn. „Við áttum í erfiðleikum í byrjun leiks og það kannski smá ákefð og að öll blokkin væri að vinna betur saman en í seinni hálfleiknum var mikil vinna í vörninni og stígandi í varnarleiknum. „Það er mjög erfitt að spila á móti Frökkum því þeir eru svo líkamlega sterkir og fljótir á fótunum margir hverjir. Vinnan maður gegn manni er gríðarlega erfið en mér fannst strákarnir leysa þetta mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik.“Aron er líflegur á hliðarlínunni.Vísir/gettyFrakkar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13, en Ísland átti frábæran kafla um miðbik seinni hálfleiks þegar liðið breytti stöðunni úr 16-18 í 22-19. En hvað var það sem gekk svona vel á þessum kafla að mati landsliðsþjálfarans? „Varnarleikurinn og markvarslan virkuðu vel og svo fengum við hraðaupphlaup. Sóknarleikurinn var líka góður þar sem Aron (Pálmarsson) og Kári (Kristjánsson) unnu vel saman,“ sagði Aron en sóknarleikur íslenska liðsins hikstaði aðeins á lokakaflanum, og þá sérstaklega eftir að Thierry Omeyer kom í mark Frakka. En Rúnar Kárason var hvergi banginn og skoraði þrjú síðustu mörk Íslands sem skipti sköpum. „Þetta hefði kannski átt að vera öruggara en hann varði vel, enda frábær markvörður. Það var mjög sterkt að vinna þennan leik,“ sagði Aron. Íslenska liðið mætir Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. Aron segir að Ísland eigi erfiðan leik fyrir höndum en Danir hafa úr gríðarlegum stórum hópi góðra leikmanna að velja og dreifa álaginu vel. „Nú þurfum við aðeins að jafna okkur og endurheimtin er mikilvæg fyrir morgundaginn. Danir eru að spila á mjög mörgum leikmönnum á meðan við höfum misst menn í meiðsli. Arnar Freyr (Arnarson) meiddist á æfingu í gær og svo tognaði Theodór (Sigurbjörnsson) á nára í upphitun. „Danir spila á mörgum leikmönnum og það vantar þeim vel að spila þrjá leiki á svona stuttum tíma. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum og þá sérstaklega í varnarleiknum. Það er gríðarlega mikilvægt að við skilum okkur til baka gegn Dönum því þeir keyra grimmt í bakið á liðum,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45