Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Birgir Olgeirsson skrifar 9. nóvember 2015 10:40 Mönnunum var haldið í sólarhring á meðan frumrannsókn málanna fór fram. Vísir/Anton Ekki voru forsendur fyrir því að úrskurða mennina tvo sem grunaðir eru um nauðgun í Hlíðarhverfinu í gæsluvarðhald, segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Hefur þessi ákvörðun vakið hörð viðbrögð netverja og margir sótt hart að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Facebook-síðu hennar vegna málsins.Kæra lögregla á höfuðborgarsvæðinu. Sem almennur borgari, sem er þess utan kvenkyns og þ.a.l. í stærri áhættuhóp fyrir...Posted by Þórdís Elva Þorvaldsdóttir on Monday, November 9, 2015Enn með stöðu sakborninga Árni Þór segir mennina hafa verið í haldi lögreglu í sólarhring á meðan frumrannsókn málanna fór fram. Gerði lögreglan meðal annars húsleit í fjölbýlishúsi í Reykjavík á dögunum þar sem talið er að tvær árásir hafi í tveimur aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. Var mönnunum sleppt úr haldi þegar þau atriði sem voru rannsakanleg voru komin fram. Því var ekki hægt að fara fram á gæsluvarðhald út frá rannsóknarhagsmunum, að sögn Árna Þórs.Sjá einnig: Lögregla gerði húsleit í íbúð í Hlíðunum Var málið metið af fulltrúum ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við framvindu rannsóknarinnar og var það metið svo að ekki væri hægt að úrskurða sakborningana í gæsluvarðhald út frá rannsóknarhagsmunum eða almannahagsmunum. Eru mennirnir þó enn með stöðu sakborninga.Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur.vísir/heiðaHeimild til gæsluvarðhalds ef brotið varðar meira en 10 ára fangelsisvist Í 95. grein laga um meðferð sakamála kemur fram að sakborningur verði aðeins úrskurðaður í gæsluvarðhald ef rökstuddur grunur sé um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Auk þess verður að vera fyrir hendi eitthvert eftirtalinna skilyrða: Ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á samseka eða vitni. Þá má einnig úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald ef ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið eða rökstuddur grunur leiki á að hann hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafa verið sett í skilorðsbundnum dómi. Einnig má úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald ef það er talið nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings eða hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna. Ef ekkert þessara atriði er uppfyllt má hins vegar úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald ef grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Nauðgunarbrot getur varðað allt að sextán ára fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum. Sakborningar eru frjálsir ferða sinna nema þeir séu úrskurðaðir í farbann. Ekki var farið fram á farbann yfir sakborningum í málinu. Hlíðamálið Tengdar fréttir Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00 Meintur nauðgari sendur í leyfi Starfsmaður hótelsins Reykjavík Marina, sem grunaður er um aðild að hrottalegri nauðgun á konu í félagi við annan mann, hefur verið sendur í leyfi frá fyrirtækinu. 5. nóvember 2015 13:23 Grunur um nauðgun á bekkjarskemmtun HR Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rannsakar lögreglan kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjarskemmtun nemenda HR. Nemandi er sagður hafa nauðgað tveimur samnemendum sínum. Skólinn hefur gripið til aðgerða. 4. nóvember 2015 07:00 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Ekki voru forsendur fyrir því að úrskurða mennina tvo sem grunaðir eru um nauðgun í Hlíðarhverfinu í gæsluvarðhald, segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Hefur þessi ákvörðun vakið hörð viðbrögð netverja og margir sótt hart að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Facebook-síðu hennar vegna málsins.Kæra lögregla á höfuðborgarsvæðinu. Sem almennur borgari, sem er þess utan kvenkyns og þ.a.l. í stærri áhættuhóp fyrir...Posted by Þórdís Elva Þorvaldsdóttir on Monday, November 9, 2015Enn með stöðu sakborninga Árni Þór segir mennina hafa verið í haldi lögreglu í sólarhring á meðan frumrannsókn málanna fór fram. Gerði lögreglan meðal annars húsleit í fjölbýlishúsi í Reykjavík á dögunum þar sem talið er að tvær árásir hafi í tveimur aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. Var mönnunum sleppt úr haldi þegar þau atriði sem voru rannsakanleg voru komin fram. Því var ekki hægt að fara fram á gæsluvarðhald út frá rannsóknarhagsmunum, að sögn Árna Þórs.Sjá einnig: Lögregla gerði húsleit í íbúð í Hlíðunum Var málið metið af fulltrúum ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við framvindu rannsóknarinnar og var það metið svo að ekki væri hægt að úrskurða sakborningana í gæsluvarðhald út frá rannsóknarhagsmunum eða almannahagsmunum. Eru mennirnir þó enn með stöðu sakborninga.Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur.vísir/heiðaHeimild til gæsluvarðhalds ef brotið varðar meira en 10 ára fangelsisvist Í 95. grein laga um meðferð sakamála kemur fram að sakborningur verði aðeins úrskurðaður í gæsluvarðhald ef rökstuddur grunur sé um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Auk þess verður að vera fyrir hendi eitthvert eftirtalinna skilyrða: Ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á samseka eða vitni. Þá má einnig úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald ef ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið eða rökstuddur grunur leiki á að hann hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafa verið sett í skilorðsbundnum dómi. Einnig má úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald ef það er talið nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings eða hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna. Ef ekkert þessara atriði er uppfyllt má hins vegar úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald ef grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Nauðgunarbrot getur varðað allt að sextán ára fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum. Sakborningar eru frjálsir ferða sinna nema þeir séu úrskurðaðir í farbann. Ekki var farið fram á farbann yfir sakborningum í málinu.
Hlíðamálið Tengdar fréttir Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00 Meintur nauðgari sendur í leyfi Starfsmaður hótelsins Reykjavík Marina, sem grunaður er um aðild að hrottalegri nauðgun á konu í félagi við annan mann, hefur verið sendur í leyfi frá fyrirtækinu. 5. nóvember 2015 13:23 Grunur um nauðgun á bekkjarskemmtun HR Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rannsakar lögreglan kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjarskemmtun nemenda HR. Nemandi er sagður hafa nauðgað tveimur samnemendum sínum. Skólinn hefur gripið til aðgerða. 4. nóvember 2015 07:00 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00
Meintur nauðgari sendur í leyfi Starfsmaður hótelsins Reykjavík Marina, sem grunaður er um aðild að hrottalegri nauðgun á konu í félagi við annan mann, hefur verið sendur í leyfi frá fyrirtækinu. 5. nóvember 2015 13:23
Grunur um nauðgun á bekkjarskemmtun HR Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rannsakar lögreglan kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjarskemmtun nemenda HR. Nemandi er sagður hafa nauðgað tveimur samnemendum sínum. Skólinn hefur gripið til aðgerða. 4. nóvember 2015 07:00
„Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03