Gaf ungum stuðningsmanni gull verðlaunapeninginn | Myndband Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. nóvember 2015 23:00 Sonny Bill Williams afhendir hér stuðningsmanninum verðlaunapeninginn. Vísir/getty Sonny Bill Williams, leikmaður All-blacks, rúbbíliðs Nýja-Sjálands, fann til með ungum stuðningsmanni liðsins sem var tæklaður af öryggisverði þegar hann hljóp inn á völlinn til að hitta hetjurnar sínar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í rúbbí á dögunum. Ungur stuðningsmaður liðsins hljóp inn á völlinn stuttu eftir 34-17 sigur Nýja-Sjálands gegn Ástralíu á dögunum í úrslitum HM en öryggisvörður á vellinum var fljótur að tækla hann og ætlaði að draga hann af velli þegar Bill Williams stöðvaði öryggisvörðinn. Þess í stað labbaði hann með stuðningsmanninum af velli, heilsaði foreldrum hans og gaf honum gullmedalíuna sína til minningar en þetta var í annað sinn sem hann var hluti af sigurliði Nýja-Sjálands á HM í rúbbí. Bill Williams fékk aðra medalíu á verðlaunaafhendingu um kvöldið en þegar hann var spurður að því afhverju hann gerði þetta var hann ekki lengi að svara. „Ég hefði brjálast ef þetta hefði verið ættingi minn sem öryggisvörðurinn tók niður. Ég ákvað að aðstoða hann og fara með hann til foreldra hans og gefa honum verðlaunapeninginn minn. Þetta verður eftirminnilegra fyrir hann en fyrir mig. Hann getur sagt þessa sögu næstu áratugina og vonandi verður hann hluti af liðinu einn daginn.“ Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan Aðrar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Sjá meira
Sonny Bill Williams, leikmaður All-blacks, rúbbíliðs Nýja-Sjálands, fann til með ungum stuðningsmanni liðsins sem var tæklaður af öryggisverði þegar hann hljóp inn á völlinn til að hitta hetjurnar sínar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í rúbbí á dögunum. Ungur stuðningsmaður liðsins hljóp inn á völlinn stuttu eftir 34-17 sigur Nýja-Sjálands gegn Ástralíu á dögunum í úrslitum HM en öryggisvörður á vellinum var fljótur að tækla hann og ætlaði að draga hann af velli þegar Bill Williams stöðvaði öryggisvörðinn. Þess í stað labbaði hann með stuðningsmanninum af velli, heilsaði foreldrum hans og gaf honum gullmedalíuna sína til minningar en þetta var í annað sinn sem hann var hluti af sigurliði Nýja-Sjálands á HM í rúbbí. Bill Williams fékk aðra medalíu á verðlaunaafhendingu um kvöldið en þegar hann var spurður að því afhverju hann gerði þetta var hann ekki lengi að svara. „Ég hefði brjálast ef þetta hefði verið ættingi minn sem öryggisvörðurinn tók niður. Ég ákvað að aðstoða hann og fara með hann til foreldra hans og gefa honum verðlaunapeninginn minn. Þetta verður eftirminnilegra fyrir hann en fyrir mig. Hann getur sagt þessa sögu næstu áratugina og vonandi verður hann hluti af liðinu einn daginn.“ Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan
Aðrar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Sjá meira